Vikan


Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 40

Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 40
) RAFMAGNS- MIÐSTÖÐVARKETILL ELDAVÉLASETT Við Oðinstorg, sími 10322 - Hafnarfirði, sími 50022 Sendum gegn póstkröfu - Greiðsluskilmálar Hann kom til Liverpool- stöðvarinnar og hafði þar tal af starfsmönnunum, viðvikjandi farmiðunum. Hann gaf þeim ná- kvæma lýsingu á ungfrú Bartlett, og bað þá komast eftir, hvort hún mundi hafa farið meö lestinni kl. 8.25, þann tiunda. og innan stundar kom Jarrold þangað til hans. — Ég hef hér tvö smáatriði, sem yður gæti þótt gott að heyra, sagði hann. — I fyrsta lagi er ég kominn gegn um allan listann, eða því sem næst. Ég komst að þvi, að ýmsir þeirra, sem þar eru skráöir, hafa verið heima hjá Rawlinson þennan dag, en þeir eru ekki llklegir til aö vita neitt frekar. En af hinum hitti ég engan, sem hafði séð ungfrú Bartlett þennan dag, né næstu undan. En mér er sagt, aö hún hafi verið i næturklúbb, þar sem hún virðist alli'el þekkt, að kvöldi þess þriðja. — Daginn, sem hún kom heim frá Waldhurst? Þaðerlitið gagn i þvi. — Að visu. En mér er sagt, að þá hafi hún veriö í alveg sér- staklega góðu skapi og ekki talað um annað en allt það, sem hún ætlaði að gera þegar hún væri orðín rfk. Hún sagöist nú loksins vera búin aö finna aðferð til aö græða peninga, og það mundi ekki aðeins koma sjálfri henni að gagni, heldur lika nokkrum vinum hennar. En ekkert vildi hún tala um, hver þessi aðferð væri. — Jæja, þetta er að visu eftir- tektarvert á sinn hátt. Það virðist styðja þá kenningu, að hún hafi verið þátttakandi I einhverju fyrirtæki. Og ég þori að veöja, að bæði Vilmaes og ungfrú Carroll hafi verið með I þvi. Var það nokkuð fleira, Jarrold? Ég fór og talaði viö þessa tvo skransala, sem ungfrú Carroll benti okkur á. Þeir þekktu báðir ungfrú Bartlett, en höfðu ekki séð hana um nokkurt skeið. Annar þeirra sagðist óska, að hann gæti verið í félagi við hana, af þvi að hún virtist hafa einhverja undur- samlega gáfu til að kaupa verðmæta muni fyrir sama sem ekkert. — Hann hefði átt að segja okkur frá bögglinum, sem hún hirti, tautaði Hanslet. — En áfram með söguna. — Ég veit nú ekki fleira um ungfrú Bartlett. Þaö siðasta, sem ég gerði, var að fara til Chelsea og hitta menn I B-deildinni. Ég fann lögregluþjóninn, sem var á verði í Belmont Street þessa nótt. Hann kannaöist vel viö nr.. 14 og hafði oft tekið eftir þvl, aö bilar staðnæmdust þar, seint á nóttu og snemma morguns. Þetta sýndist vera eina húsið þarna I götunni, þar sem fólk virtist vera svo lengi á fótum að jafnaði. En hann sá engan bil stanza þar þessa nótt eftir miðnætti. Aftur á móti sagöi hann mér, að þegar hann fór þarna fyrir hornið um klukkan tvö þá um morguninn, þann ellefta, sá hann konu á gang- stéttinni langt i burtu og hún sneri inn I eitt húsið. Hann er nokkurn veginn viss um, að það hafi verið húsið nr. 14, af þvi að það var hægra megin i götunni, og þegar hann kom þar að seinna, sá hann, að nr. 14 var eina húsið þar sem ljós var I glugga. — Þetta er ágætt, Jarrold, sagði Hanslet. — Náttúrlega væri þessi vitnisburöur mannsins ekki mikils virði fyrir rétti, en hann er nógu góöur handa mér sem ástæöa til aö hafa tal af þessari fálátu ungfrú Carroll. 21. kafli. Eftir aö Hanslet var farinn frá Priestley um kvöldið, sat húsbóndinn lengi, þögull og hugsi. Harold, sem var farinn að þekkja hin ýmsu svipbrigði húsbónda sins, sá, að nú var hann I þungum þönkum yfir þvi sem Hanslet hafði sagt honum, og auk þess ekki sem ánægöastur með niðurstööur Hanslets. Fyrstu orðin, sem hann sagði, sönnuðu þetta: — Auðvitað getur verið að ungfrú Carroll sé morðinginn, sagði hann, og þessi kenning Hansiets getur ef til vill til sanns verar færzt. En hrædd- ur er ég um, að erfitt reynist aö koma fram með sannanir gegn henni. Þetta morð er mjög vandlega undirbúið, og nátt- 'úrlega mætti finna likur, sem mundu sannfæra hvern meöalmann, en þær mundu bara ekki sannfæra neinn kviödóm, sem auk þess sakfellir ekki kvenmann fyrir gott orð. Auövitað stendur mér hjar- tanlega á sama um sektardóminn sjálfan, en málið er eftirtektar- vert sem glæpamál og mér þætti gaman að leysa gátuna — bara sjálfum mér til skemmtunar. Harold brosti, svo að Htið bar á. Hann vissi vel, aö húsbóndi hans mundi ekki hætta fyrr en gáían væri leyst, en hitt var hugsanlegt, að enda þótt hann leysti hana, mundi hann þegja yfir ráðningu hennar. — Ef til vill veröur Hanslet fulltrúi einhvers visari, þegar hann heldur áfram rann- sóknunum, sagði hann. — Já, þaö er vist ekki vert aö 40 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.