Vikan

Eksemplar

Vikan - 22.02.1973, Side 7

Vikan - 22.02.1973, Side 7
reyndar aðeins einn af mörg- um elskhugum, sem hún hafði átt fram að þessu, en hún bar allt aðrar tilfinningar til unga klæðskerans en hinna ungu mannanna í þorpinu. Þau urðu ástfangin. Og Wani lofaði henni að hann skyldi, einn góðan veðurdag, fara til föður henn- ar til að fala hana fyrir konu. En hann var fátækur, átti alls ekki þá upphæð fjár, sem hann þyrfti að greiða fyrir svona unga og- laglega konu. Sex þús- und krónur var ábyggilega lágmarksupphæð sem Koya vildi fá fyrir dóttur sína. Koya var líka þekktur fyrir að vera nízkur og gráðugur í fé, svo það var ekki að vita að hann gerði sér þá upphæð að góðu. — Ég fer í burtu til að vinna mér inn þessa peninga, hafði Wani sagt. — Eg ætla að fá. mér vinnu á Firestone gúmmí- plantekrunni við ströndina og áður en ég kem heim þá ætla ég að hafa peningana hand- bæra, svo ég géti gengið á fund föður þíns. Wani fór í burtu, nokkru eft- ir að hann hafði sagt þetta. Nú var liðin heil eilifð síðan hann fór, að minnsta kosti hálft ár Koya, faðir Zuniu, sem hugsaði um það eitt að fá nógu mikla peninga fyrir dóttur sina. og hún hafði ekki fengið nokk- urt lífsmark frá honum. Kann- ski hann komi aldrei aftur til þorpsins, hugsaði Zunia og þurrkaði af sér tárin. — Ef til vill er hann búinn að gleyma mér. Það getur líka vel verið að hann kunni betur við sig í borginni — í höfuðborginni Moraviu. Zunia vissi líka mætavel að það skipti svo sem ekki máli, faðir hennar myndi aldrei taka hann gildan sem tengdason, jafnvel þótt hann stæði nú þarna, með peningana í hönd- unum. Það var of seint nú, hún var lofuð gamla manninum. Bobo hafði heimsótt föður hennar, rétt eftir að Wani fór. Höfðinginn kom hlaðinn gjöf- um, til þess að koma sér í mjúk- inn hjá Koyo, fá hann á sitt band. Síðan hafði hann komið reglulega í heimsókn og alltaf hlaðinn gjöfum. Koya var mjög hreykinn yfir þeirri athygli, sem þessi mikli höfðingi sýndi honum og hann naut þess að sýna nágrönnunum gjafirnar. Hann fór að þrá þann dag, sem Bobo kæmi sér að efninu og falaði hönd dóttur hans. — Og Framhald á bls. 49. Wani var einn af mörgum elskhugum Zuniu og sá sem hún unni mest. Nokkrar af eiginkonum Bobos, sem allar óttu sinn þátt i þvi að gera Hann var maSurinn sem hún vildi giftast. hann aS auðugum manni. 8. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.