Vikan


Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 34

Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 34
PFPARSVEINAR yfirgefinn maöur, eins og nú var komiö. Og svo fór vanliðan hans vaxandi, eftir þvi sem vikurnar liöu Hann óskaöi heitast, ab bróöir sinn vildi koma fram við stelpuna af meiri viröuleik en raun var á . Hann hugsaöi meö sjálfum sér: Jafnvel ég hef meira vald yfir henni en hann. Hún spilar aldrei svona meö mig. Æ, Harry..... En þaö versta var, aö Harry var alls ekki hamingjusamur unnusti. Og til hvers þá aö vera unnusti? öll skemmtilega kætin hjá Harry var horfin út I veður og vind. Hann var meö áhyggjusvip, sem aldrei haföi sézt á honum, siöustu fjörutiu árin. Hann var farinn aö byrja setningar meö oröum eins og: — Skyldi nú . . — Heldur þú, Robin . . . .? en hann lauk aldrei viö setn- ingarnar. Hann ' vanrækti thaldsklúbbinn og enda þótt hann léki gclf viö ungfrú Pinsent, flesta daga vikunnar, þá virtist þessi skemmtilega iþrótt hafa glataö öllum töfrum slnum. Þegar hann kom heim, var hann alveg hættur aö skýra frá höggafjölda sinum, eöa tilkynna, aö nú heföi hann sigrað hann Wagg gamla majór, sem var höfuöóvinur hans. Nei, hann kom bara heim og sötraði.teið sitt þegjandi. Robin sárvorkenndi honum. Einu sinni höfðu þau hjónaleysin lent I hörkurifrildi, aö Robin viðstöddum. Þau voru öll aö drekka te i litla, rykuga reyksalnum og ungfrú Pinsent haföi alls óvænt slegið fyrir brjóstið á Harry — það var ein tégund gamansemi hjá henni — og'velt tebollanum um leið. Hann fór aö bölva, sem eins konar uppbót fýrir allan timann, sem hann var búinn að stilla sig. Hún fór aö grenja og þaut út, meö þeim ummælum, aö hún skyldi aldrei koma aftur .... En auðvitaö kom hún samt aftur og það mjög fljótlega. Þau sættust — en Robin fann, fann sér til undrunar, aö hann skamm- aðist sin fyrir þau bæði. - Ég vildi óska, sagði hann við sjálfan sig, aö ég þyrfti aldrei aö sjá hann Harry svona aftur. Ástin fer einkennilega með suma menn. En svo var þaö einn dag siödegis, að Robin Chandler var aö paufast heim I húöarrigningu á leiö I hlýjuna og teiö heima hjá sér. Hann skýldi sér meö heljarstórri regnhlif, svo aö hann leit út eins og gangandi gorkúla. Þá var snert við handleggnum á honum, og er hann leit við, sá hann ungfrú Pinsent, hundvota og niðurdregna, enda var hún regnhlifarlaus. — Ég vissi ekki, að það ætlaði að rigna. Þaö leit svo vel út. Röddin var skjálíandi og hún var aö gráti komin — hún tók hann undir arminn og svo gengu þau áfram saman. Þá varö hann þess allt i einu var, að hún var að tala um Harry, og það var likast þvi, sem hún þarfnaðist hollráða Robins, honum viðvikjandi. Robin fékk ákafan hjartslátt. Trúði hann þvi virkilega, að Harry elskaði hana? . . .Mundi hann verða góður viö hana? . . .Auðvitað þótti henni vænt um hann, en . . .Héldi hann virkilega, að aldursmunur þeirra mundi valda vandræðum, siðar meir? . . .Auðvitað þótti henni vænt um hann . . . Það er óhætt að fullyrða, að þarna var upp runnin mesta örlagastund á langri ævi hr. Robins Chandlers. Þarna réðst freistarinn að honum með offorsi, I allri rigningunni i Aðalstræti. Robin sá alveg greinilega, að nú var honum gefið vaidið til þess aö telja ungfrú Pinsent hughvarf. Hann rifjaði upp fyrir sér um- mæli hennar um aldursmuninn og hörkuna hjá Harry og sá, að þetta tvennt gæti orðið næg ástæða. Á morgun siðdegis yrði Harry Chandler ekki lengur unnustinn hennar ungfrú Pinsent. En svo yppti hann öxlum og þessi hugdetta