Vikan


Vikan - 12.10.1972, Side 38

Vikan - 12.10.1972, Side 38
i AR-EX snyrtivörur / ' { fyrir ofnæma viðkvæma huð ^Fegruna rsérfræóingar aóstoða yóur vió val á réttum snyrtivörum. cHOWS'&4CL s.t crLangholtsvegi 84 Slmi35213 cHoltsapótekshúsinu væri um sjálfsmorð aö ræöa, og lögreglan þá fariö aö hnýsast nánariþetta. Þá hefur hún gripiö til bragðs, sefti átti að veita henni sjálfri öryggi. Ef þessi fingraför væru enn ekki fundin, var að minnsta kosti alltaf hætta á, aö þau fyndust áöur en likið væri jarðað. — Og hún hugsaöi — eins og hver annar kvenmaður — sem svo: Ef sann leiikurinn kæmi i ljós fyrir hennar tilverknað, yrði hún siðust af öllum grunuð. Hún fór þvi strax að hitta Rolsford, vitandi sem var, að ef nokkur fynndi fingraförin, mundi hann gera þaö. Henni hefur sjálfsagt ekki liðið vel, þegar hún sá, að þetta var allt til óþarfa gert, og að andlát stúlkunnar heföi orðið úrskurðað sjálfsmorð, ef hún aðeins hefði látið allt afskipta- laust. bað liggur við, að ég geti vorkennt henni þennan klaufaskap. — Þér eruð sýnilega sann- færður um sekt ungfrú Carroll, sagði Priestley. Ég skal vitanlega ekki beinlinis bera á móti þvi, en þó kysi ég heldur að halda mér heldur hlutlausari, rétt i bili. Hvað haldið þér svo, að hún hafi gert, eftir að morðið var framið? — Ég held, að hún hafi farið þangað sem billinn var falinn, ekið til London og tekið með sér handtösku ungfrú Bartlett, sem sennilega eitthvað dýrmætt hefur veriö i. Ef gert er ráð fyrir hálftima töf I húsinu og tveim timum til heimferðarinnar og stundarfjórðung til að losa sig við bflinn, ætti hún að hafa komizt heim til sin um klukkan hálftvö. Og að þvi ætla ég að halda mér, þangað til einhver finnst sem hefur séð hana koma heim. 20. kafli Þegar Hanslet skildi við dr. Priestley, gat honum ekki annað en gramizt, að hann skyldi hafa lofað Everley að koma til Waldhurst, daginn eftir. Nú, þegar hann var búinn að skýra öðrum manni frá grunsemdum sinum á ungfrú’Carroll, voru þaár sterkari en nokkru sinni áður. Og þá átti hann að vera kyrr I höfuð- borginni og rannsaka betur ferðir hennar þessa nótt, I stað þess að fara að flækjast upp I sveit og reyna að finna spor, sem lögreglunni þar haföi sézt yfir. En morguninn eftir hafði hann fundið milliveg. Hann kom snemma I skrifstofu sina og kallaði á Jarrold. — Ég ætla til Waldhurst, sagði hann, — og verð ekki kominn aftur fyrr en i kvöld. Eg ætla að biðja yður að halda áfram að tala við þetta fólk, sem er á listanum. Það er meir en hugsanlegt, að einhver viti meira um ferðir ungfrú Bartlett. Og svo ættuð þér að gera athuganií I nágrenni Belmont Street. Við værum heppnir, ef einhver gæti sagt okkur, hvenær ungfrú Carroll kom heim þessa nótt, og það er alltaf vert að reyna það. En i öllu falli verð ég kominn aftur I kvöld, og þá skuluð þér segja mér, hvers þér hafiö orðið vlsari. Að svo mæltu flýtti Hanslet sér á járnbrautarstöðina og segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kom til Waldhurst. Everley var ósegjanlegá feginn að sjá hann. Hanslet haföi af langri reynslu óttazt afbrýðissemi lögreglunnar á staönum gagnvart Scotland Yard, en hér var ekki þvl til að dreifa. — Ég er feginn, að þp komst, Hanslet, sagði Everley innilega. — Þú kannt aö geta hjálpað mér að fiiyia út, hvernig á þvi getur staðið, að enginn hefur séð neitt til ferða morðingjans eða stúlkunnar, kvöldið sem morðið var framið. Að vlsu held ég helzt, að þau hafi komiö saman I húsið, en sé það ekki rétt, er eftir að finna, hvernig hún komst þangað og hvernig hann komst þangað, og svo burt aftur, aö morðinu loknu. — Ég held ekki, að þau hafi komið saman, sagði