Vikan


Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 41

Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 41
segja meira en „ef til vill”, svaraði Priestley. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, aB hann sé það sem kallað er að fara aftan að siðunum. Hann er allur I þvi, sem skeði sjálfan morödaginn, en hirðir ekkert um hitt, sem leiddi af sér morðið. Til dæmis þóttist hann sannfærður um eitthvert samsæri milli ungfrú Bartlett og ' Vilmaes. Ekki einusinni þetta er sannað, enda þótt flest bendi til þess, að þetta samsæri hafi verið staðreynd. Svo ályktar hann — og þar virðist mér hann hafa minna fyrir sér — að ungfrú Carroll hafi verið með í samsærinu. En þrátt fyrir það hefur hann ekki látiö sér detta ihug að rannsaka, um hvað þetta samsæri snerist og hefur það þó — hafi það raunverulega verið til — verið drjúgur þáttur i morðinu. — Ég get ekki séð, hvað hann gat gert, vogaði Harold sér að segja. — Vilmáes og ungfrú Bartlett voru bæði dáin og óliklegt, að mikið sé upp úr umsögn ungfrú Carroll aö hafa. — Þaö er ekki nema alveg rétt, en engu aö siöur ætti það ekki'að vera óvinnandi vegur að komast eftir þvi, hvers eðlis. þetta samsæri þeirra hefur verið. Ég held okkur sé óhætt aö ganga út frá þvl, að það hafi fyrst komizt á döfina meöan ungfrú Bartlett dvaldi I Quarley Hall, og þar eigi að leita að aðdragandanum að þvi. Og ég efast ekki um, aö ef maður talaöi við allt þjónustu- fólkið þar, mætti skeyta þær upplýsingar saman og finna eitt- hvað út úr þeim. — Já, en þessar upplýsingar eru þegar fengnar, þvl aö Everley er búinn að fara þangað oftar en einu sinni. — Já, en ekki til að spyrja þar á þessum grundvelli, og hefur auk þess ekki beitt sér sérlega mikiö, eins og skiljanlegt er. Hann virðist bera einhverja sérstaka lotningu fyrir Partington og ég- minnist þess ekki, aö hann hafi einusinni talað við ungfrú Par- tington. Og þó hljóta að vera ýms atvik I sambandi við dvöl ungfrú Bartlett þar á heimilinu, sem einhver hlýtur að vita. Ég er ekki að gefa I skyn, að þessi atvik séu beinllnis viðkomandi málinu, sem um er aö ræða, en öll samantekin gætu þau þar fyrir gert talsvert gagn. — Kannski þér vilduö benda Hanslet á þetta, sagöi Harold. En hann komst ekki lengra, þvi aö húsbóndi hans tók fram I fyrir honum. — Nei það held ég ekki væri ráðlegt, sagöi hann. — Lögreglumaöur, hversu duglegur sem hann er, hefur alltaf baga af þvl að vera lögreglumaður þegar við er að eiga fólk eins og Par- tington og systur hans. Hann getur I rauninni ekki annað gert en spyrja. Hann getur ekki setzt á bekk meö svona fólki og tekið þátt I kjörum þess, eins og jaf- ningi. Og jafnvel þó að Hanslet og Everley gætu það, mundi þeim finnast þetta tóm tlmaeyðsla, og kannski með réttu. Þeirra verk er að finna spor, sem gætu orðiö rakin til morðingjans. En mitt áhugamál er að leysa gátuna með öllum hennar skúmaskotum og útúrkrókum. ' Tókuö þér eftir heimilisfangi Partingtons I London? Þessi spurning kom svo snöggt, að Harold hrökk við. Hann leitaöi I skránni og sagði sfðan: — Queen Anne Street 147, London W.al. En dr. Priestley var ekki að hlusta. Hann tók papplrsblað og fór að skrifa með ill-læsilegri rithönd. Orðsendingin, sem hann skrifaöi, var sýnilega stutt og gagnorö. Hann braut saman blaðið og stakk þvl I umslag. Þá fyrst leit hann upp aftur. — Hvar sögðuð þér, að þetta heimilisfang væri? Harold endurtók það og húsbóndi hans lauk við utaná- skriftina. Ég þyrfti að biðja yður að afhenda þettá sjálfur, sagði hann. — Mér er sagt, aö Par- tington verði þarna við á morgun. Við höfum mikið að gera i fyrra- máliö, en eftir hádegið ætla ég að biðja yður að afhenda Par- tington bréfið I eigin hönd. "Þannig atvikaöist það, aö um klukkan hálfþrjú næsta dag, kom Harold I Queen Anne Street nr. 147. Þetta var stórt og tignarlegt hús, eins og flést önnur þar I kring. Harold nringdi bjöllunni