Vikan


Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 44

Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 44
Músmðeðiir! Munið veizlubrauðið okkar í fermingarveizluna Pantið tímanlega í síma 18680 og 16513 Eranðbor Njálsgötu 112 Verðlag hefur þrefaldast á tíu árum Meginvandi íslenzks efnahagslifs á undan- farandi áratugum hefur veriö hin öra verö- bólguþróun. Sl. 10 ár hefur vísitala fram- færslukostnaöar tæplega þrefaldazt og vísitala byggingarkostnaöar er nú þremur og hálfum sinnum hærri en fyrir 10 árum siöan. Sannvirðistrygging er [orsenda fulira bóta Ef til vill gera ekki allir sér grein fyrir, aö sannviróistrygging er forsenda fullra tjón- bóta, þvi séu eignir eigi tryggöar á fullu verói, þá veróur að líta svo á, aó trygging- artaki sé sjálfur vátryggjandi aó þvi.sem á vantar fullt verö og ber því sjálfur tjón sitt aó þeim hluta'. Hækkun trygginga samkvæmt vísitölu Samvinnutryggingar hafa nú ákveóió aö taka upp vísitöluákvæói i skilmála innbús- trygðinga og lausafjártrygginga, þannig aó upphæöir hækki árlega meö hliösjón af visitölu framfærslukostnaöar og byggingar- kostnaói. Til þess aó þessi ákvæói komi aö fullum notum er mjög árióandi, aó allar tryggingarupphæóir séu nú þegar leiöréttar og ákveónar eftir raunverulegu verómæti þess, sem tryggt. er. SAMVirVNUTRYGGINGAR ARMÚLA 3 - SiMI 38500 21. marz- 20. apríl Nú gildir það fyrir þig að sýna hvað þú getur. Ef vel tekst til, þá er mjög líklegt að mikil breyting verði á hög- um þínum á næstunni — og auðvitað er hún til hins betra. Það er góðra gjalda vert að vera sjálfstæð- ur. En sjálfstæði manns verður að hvíla á einhverjum föstum grunni. Þú nærð tak- marki þínu, þótt þú mundir fara þér hægar en hingað til. Stutt ferðalag kemur þér skemmtilega á óvart. Þú ferð í það með hálfum huga og býst ekki við miklu, en þetta verður þér hin bezta skemmtun og upplyfting. Leggðu meiri rækt við vini þína. Krabba- merkið 22. júní— 23. júlí Einhver þér mjög ná- kominn gerist hrein- skilinn við þig og seg- ir þér lesti þína jafnt sem kosti. Þú verður skelfingu lostinn yfir þessu. En síðar verð- urðu feginn að fá að vita þetta. Ljóns- merkið 24. júlí- 24. ágúst Skipulag hefur aldrei verið þín sterkasta hlið. En þú ættir nú að gera vandlega áætl- un varðandi mikilvægt mál. Það ætti að geta gengið prýðilega, ef þú undirbýrð það nógu vel. Meyjar- merkið 24. ágúst— 23. sept. i Einhver reynir að lauma eitri í gleðibik- ar þinn, en það stafar eingöngu af öfund. Varaðu þig á að taka ekki slíkt alvarlega. Velgengnin getur ver- ið jafnvel enn erfiðari en mótlætið. Vogar- merkið 24. sept,— 23. okt. Allt gengur sinn vana gang og ekkert sérstakt ber til tíðinda. Þú ert í góðu jafnvægi, enda ekkert sem rask- ar ró þinni. Reyndu að skemmta fjölskyldunni vel í vikulokin. Dreka- merkið 24. okt,- 22. nóv. Einhver leitar ráða og hjálpar hjá þér. Sýndu honum skilning og umfram allt velvild. Umrædd persóna er miklu viðkvæmari en hún sýnist — svo að þú skalt fara varlega. En hún á það skilið að þú liðsinnir henni. Bogmanns- merkið 23. nóv.— 21. des. Þú hefur mikla þörf fyrir tilbreytingu og nýjungar. Samkvæmi sem þú ferð í hefur mikilvægar afleiðingar ( för með sér fyrir framtíð þína. Segðu meiningu þína um- búðalaust í ákveðnu máli. Stein- geitar- merkið 22. des.— 20. jan. Þú hefur ekki gætt heilsu þinnar sem skyldi að undanförnu. Þú þarft að gæta þess að borða reglulega og sofa vel. Þá leysast vandamálin miklu auðveldlegar en ella. Vatnsbera- merkið 21. jan.— 19. feb. Það eru til lausnir á öllum málum — aðeins misjafnlega góðar. Þú ert of harður á rétti þínum í ákveðnu máli. Ávinningurinn, sem þú hlýtur, er ekki virði þeirrar hörðu baráttu, sem þú ert byrjaður að heyja. Láttu undan. Fiska- merkið 20. feb. 20. marz Gleymdu ekki að gera jafn miklar kröfur til sjálfs þín og þú gerir til annarra. Þessi vika ætti að geta orðið nokkuð hagstæð í pen- ingamálunum. Mið- vikudagurinn verður beztur í þeim efnum. 44 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.