Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 15
RICHARD BURTON GAF
250.000 DOLLARA
Richard Burton sker ekkert
við neglur sér. Fyrir nokkru
hringdi Margrét Bretaprin-
sessa til hans frá London og
spurði hvort hann og konan
hans, Liz Taylor, gætu ekki
komið fram á hljómleikum,
sem halda átti i góðgerðar-
skyni. Þau gátu það ekki
sökum anna. En Burton
spurði: — Hve mikið reiknið
þið með að fá inn á þessum
hljómleikum? — Um það bil
250.000 dollara, svaraði prin-
sessan. Og þar með var málið
útrætt. En samt ekki af hálfu
Richards Burton. Þrem
dögum siðar kom ávisun upp á
250.000 dollar fí*á þeim
hjónum. Prinsessan sagði að
þannig væri hann alltaf, þegar
leitað væri til hans.
Vonandi fara þau Burtons
hjónin ekki á vonarvöl fyrir
þetta.
NÚTÓPÍA
John Lennon og Yoko Ono
veifa hér hvitum fána, þjóð-
fána „Nútópiu”. Þau haf sjálf
fundið upp þetta riki og þau
segja, að allir geti orðið ibúar i
þessari paradis. Þar tiðkast
engin vegabréf, engin lög,
engin stéttaskipting og engin
landamæri. Allt sem þarf til
þess að verða „nútópóskur
borgari” er að hafna öllu
þessu. Aðrar fréttir af þeim
John og Yoko herma, að þau
verði ef til vill svipt dvalar-
leyfi i Bandarikjunum, þvi að
gamalt hassmál, sem John
var bendlaður við, hefur verið
tekið upp aftur.
HATÍÐ í CANNES
Erland Josepsson er okkur
vel kunnur siðan við sáum
hann i hjónabandsmyndunum
i sjónvarpinu. Það virðist fara
vel á með honum og tékknesk
ættaða leikstjóranum Milos
Foreman þarna á myndinni.
Þeir hittust á kvikmynda-
hátiðinni i Cannes, en sumir
segja að Milos hafi eingöngu
komið þangað i þeim erindum
að hitta hana Bibi Anderson.
SÍÐAN SÍÐAST