og brátt voru dyrnar opnaðar og roskinn, tlgulegur maöur stóð I dyrunum og virtist helzt hafa farið I svarta, þrönga frakkann I mesta snatri. Hann hneigði sig samt viröulega og hélt hurðinni opinni, svo aö gesturinn gæti gengið inn. — Ég er með orösendingu til hr. Partingtons, sagöi Harold. — Gæti ég fengið aö tala við hann, rétt sem snöggvast? — Því miður ekki I bili, svaraði maðurinn. — Hr. Partington fór úr borginni klukkan ellefu, en ef skilaboðin eru mjög árlðandi, gætuð þér komiö þeim til hans til Quarley Hall, Essex. Ég skal gefa yður simanúmerið, ef þér viljið. — Nei, svo áriðandi er það ekki, sagði Harold vingjarnlega. — Svo að hr. Partington fór héöan klukkan ellefu? Þá var leiðinlegt, að ég skyldi ekki hafa vit á þvi aö koma hingað I morgun. — Já, eða slðdegis I gær. Hann kom um miöjan dag I gær og var hér I nótt. Harold notaði tækifærið lil aö llta I kring um sig þarna inni, en sá ekkert öðruvisi en búast mátti við I húsum af llkri tegund og aldri. Margar þunglamalegar hurðir lágu þarna út frá for- salnum, sem var rúmgóður og með frekar klunnalegum húsgögnum, en innst I honum var fallega útskorinn stigi, sem lá upp á næstu hæð. En hann sá aö minnsta kosti, aö allur svipur hússins bar vott um auöæfi og smekk. — Jæja, þetta nær þá ekki lengra, sagði hann og sýndi á sér ferðasniö. — Quarley Hall, Essex, sögðuð þér? Svo að það er þá hægt að skrifa honum þangaö? .Maöurinn fullvissaöi hann um, að bréf, sem þang^ð væru árituð mundu komast til skila, og Harold flýtti sér heim til húsbónda sins. Priestley tók því rólega, að Haroldhafði ekki hitt Partington sjálfan. Hann spurði nokkurra spurninga um húsið og virtist ánægður er Harold hafði lýst þvi, eftir föngum. — Það var leiðinlegt, að þér skylduö ekki vera dálltið fyrr á feröinni og ná i hann. Ekki þannig að skilja, að þaðhafi neina þýðingu. Fáið mér brófið, og ég ætla að láta það i annaö umslað. Dr.Priestley skrifaði nú utan á bréfið til Quarley Hall og fékk Harold það til að setja I póst, Þeir töluðu svo ekki meira um bréfið og ekki kom Hanslet heldur þann dag né hinn næsta. Priestley virtist alveg hafa gleymt Bartlettmálinu, enda þótt Harold vissi, að hann mundi ekki þúrfa mikið til að muna það aftur, ef svo bæri undir. En annan morguninn eftir sendiför Harolds, kom bréf til húsbónda hans með Quarley póst- stimpli. Priestley opnaði það meö ákafa, sem hann átti bágt með að dylja, las það og rétti það slðan að Haróld. — Það litur út fyrir, að hr. Partington langi eins mikið til að kynnast mér og mig honum, sagði hann, ánægður. Harold las bréfið: „Kæri dr. Priestley, Mér er það alveg sérstök ánægja. að jafnfrægur visindamaður og þér eruð, skuli sýna áhuga á tilraunum þeim, er ég hef mc-ð höndum. Auðvitað þekki ég til rita yðar, þvi aö það hljóta allir sem við vlsindi fást, að gera. Ég er á sama máli og þér um það. að menn eigi ekki að varpa fram byltingarkenndum kenningum. án þess að liafa staöreyndir til að byggja þær á. Hvað minar tilraunir snertir, eru þær enn á byrjunarstigi, er ég hræddur um, og þvi vil ég ekki byggja neina kenningu á þeim árangri, sem hingað til hefur oröið. Og það er kannski óþarfa bjartsýni, ef ég held, að þessi árangur sé merkilegur. Ég vil ekki stinga uppá því, að þér farið aö leggja á yöur ferð til Quarley Hall, en ef þér getið komið og dvalið nokkra daga hjá mér, yrði mér ósegjanleg ánægja að sýna yður það, sem ég er aö gera tilraunir með. YBar einlægur, Charles Partington.” KLIPPIÐ HÉR Pöntunarseðill Oí NLU X Q Q. Q. ■ i V I Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, í þvf númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með f ávísun/póstávfsun /frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). ........ Nr. 69 (8320) Staerðlrt á að vera nr.......... Vikan - Simplicity i A i— "X3 O X m% 70 Nafn Heimili KIIPPIÐ HÉR 41. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.