var samstundis horfin og meðan þau gengu saman yfir Völlinn, var hann farinn með svo miklum ákafa, að hann stóð næstum á öndinni, að sanna henni, að bróðir hans væri hreinasti guð i mannheimum. Það hafði verið ákveðið, aö Harry skyldi dvelja vikutima hjá Pinsentfólkinu I húsi, sem það átti i nokkurra milna fjarlægð frá S. og aö á þeirri viku skyldi brúðkaupsdagurinn ákveöinn. Robin var i órólegu skapi, er hann sá bróöur sinn leggja af stað — þetta var i fyrsta skipti i mörg ár, sem þeir höföu skiliö, svo að það var svo sem nægilega hryggilegt — en um leiö neyddist hann til aö játa, að hann mætti vera feginn aö þurfa ekki að horfa upp á bróöur sinn, eins og hann var á sig kominn — þótt ekki væri nema eina viku. Eiginlega leið honum allvel, þrátt fyrir allt. Frú Rumbold, ráðskonan, kepptist viö aö gera honum allt til hæfis, og stjana kring um hann. Harry haföi alltaf veriö svo greinilega húsbóndinn á heimilinu, að hún hafði eiginlega aldrei sinnt hr. Robin neitt verulega. En nú. Nú fann hún bezt, hve eigingjarn og ónærgætinn hr. Harry haföi veriö, og aldrei skipt sér neitt af honum hr. Robin. Og hvað vildi lika svona kallskröggur með það að fara að gifta sig — og það kornungri Stelpu. Það var næstuœ ósiðlegt. Þessvegna naut nú Robin umhyggju og hverskyns þjónustu, sem hann hafði aldrei áður haft af að segja. Og það ekki hjá frú Rumbold einni, heldur beinlinis hjá allri ‘ borginni, Rorgarbúum hafði alltaf þótt vænt um hann, en svo óframfærinn og hlédrægur hafði hann verið, að þeir létu sér venjulega nægja orð eins og: — Hr. Robin Chandler . . . .Já, hann er allra almennilegasti maöur . . .Það verður enginn mikið var við hann. Það má næstum segja, að enginn þekki hann, en það er ómögulegt annað en kunna vel við hann. En breytingin, sem á varð á þessari viku. 1 fyrstunni ætlaði hann ekki að trúa þvi, að nokkur gæti metið hann sjálfs hans vegna. En nú var það öðru nær. Áður hafði verið sagt: ,,Hr. Chandler, hann bróðir yðar ætlar að gera okkur þá ánægju að borða hjá okkur á fimmtudagskvöldið. Þér vilduð kannski koma lika?” En nú var það: „Æ, komið þér og borðið hjá okkur einhvern tima en látið okkur bara vita með tveggja daga fyrirvara.” I lok vikunnar var hann kominn að þessari niðurstöðu: (1) . Hann kunni bara vel við kvenfólk. (2) . Honum mundi liða fjanda- lega einum, en mundi gera sér það að góðu eftir beztu getu. (3) . Hqnum hafði aldrei dottið i hug, að hann hefði neitt til málanna að leggja. (4) . Honum fannst hann vera orðinn yngri en nokkru sinni. — En það verður nú samt leiöinlegt þegar hann Harry fer aö gifta sig, sagði hann við sjálfan sig. Þá veit ég beinlínis ekki, hvað ég á af mér að gera. Nú rann upp dagurinn þegar von var á Harry.Robin stóð við gluggann, eins og hann hafði gert, þennan ólukkudag þegar honum var sagt frá trúlofuninni. Hann staröi og starði, en þá loks skaut sannleikanum upp i huga hans: 011 þessi fimmtlu og fimm æviár sin hafði hann aldrei lifað jafnskemmtilega viku og þessa siöustu. Hann hafði verið frjáls maður. Hann leit kring um sig, hálfringlaöur. Var hann að svikja Harry? Hvllik, kaldhæði örlaganna að slá úr örvænt- ingunni i annað sem nálgaöist sigurhrós. Hann minntist örvæntingarinnar, sem haföi gripið hann hérna inni, svo nýlega. En nú var hann frjáls maöur. Ekki skugginn af neinum öörum. Nú vár hann sjálfstæöur og gat átt sina hamingju sjálfur. Honum var litið á mynd yfir arninum, vatnslitamynd af gráu 34 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.