Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 11
endurkjörinn 1970, en sjálfstæöismenn eru
þar i meirihluta. Hefur fjölmenni tekiö sér
bólfestu i Garöahreppi undanfarin ár og
efnaöir borgarar sér i lagi setzt þar aö, til aö
njóta indællar sveitarbliöu örskammt frá ysi
og þrengslum höfuöstaöarins og eiga kyrrlátt
athvarf i nýtizkulegum hibýlum út um úfin
hraun og sléttar grundir i námunda viö fjöll
og sjó. ölafur reyndist áhugasamur sveitar-
stjóri og óx fljótt i áliti af þeim verkefnum.
Fór ekki mikiö fyrir honum i prófkjöri sjálf-
stæöismanna, er leiö aö alþingis-
kosningunum 1971, en hann skipulagöi þátt-
töku sina hyggilega, sótti fast aö settu marki
og náöi ágætum árangri. Sjálfstæöis-
flokkurinn bar svo úr býtum góöan feng i
Reykjaneskjördæmi, þegar atkvæöi voru
talin aö lokinni orrahriöinni um' deiluefrii
landsmálanna. Matthias A. Matthiesen og
Oddur úlafsson voru báöir kosnir þingmenn
kjördæmisins, en ólafur G. Einarsson varö
landskjörinn.
Ræöumennsku Olafs G. Einarssonar
svipar litt til hins blæbrigöarika og oft list-
ræna málflutnings ólafs Thors, þegar hann
fór á kostum, og greind nettmennisins i
Garöahreppi er ekki heldur i likingu viö
gáfnafar Péturs Benediktssonar. Eigi aö
siöur er Ólafur maöur áheyrilegur og
skynsamur. Hann undirbýr ræöur sinar
dyggilega og mælir þær skýrt af munni fram
án alls leikaraskapar. Styrkleiki hans er
þekking sú á högum fólks, sem hann aflaöi
sér i sveitarstjórastarfinu i Garöahreppi og
komst i kynni viö ungur drengur noröur i
landi. Hann vekur naumast aödáun á
málþingum, en veldur sjaldan vonbrigöum.
Maöurinn er á allan hátt strokinn og sléttur.
Hann er virðulegur i framgöngu, kurteis og
viötalsgóöur og hæglátur i skoöunum, en
ákveðinn og jákvæður. Ólafur er og vel
menntur og þykir trygglyndur, ef á reynir.
Hann vinnur snyrtilega öll störf, sem honum
er til trúað, leynir sæmilega kappi sinu og
eigingirni og á sér fáa öfundarmenn, en
myndi hins vegar ógjarnan láta ganga á hlut
sinn eöa stjaka viö sér. Ólafur veit, aö sam-
keppni einkaframtaksins er áhættusöm
iþrótt og gætir þvi hófs, þegar aðrir, sem
treysta á hverja vinningsvon, leiöast út i
hæpið tafl. Hann er hygginn og varkár og
gæti orðið slunginn, þegar honum eykst
reynsla. Virðist þess vegna harla sennilegt,
að Ólafur G. Einarsson sitji enn lengi á þingi
og komist vel af sem stjórnmálamaður, ef
forlögin unna honum langlifis.
Fpringjum Sjálfstæöisflokksins er mikils
viröi aö njóta liöveizlu og samvinnu manns
eins og Ólafs G. Einarssonar. Þeir eru hverja
stund sannfærðir um trúnaö hans og hollustu,
en hafa ærið gagn af ráðum hans og tillögum.
Ólafur deilir fúslega geði viö kjósendur sina i
Garöahreppi og annars staöar i Reykjanes-
kjördæmi, enda ólatur til snúninga. Hann
veit þvi hugi slikra miklu betur en leiðtog-
arnir, sem hreiöra um sig á mjúkum
hægindum i filabeinsturni og einangrast þar
mitt I bilaþvögunni og mannþrönginni, þó aö
þeim finnisf alltaf horft á sig. Kemur Ólafur
afstööu og áhugamálum nýrikrar borgara-
stéttar skilmerkilega á framfæri viö þessa
leiötoga sina, en temur sér jafnframt einurð
og hreinskilni og veröur sér úti um traust
yfirboöaranna, sem halda þessi tilviljunar-
kenndu skilaboö eins konar flokksvilja.
Ólafur G. Einarsson er frjálslyndur maöur
og gerir sér þess grein, aö flokkur hans þarf
aö endurnýjast og fylgjast meö breytingu
timanna likt og arövænlegt fyrirtæki. Hann
varast kreddur og fordóma, en vill Sjálf-
stæöisflokkinn áræöinn og útsjónarsaman i
keppnini um hylli kjósendanna, sem leggja
mikiö upp úr auglýsingum og gylliboöum.
Hins vegar stendur honum svipaöur beygur
af róttækum nýjungum og þeirri voðalegu til-
hugsun, aö Sjálfstæðisflokkurinn tapi meiri-
hluta sinum i Garöahreppi og hrekjist þar út
á kaldan pólitiskan klaka.
Ólafur G. Einarsson fékk hugboö um, að
þátttaka i islenzkum stjórnmálum yröi sér
eftirsóknarveröur ogheppilegur atvinnu-
vegur, þegar hann dreymdi ungan um lifs-
starf og æviferil. Hún er lika þessum prúða
manni hagsmunir miklu fremur en hégóma-
skapur. Eigi aö siður mun Ólafur næsta
metoröagjarn. Hann fer þaö, sem hann
kemst, og gerir sig stundum kostbæran til aö
minna á sig og láta ganga eftir sér. Mörgum
finnst hann likt og brosmildur og handa-
hraöur afgreiöslumaöur i sölubúö viö alfara-
veg, er vinnur trúr og dyggur fyrirtækinu,
sem hann á hlutdeild i og hefur hagsmuni af,
og þjónar stimamjúkur sérhverjum
viðskiptavini. Ólafur G. Einarsson er visast
þannig tilsýndar á ytra boröi frammi fyrir
háttvirtum kjósendum, en telst samt haröger
og rótfastur undir niöri eins og moldgróinn
teinungur. Hanri læzt viökvæmur rósar-
hnappur, en er ein af lifvænlegustu jurtunum
i blómsturpottunum á markaöi Sjálfstæöis-
flokksins.
Lúpus
30. TBL. VIKAN 11