Vikan

Tölublað

Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 22
ÓSKAVIÐTAL ÞORBJARNAR SIGURGEIRSSONAR PRÓFESSORS VIÐ SVEIN EIRIKSSON SLÖKKVILIÐSSTJÓRA Á ’KEFLAVI KURFLUGVELLI. Næstum daglega færa fjöl- miölar okkur fréttir af hræöileg- um flugslysum. Oft veröa þau aö vfsu fjarri flugvöllum og öörum flugmannvirkjum, en fróöir menn fullyröa þó, aömesthætta sé á, aö flugvélum h'akkist á i flugtaki eöa lendingu. í Keflavik er alþjóöaflugvöllur og slökkviliöiö þar hefur hvaö eftir annaö fengiö viöurkenningu Bandarfkjamanna I árlegri samkeppni, sem þeir efna til milli slökkviliöa á her- stöövaflugvöllum sfnum. Mikill fjöldi Islendinga fer á ári hverju um Keflavikurflugvöll á leiö sinni út I heiminn. Allt þetta fólk nýtur góös af starfi þessa einvalaliös, sem slökkviliöiö á vellinum er. baö var þvl ánægjulegt, aö Þor- björn D. Sigurgeirsson prófessor skyldi óska sér viötals viö manninn á bak viö slökkviliöiö, Svein Eiriksson slökkviliösstjóra. Sveinn tók beiöni minni um viötal forkunnar vel og leysti greiölega úr spurningum, sem ég lagöi fyrir hann. — Hvernig bregöist þiö viö, ef flugvél hlekkist á I flugtaki eöa lendingu? — Þaö gerist aö jafnaöi þrisvar sinnum á sólarhing, aö útlit er fyrir, aö flugtak eöa lending mis- takist og okkar viöbrögö eru fyrirfram ákveöin og I föstum skoröum. 1 nútíma flugvélum er allur öryggisútbúnaöur mjög full- kominn og ef eitthvert aö- vörunarkerfanna sýnir, aö hætta kunni aö vera á feröum, þá er slökkviliöiö tilbúiö viö brautina, sem flugvélin lendir á. Þó aö þetta sé svona algengt, er ekki þar meö sagt, aö nokkur skapaöur hlutur sé aö, og sem betur fer, er allt I bezta lagi i 99,9% tilfella. En aövörunar- kerfin eru svo næm, aö þau gefa strax til kynna, ef eitthvert smáatriöi fer úr skoröum. Þaö má aö vfsu ekkert út af bera, en þaö er alltaf einhver varaút- búnaöur, sem tekur viö I neyöar- tilfellum. Yfirleitt er allur öryggisútbúnaöur I flugvélum tvöfaldur, ef ekki þrefaldur. — Hvaö geriö þiö, ef orörómur berstum,aö sprengja sé um borö i flugvél, sem á aö fara aö lenda? — Þaö geröist síöast fyrir rúmri viku. Þá biöjum viö flug- mennina aö stööva eins fljótt og mögulegt er. Þvi næst tökum viö allt fólk frá boröi og komum því á öruggan staö. Siöan fjarlægjum viö flugvélina og komum henni fyrir utan flugbrautar. Þar er hún látin standa, þangaö til sá tími er liöinn, aö llklegt er, aö sprengjan væri sprungin, ef hún væri til staöar. Aö þeim tlma liönum er leitaö I öllum farangri og flug- vélin öll grandskoöuö. í flestum tilfellum hefur ekkert veriö at- hugavert, en þó hefur oröiö allt aö hálfs sólarhrings seinkun á vél, sem grunur lék á, aö sprengju heföi veriö komiö fyrir I. — Hefur slökkviliöiö umsjón meö Jeit aö sprengjum? — Nei, flugvallaryfirvöldin hafa yfirumsjón meö sliku og þaö eru fleiri en viö, sem fengnir eru til. Okkar hlutverk er I fyrsta lagi aö bjarga mannsllfum og I ööru Vatnsbyssan aflmikla, sem olli því aö-Sveinn fór til Eyja. lagi aö slökkva eld, ef hann brýzt út. . — En hvernig er störfum ykkar háttaö, þegar engar aövaranir berast og allt gengur sinn vana gang? — Viö höfum einn slökkvibil á vakt úti viö flugbrautir allan sólarhringinn og úr honum er fylgzt meö öllum lendingum og flugtökum. í þessum bfl eru fjórir slökkviliösmenn Svo eru slökkvi- bílar alltaf til reiöu, þegar bensin er sett á flugvélar viö óeölilegar aöstæöur, fariö er meö sprengi- efni og þess háttar. Starfsmenn eru I stööugri þjálfun allt áriö,-- ýmist bóklegri eöa verklegri. Viö þessa þjálfun fáum viö aöstoö lækna, sprengjusérfræöinga, flug manna, friígvirkjá og fleiri tæfcni- manna varöandi tæknilegu hliöarnar. — Þiö sjáiö um slökkvistarf viöar en á flugbrautunum sjálfum. — Já. Allar byggingar á flug- vallarsvæöinu eru á okkar starfs- svæöi. Viö leggjum megináherzlu á eldvarnir. Allt eftirlit er mjög vlötækt og strangt. Fariö er i hverja einustu byggingu aö minnsta kosti einu sinni i mánuöi og hún athuguö 1 hólf og gólf. A suma staöi er fariö daglega, til dæmis alla skemmtistaöi. Mikill áróöur er rekinn fyrir eldvörnum, bæöi I skólum og á heimilum. Viö förum heim til fólks einu sinni eöa tvisvar á ári og ræöum viö þaö „Allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi ” 52 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.