Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.05.1973, Side 9

Vikan - 03.05.1973, Side 9
Þegar hann tók völdin í sín- ar hendur fyrsta september 1969, höfðu Bandaríkjamenn og Bretar herstöðvar í landinu, sem þeir höfðu fengið með samningum við konung þann er Gaddafi steypti úr hásæti, Idris að nafni, afgamlan og miðaldalegan bedúínahöfðingja. Helzt þeirra bækistöðva var svokallaður Wheelus-flugvöllur, þar sem tíu þúsund manna lið var staðsett. En ekki hafði Gaddafi nema skamma hríð setið að völdum er hann skip- aði stórveldunum tveimur að verða á brott úr landinu með alla sína hermenn og hafur- task án tafar, og sáu þau sér þann kost vænstan að hlýða því boði. 1970 varð hann fyrstur ríkis- leiðtoga olíuframleiðsluland- anna til að krefjast hærri prísa af olíuhringunum, og fleiri fylgdu skjótt þar á eftir. Þar á ofan þjóðnýtti hann eignir British Petroleum í landinu. Sumarið 1970 rak hann fyrir- varalaust úr landi tuttugu og fimm þúsuhd ítali. er þar höfðu verið búsettir og höfðu libískan borgararétt. Kaþólsk- um kirkjum þeirra breytti hann í moskur. Það þótti mörg- um harkalegar aðfarir, sem þær og líka voru, en í því sam- bandi sakar ekki að hafa i huga þá meðferð, sem Líbíu- menn sættu af hálfu ítala á fyrri hluta aldarinnar, meðan ítalir voru að brjóta landið undir sig. Þegar Númeiri forseti Súd- ans var í fallhættu 1971 af völdum stjórnarbyltinr>artil- raunar af hálfu kommúnista. sendi Gaddafi orrustuflugvélar í veg fyrir flugvél nokkra er var á leiðinni yfir land hans i ferð sinni frá Lundúnum til í þessu fátæklega tjaldi fæddist Gaddafi árið 1942. Og þarna býr faðir hans enn. Þegar mikinn vanda ber að höndum fer Gaddafi þangað til að ráðgast í kyrrð eyði- merkurinnar við karl föður sinn og Alla. Þegar alþjóðlegar ráð- stefnur eru haldnar, læt- ur Gaddafi hafa vopnað- an vörð um fundar- herbergið. 18. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.