Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 33
„A meðan við skemmtum
okkur, þá skemmtir fólkið sér”,
er þeirra mottó og hefur verið um
nokkurt skeið. Hljómsveitin
Haukar hefur haldið lifinu i
landsmönnum fram að þessu, um
það efast enginn sem á dansleik
með hljómsveitinni hefur komið.
1 desember mánuði s.l. þ.e.
mánuðinum, sem .jólin eru i,
birtist grein i þættinum, sem
nefndist Spéfuglar. Var þar rætt
um þessa markverðu hljómsveit.
Dregið var fram i dagsljósið
ýmislegt sem ekki hafði verið
lýðnum ljóst fram að þvi, sem var
vist nokkuð margt, svo og var
saga hljómsveitarinnar færð i
letur. Það, sem einna mest kom á
óvart þá, var að ljósmyndirnar
sem greininni fylgdu, voru
óraunverulegar. Þetta má. betur
skýra þannig, að ljósmyndari
þáttarins var sendur út af örk-
inni, til að taka myndir af hljóm-
sveitinni. Timinn, sem hann valdi
til tökunnar var hins vegar miður
heppilegur, þvi það var varla lið-
inn hálftimi, frá þvi hljómsveitin
hóf leik á ballinu, sem var haldið
á eina mögulega staðnum.i bæn-
um og þarf vist engum blöðum
um það að fletta, hvar það var.
Nú^ fyrstu minútur hvers
dansleiks eru alltaf erfiðar fyrir
hljómsveitína sérstaklega ef ein-
hver maður með myndavél stend-
ur fyrir framan hana og ætlar að
afmynda hana. Þvi varð það, að
meðlimir hljómsveitarinnar
Haukar gerðust alvarlegir, fóru
að stilla sér upp og allt þar fram
eftir götunum. Það örlaði ekki
einu sinni á fermingarbrosinu,
hvað þá meir. Nú, við þvi var
ekkert að gera, greinin komin i
eindaga og myndirnar varð þvi að
nota. Siðan hafa ýmsir haft
slæma samvizku og er myndin
hér til hliðar til að bæta úr þvi.
Hljómsveitin Haukar,
„stuðkallar allra tima”, voru
fengnir til þess að stilla sér upp
fyrir framan myndavélina, setja
upp sparibrosið og siðan en ekki
sizt, standa kyrrir meðan myndin
var tekin. Það reyndist hins
vegar eitthvert erfiðasta verk-
efni, sem hljómsveitin nokkurn
tima hefur fengið. Hvað um það,
árangurinn sézt hér til hliðar og
hvernig lizt ykkur á?
Hljómsveitina skipa nú, þeir
Helgi Steingrimsson, Sveinn
Guðjónsson, Gunnlaugur
Melsted, Rafn Haraldsson og
Svein Arve Hoftland. Þeir eru að
heiman i dag.
edvard sverrisson
músík með meiru
Þann 7. júli s.l. hélt Maggi
Kjartans. f.v. Trúbrjótur til
Englands, ásamt vinum og
kunningjum til upptöku á nýrri
I„P. plötu. Verður þetta fyrsta
sóló plata Magga og verða öll
lögin frumsamin. Honum til
aðstoðar verða þeir Finnbogi
Kjartansson, bróðir Magga,
Ilrólfur Gunnarsson og Vignir
Bergman. Finnbogi og Hrólfur
voru áður i bljómsveitunum
Júdas og Steinblóm, en Vignir
var áður i Roof Tops og
Trúbroti. Auk þeirra vcrður svo
ráðið session fólk úti, til frekari
aðstoðar. A plötunni verða
væntanlega 10 lög og er
spennandi að sjá, hvernig til
tekst.
Allt verður gert til þess að
gera plötuna sem bezt úr garði.
öll aðstaða i Englandi verður
fyrsta flokks. Hljóðritunin fer
fram i Orange stúdiói, en það er
sama stúdióið og Magnús og
Jóliann hafa gert samning við.
Þessi fyrsta sóló plata Magga
kemur svo væntanlega á
markað með haustinu og er ekki
að efa, að hún verður góður
vermir i kaldri veðráttu hins
islenzka vetrar.
í ÍSLENZKA
ROSTUR
ROKKINU
Fljótt skipast veður i lofti i
poppheiminum hérlendis, annað
er ekki hægt að segja. Fyrir
hálfum mánuði birtist hér i þætt-
inum grein um hljómsveitina
Astarkveðju, sem þá hafði tiltölu-
lega nýlega tekið upp spila-
mennsku. Var ekki annað vitað
þá, en að hljómsveitin ætti fyrir
höndum langan starfsaldur. Það
frumsamda efni, sem þá var á
efnisskrá hljómsveitarinnar var
og er meðal þess bezta, sem lengi
hefur heyrst. 1 hljómsveitinni
voru saman komnir einstakling-
ar, sem allir höfðu reynslu og
getu til þess að gera Astarkveðju
að einni af okkar topphljómsveit-
um„ Nú hefur það hins vegar
gerst, að tveir með lima
hljómsveitarinnar hafa hætt, þeir
Ómar Óskarsson og Asgeir
Óskarsson.
Flestar topphljómsveitir, sem
stofnaðar hafa verið á Islandi,
hafa byggt tilveru sina á þvi, að
tvær aðrar hljómsveitir hafa hætt
störfum. Það hefur verið um
samruna að ræða. — Nú er það
komið i ljós, að hljómsveitirnar
Náttúra og Svanfriður munu
aldrei starfa aftur, eins og þær
hafa hingað til verið skipaðar.
Báðar hafa hljómsveitirnar látið
frá sér fara L.P. plötur, sem
hvorugar hafa elzt i þvi upplagi,
sem vonast var til og er um tap á
báðum plötunum að ræða. Báðar
hafa hljómsveitirnar verið i hópi
okkar beztu, þann tima sem þær
störfuðu. Einstaklingarnir innan
þeirra beggja hafa þróast, en
hver i sina áttina. Sumir hverjir
hafa, ef til vill, náð hátindi getu
sinnar. En hvað um það, þá hafa
báðar þessar ágætu hljómsveitir
hætt störfum. Má vera, að
ástæðan sé að einhverju leyti
þreyta, —• þreyta á islenzkum
danshúsagestum og þeim
aðstæðum, sem islenzkum
tónlistarmönnum er gert að
starfa i.
En hvað hefur orðið um þá, sem
þessar tvær hljómsveitir hafa
skipað? Framhald á bls 14
30. TBL. VIKAN 33