Vikan


Vikan - 12.10.1972, Síða 28

Vikan - 12.10.1972, Síða 28
TRAMPAÐ TRÚBRAUT! Það hefur gengið erfiðlega hjá þeim Trúbrotsmönnum, að halda hljómsveitinni óbreyttri um tima, enda ef tii vni eugin a>tæða til þess. Enn einu sinni hættir Gunnar Jökull Hv aðliggur að baki þessari ákvörðun hans nú? — Samstarfið innan hljóm- sveitarinnar hefur verið heldur brösótt. Það kom upp sama mál og fyrst þegar ég hætti. Menn voru orðnir leiðir. — Nú er það hins vegar svo, að þegar einn hættir en heil hljómsveit leysist ekki upp, hlýturóánægjan að vera hjá þessum eina sern hættir eða þá i garð hans. Það kom einnig á daginn, að það var áhugaleysi Gunnars .Jökuls sem varð þess valdandi, að hann ákvað að hætta að spila með Trúbroti. — Við komum aldrei til með að spila saman aftur, i það minnsta hef ég mjög takmarkaðan áhuga á þvi. Þetta er ekki lif, sem ég get unað mér við. En að spila t.d. eitt kvöld i viku, það er allt annað. Ég hef nú ákveðið að þiggja boð um að koma i hljómsveitina Mána frá Selfossi. Mánar hafa yfirleitt ekki spilað oftar er, einu sinni i viku og það hentar mér prýðilega.- Ragnar fyrrverandi trommuleikari Mána hafði ákveðið að hætta nokkru áður en Gunnar Jökull ákvað að hætta i Trúbroti, svo brottför hans þaðan á ekkert skilt við skipbrot Trúbrots. Ragnar hefur nú byrjað að spila með hljóm- sveit, sem hlotið hefur heitið BRIMKLÓ 1 henni eru auk Ragnars, þeir Arnar Sigur- björnsson, Sigurjón Sighvatsson, Björgvin Halldórsson og Hannes Jón. En þetta var innskot. Nú þegar Trúbrot virðist standa á timamótum er ekki úr vegi að fræðast aðeins um það, sem liðið er og ef til vill bráðum gleymt. Hvernig var með Mandölu? — Mandala er það siðasta sem við gerðum, sem eitthvað var varið i, þó svo að platan hafi mistekizt að miklu leyti. Löngu áður en við fórum út til þess að taka plötuna upp vorum við búnir að ræða mikið saman um hvað við gætum gert, til þess að hljómsveitin næði betur saman. Við reyndum að láta okkur detta eitthvað i hug, reyndum að finna út hvaða lausn væri heppiiegust. Við ákváðum það i sameiningu, að við skyldum fá einhvern, sem gæti sungið eitthvað til þess að hjálpa okkur á Mandölu. Og við fengum Engilbert Jensen. Siðar kom á daginn, að söngurinn klikkaði alveg á plötunni, en það var ekki Engilbert að kenna. Það var bara eitthvað klikk, sem ég veit ekki hvað var—-. Svo mörg voru þau orð Gunnars Jökuls. Það er greinilegt að Mandala er talin hafa misheppnast. Hins

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.