Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.05.1973, Side 29

Vikan - 03.05.1973, Side 29
,,l>að er skrýtið hverjir geta verið bræður manns,” segir Rúna við bróður sinn. sem Sigurður Karlsson leikur. ,,Þú sæla heimsins svala lind.” Jón Slgurbjörnsson sem Manni og Arnar jónsson sem Pétur. — Hver heldurðu að ástæðan sé? — Kannske er ástæðan sú að erfiðara er að koma leikriti á framfæri en til dæmis ljóða- bók eða skaldsögu. Skáldsaga eða ljóðabók geta unnið á með timanum. Leikrit annað hvort stendur eða fellur. Og þegar það fellur, er fall þess mikið. bær stofnanir, sem standa fyrir þvi að sýna leikrit, þurfa að fá eitthvað fyrir sinn snúð og taka þess vegna siður það, sem þær eru hræddar um að falli. — Hvers vegna valdirðu þá leikritsformið til þess að koma hugmyndunum i Pétri og Rúnu á framfæri? — Er ekki spurningin aðallega um það að fullnægja persónulegum þörfum við skriftir og velja þvi form, sem leitar á hugann? Þá skiftir ekki máli hvað gengur bezt og hvað er auðveldast að koma á framfæri, heldur hvað er auðvejdast að nota til þess að koma þvi frá sér, sem maður ætlar að segja. — Nú hef ég orðið þess var að fólk á ákaf- lega bágt með að trúa þvi að islenzk leikrit geti verið góð. Heldurðu að forráðamenn leikhúsanna séu kannske svo blindir, að þeir hafi einhvern snefil af þessari skoðun? — bað vil ég ekki segja, en það má kannske segja að þeim sé vorkunn, þvi að sann- leikurinn er sá að það hafa verið skrifuð ákaflega fá góð islenzk leikrit á siðastliðnum árum. Og það er engin afsökun fyrir lélegt leikrit, að það sé skrifað af íslendingi. Hitt er rétt að ákveðin vantrú er meðal almennings á islenzkum leikritum og kannske hefur þeim ekki verið tekið nógu skynsamlega. — Leikrit þitt, Pétur og Rúna, varð ofan á i leikritasamkeppni sem Leikfélag Reykjavikur stóð fyrir. Heldurðu að það geti ekki verið að einhvdrjir efnilegir höfundar hafi áttþarna leikrit, sem ekki vöktu athygli, og missi kannske móðinn vegna þess? — Ég vona satt að segja að það hafi verið svo efnilegir höfundar, sem áttu leikrit i þessari keppni, að þeir hafi ekki misst móðinn, þvi að ekki hefði ég á móti þvi að fleiri skrifuðu leikrit. En ég vona lika leikhússlifsins vegna, að forráðamenn Leik- félagsins hafi séð hvaða veigur var i leik- ritunum, sem þarna voru. — Er ekki öll keppni óholl i sjálfri sér og þá lika leikritasamkeppni? ltúna : „Það hlýtur að vera dálitið gaman að vera sól og gera ekkert annað en skina á allt scm er til.” — Við lifum i þessari „samkeppnis- menningu” og hún drepur ýmsa mannlega þætti undir sig. Hvað varðar leikrita- samkeppni, þá er hún kannske tiltölulega saklaus. Ekki má gleyma þvi að hún getur skilað af sér góðum verkum, nokkuð sem flest önnur samkeppni gerir ekki. — Hefur þér aldrei komið til hugar að sinna ritstörfunum eingöngu. — Það hefur aldrei hvarflað að mér i alvöru að ég gæti það, þótt ég vilji, vegna þess að ég veit að það er ekki hægt. Ég hef hagað þvi þannig til, að ég hef komið mér fyrir i kennslu þar sem er stuttur skólatimi, til þess að hafa tima til að skrifa. Það er auð- vitað engan veginn nógu gott, en á maður raunverulega kost á öðru? Ég efast um það. Og staðreyndin er nú sú, hvað sem lfður kjörum rithöfunda, sem menn eru nú búnir að úttala sig um af svo innblásinni sann- færingu að þar er ekki hægt að bæta við, þá skrifa menn hvort sem þeir hafa efni á þvi eða ekki, ef þeir á annað borð hafa þá þörf. Framhald á bls. 31 18. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.