Hanslet. — Eins og ég sagði þér I slmanum I gær, höfum við fengið greinar- gerö um ferðir ungfrú Bartlett, allt til klukkan átta. Það er bezt að ég segi þér það I öllum smá- atriðum. — Ég býst nú við, að þú sért á sama máli og ég um ferðir hennar eftir að hún fór úr matsöíuhúsinu, sagði hann, eftir að hafa sagt Everley alla sögupa. — Hún hlýtur að hafa farið til Liverpool- stöövarinnar og tekið þar lestina, sem kemur hingað kl. 9.32. Það virðist vera augljóst, ekki sizt þar sem hún talaði sjálf um lestina, sem hún þyrfti að ná . — Það lltur að minnsta kosti svo út, sagði Everley tortrygginn. — Þó eru mennirnir á stöðinni reiðubúnir að sverja, að þeir hafi alls ekki séð hana þennan dag. En þegar um svona sérstaka lest er að ræða, er hugsanlegt, að við getum hjálpað minninu þeirra eitthvað.Þaö er alltaf reynandi Ættum við að skreppa snöggvast á stöðina? Hanslet samþykkti það og þeir gengu þangað og hittu stöðvar- stjórann. Hann hristi höfuðið og aftók það, að ungfrú Bartlett hefði komiðþangaðkl. 9.32. — Ég er reiðubúinn að sverja, að hún kom ekki, sagði hann. — Það hafa fráleitt verið nema svo sem tuttugu farþegar, þetta kvöld, og það vill svo til, að ég var staddur rétt hjá manninum, sem tekur farmiöana, og þarna var ekki einn farþegi, sem ég þekkti ekki, að minnsta kosti i sjón. — Hefði ungfrú Bartlett getað sloppiö óséð út úr lestinni á þeim tlma? spurði Hanslet. — Það er bágt að segja. Sporið liggurþarna á flatlendi, gegn um skóg, rétt hér hjá, svo að merkið, sem ég nefndi, sést ekki héðan. En ef þið viljið ganga með mér spölkorn eftir sporinu, get ég sýnt ykkur staðinn. Þeir tóku þessu boði fegins hendi og gengu síðan út á sporið, en stöðvarstjórinn á undan. Þegar út kom af stöðinni I Waldhurst, var krappur hlykkur á brautinni, sem endaði I skóginum. Mitt i skóginum var merkisstólpinn. — Já, þetta er einkennilegt, sagbi Everley. — En þessi lest stanzar einu sinni á leiðinni frá London, er ekki svo? — Jú, I Badgerbrook, og svo ekki fyrr en hér. En . . . það er satt: hún stanzaöi annarsstaðar, einmitt þetta kvöld . . . það var merkilegt, að ég skyldi ekki muna eftir þvl. — Hvar var það? — Svo sem þrjá milufjórðunga héðan, rétt hjá merkinu, sem fjarst er. Vörulestin frá London var ofurlitið of sein, svo að það urðu tveir vagnar eftir á sporinu hingað frá London, þegar lestin átti að koma. En hún hefur ekki tafizt meira en tvær mlnútur, I mesta lagi. — Hér hefur lestin stanzað, sagði stöövarstjórinn, þegar þeir komu að stólpanum. — Ég vil ekki fullyröa, að stúlkart hafi ekki getað sloppið út, án þess að nokkur sæihana, þvi að vörðurinn hefur auðvitað horft út um gluggann þeim megin, sem stólpinn er, og hafi hún farið út hinumegin, hefur hann ekki séð hana. En auðvitað hefði hún orðið ab fela sig fyrir hinum far- þegunum, hefði hún haft þetta I huga. — Sólarlagið var kl. 9.13, eftir sumartima, þannan dag, sagði Hanslet. Ég hef séð það I almanakinu. Þessvegna hefur Iestin stanzað hérna stundar- fjórðungi eftir sólarlag. Það er að segja, að hún hefur haldið áætlun. — Hún var um það bil fimm mlnútum of sein, svaraði stöðvar- stjórinn, — og það var að mestu þvi að kenna, að hún varð að biða vegna merkisins. — Þetta var bjart kvöld, sagði Everley. — Að minnsta kosti var fólk við heyvinnu fram til klukkan tíu. — Já, úti á bersvæöi hefur verið nógu bjart, sagði Hanslet, — en hér á milli trjánna er talsvert dimmara , , , , Mér finnst viö ekki geta gengið fram hjá þessum mögulteika, að ungfrú Bartlett hafi farið út úr lestinni hér. Og við gætum meira að segja rann- sakað það nánar. Ef hún hefur 38 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.