Vikan

Tölublað

Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 8
Ef ma&ur trtiir því sem hárgreiðslumeistarar segja, þá eru tveir þriðju allra kvenna óánægðar með hár sitt á einhvern hátt. Ert þú ein af þeim? Aö likindum, því aö hárið er ýmist of feitt, of þurrt, óviðráðanlegt, of þunnt, of hrokkið. I stuttu máli sagt erfitt. Við birtum hér nokkrar tillögur, ef ske kynni að það gæti einhverjum hjálpað. Að sjálfsögðu Iangar allar konur til að hafa fallegt hár. ERTU MEÐ FEITT HAR? Feitt hár er llklega helzta vandamál þeirra, sem ekki eru ánægðar ipeö hár sitt. Þá eru það fitukirtlarnir, sem framleiða of mikla fitu, svo að hárið verður fljótt ósnyrtilegt og glanslaust. Það hefur ekki tekizt að finna neitt, sem getur komið i veg fyrir að hárið verði feitt. Það getur stafað af því að hormónarnir eru ekki í réttu jafnvægi, rangri fæðu og jafnvel af sálrænum orsökum. Þungun getur lika haft áhrif á hárið, en það er aðeins tímabund- ið. Feitt hár á unglingsárum er llka algengt, en það eldi^t af. En ef það eldist ekki af^ þá verður að gera eitthvað til að ráða bót á þvi og er þá venjulega flúið a náöir lyfjanna. Ef þú vilt hafa krullaðan ennistopp, þá skaltu væta hárið með lagningavökva og vefja það upp á rúllur sem vafðar eru í bómull. ALLAR KONUR DREYMIR UiY FALLEG vægt perma nent lyftir hár inu. Notaðu lagn- ingavökva við hvern hárþvott. ef hárið er nýþvegið snyrtilegt. Margt er samt hægt að gera til aö bæta um. Fyrst og fremst er nauösynlegt aö þvo hárið mjög oft, jafnvel daglega. Það dettur engum i hug lengur að trúa þeim kerlingabók- um, að óhollt sé aö þvo hárið oft. Þvoðu hárið varlega og nudd’aðu ekki um of hársvörðinn. Vatnið á að vera volgt, ekki heitt og sjálfsagt er að nota sjampó, sem sérstaklega er gert fyrir feitt hár. Lagningavökvi og hárlakk á lika aö vera sérstaklega fyrir feitt hár. Það er lika bezt að þurrka hárið i fersku lofti, en ef nauðsyn- legt er aö nota þurrku, þá verður hún að vera stillt á lágan hita. Ef alvarleg vandræði eru i þessu tilviki, þá er lang einfaldast að ráðgast um við hárgreiðslu- meistara sinn. Rétt er að geta þess, aö mataræðið hefur mikið aö segja. Sætindi, feitur matuy, mikið krydd og sterkir ostar eru óhollir fyrir þá sem hafa of feitt hár. (Það sama gildir um of feita húð.) Bezt er að halda sér við fisk, magurt kjöt, grænmeti og ávexti og undanrennu, en ekki nýmjólk. Fersktlofterlika mjöghollt fyrir hárið. Eins er gott að forðast sem mest allskonar höfuðföt og hárkollur. RÉTT HARGREIÐSLA. Ráðgastu um það við hárgreiðslumeistarann hvernig hárgreiösla henti þér bezt. Auðveldast er að hafa einfalda hárgreiöslu fyrir þá, sem hafa of feitt hár og þurfa þess vegna að þvo þaö oft. NOKKUR GÓÐ RAÐ. Stundum getur veriö gott að nota þurrsjampó milli hárþvotta. Duftið sigur I sig nokkuð af fitunni: En þaö er mjögáriöandi að bursta það vel úr, annars verður, háriö grámuskulegt. Duftið er fyrst þurrkað vandlega úr með mjúku handklæði, burstað og greitt með finni greiöu, sem hefir veriö vafin I bómull. Það er gamalt og gott húsráð að setja tvær matskeiðar af 5% ediki i slðasta skolvatnið. ERTU MEÐ FINGERT HAR? Fínt og mjúkt hár er I rauninni ekki neitt vandræðahár, þaö er aðeins fíngerðara en venjulegt má teljast. En þaö er margt hægt að gera, til að fíngert hár sýnist þykkra og fyrirferðarmeíra. En fyrst og fremst verður það að klippt og helzt stuttklippt. Vel fær hárgreiðslumeistari getur alltaf klippt hárið þannig I toppa, að þaö sýnist þykkra. Vægt permanent getur lfka veriö til bóta fyrir flngert hár. Þvolfu hárið að minnsta kosti einu sinni í viku og 8 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.