Vikan - 26.07.1973, Blaðsíða 28
Ég hafði aldrei heyrt talað um
Sanders Hall eða Sandersfjöl-
skylduna, þegar ég hitti Charles i
fyrsta sinn. Og þvi siður hefði ég
látið mig dreyma um að Sanders
Hall ætti eftir að verða heimili
mitt um langa framtið eða að lff
mitt yrði bundið fólkinu þar.
Þetta byrjaði allt morguninn,
þegar Johnson læknir sagði mér,
að ég ætti von á barni. Reyndar
hófst það íöngu áður. Ég held það
hafi verið, þegar það rann upp
fyrir okkur Jed, að hjónaband
okkar var misheppnað og hafði
verið það frá upphafi og að við
elskuðum ekki hvort annað nógu
heitt, til að gera neitt til að kippa
þvi I lag.
Hjónaband okkar var afleiðing
af nokkrum hamingjusömum og
gáskafullum sumarvikum i Jones
Beach. Jed var frá Suðurrikjun-
um og las lögfræði við háskólann i
New York. Ég var á fyrsta ári i
háskólanum. Ég hafði búið i
Sprinfield alla ævi, en flutti til
New York um haustið, eftir að
mamma, eini ættingi minn, hafði
dáið skyndilega úr hjartaslagi.
Ég erfði það mikið eftir hana, að
það dugði fyrir ferðipni til New
York og tveggja ára uppihaldi
við háskólann.
Ég held að við höfðum bæði
verið i þörf fyrir ást og ástúð og i
þekkingarleysi okkar, héldum við
að hjónabandið væri eitt eilifðar
sæluriki, eilift sumarfri, laust við
áhyggjur og vandamál liðandi
stundar. Þess utan var það lika
hentugt fyrirkomulag og hlyti að
verða ódýrara i reynd, fannst
okkur, þegar við á annað borð
hugsuðum eitthvað pm það. Við
ætluðum að leggja peningana i
sameiginlegan sjóð og skipta með
okkur útgjöldunum. Og svo geng-
um við i hjónaband, en vöknuðum
fljótlega upp við kaldan veru-
leikann og fundum að við áttum
ekki saman og að við höfðum
óllkar skoðanir á flestum hlutum.
Barnið var þvi ekkert sem við
höfðum gert til að bjarga hjóna-
bandinu, siður en svo. Barnið var
óheppni, mistök. Við sváfum
nefnilega ennþá i sama rúmi og
kynlif okkar var það eina, sem
var i lagi. Það var eiginlega hægt
að segja að likamlegt samband
okkar var i bezta lagi, en það and-
lega i algerri óreiðu og versnaði
frá degi til dags.
Þess vegna hrökk út úr mér,
þegar læknirinn hafði kveðið upp
úrskurð sinn:
— Það er ómögulegt! Það
.getur ekki verið sat^.
— Þér getið xátio eyða þvi,
sagði læknirinn, eins og hann
væri að tala um einhvern hvers-
dagslegan hlut. Að öllum likind-
um var hann vanur þvi að
stúlkurnar við háskólann væru
ekki hrifnar af þvi að eiga von á
barni.
— En ef þér hafið slikt i huga,
þá vil ég ráðleggja yður að snúa
yður sem fyrst að þvi, það má
ekki biða lengi. Ég býst við að þér
séuð ekki gift.
— Það vill nú einmitt. þannig
til, að ég er gift.
Hann lagði frá sér spjaldið mitt
og leit á mig yfir gleraugun.
— Jæja, sagði hann, — viljið
þér þá ekki skýra það fyrir mér,
hvers vegna þetta er svo ómögu-
legt og hvað þér hafið hugsað
yður að gera.
Ég gat ekki hugsað mér að fara
i skólann, en ráfaði um
Greenwich Village, þangað til ég
settist á garðbekk, þegar mig var
farið að verkja i fæturna. Þar sat
ég svo og horfði á börnin, sem
voru að leik þarna i nágrenninu
og reyndi að hugsa mér, að eitt
þeirra væri mitt eigið barn. Nei,
það var ómögulegt.
Ég reyndi að hugsa rökrétt, en
það hafði aldrei verið min sterka
hlið. Jafnvel þótt við hefðum
verið hamingjusöm, við Jed, þá
höfðum við alls ekki ráð á að
eignast barn. Jed vann hjá lög-
fræðingi i Iristundum sinum frá
skólanum og kaupið hans dugði
fyrir húsaleigunni og fötum
handa honum sjálfum. Föt voru
mjög mikið atriði fyrir Jed og
hann myndi aldrei sætta sig við
að þurfa að draga úr fatakaupum
vegna litils barns. Það sem ég
vann mér inn á háskólabóka-
safninu dugði fyrir mat og þvi
litla, sem ég varð að láta mér
nægja til fatakaupa. Jed átti eftir
eitt og hálft ár af laganáminu og
ég átti að taka min próf i júni. Svo
hafði ég hugsað mér að ljúka við
námið á kvöldnámskeiðum, svo
ég fengi kennararéttindi. Þá gat
ég farið að vinna allan daginn. Já,
þetta var það«em ég hafði hugsað
mér. En hver myndi hlaupa undir
bagga með okkur, ef við hugsuð-
um okkur að eiga þetta barn og
sjá fyrir þvi?
Faðir Jeds? Varla. Hann var
sjálfur háður . munaðarlifi, ekki
siður en Jed<og hafði ekki peninga
til að þjóna sinum eigin þörfum.
Éinasta skyldmenni mitt var
föðursystir i Jacksonville og hún
hafði aðeins ellilifeyri sinn. Við
Jed áttum ekki marga kunningja
i New York. Það hafði verið ein
ástæðan fyrir hjónabandi okkar,
sem ekki var upp ' á marga
fiskana nú orðið.
Klukkan var rúmlega sex,
þegar ég opnaði dyrnar á ibúðinni
okkar. Ég hafði með vilja komið
svona seintheim. Jed kom venju-
lega heim klukkan hálf fimm og
við borðuðum klukkan fimm', svo
hann gæti komizt til vinnu i tæka
tið klukkan sex. Ég var viss um
að hann væri orðinn reiður við
mig, vegna þess að ég hefði ekki
verið búin að hafa matinn til, en
ég hafði ekki orku til að segja
honum þessar fréttir að svo
stöddu.
Það var kæfandi heitt I
ibúðinni. Borgin var reyndar
glóandi I þessu septemberhita,
sem sló öll met. Gluggarnir voru
lokaðir, vegna þess að ibúðin var I
kjallara og gluggarnir námu við
götuna. Ég fann lykt af steiktum
pylsum og baunum, svo Jed var
llklega búinn að elda matinn
sjálfur. Lyktin var hræðilega
vond og ég hafði enga matarlyst.
Ég skyldi ekki hvernig hann gat
haft lyst á mat i þessum hita. Ég
opnaði gluggann og dró rimla-
gluggatjöldin fyrir. Svo sparkaði
ég af mér skónum.
Hvað var það sem læknirinn
sagði? — Þér getið alltaf lá.tið
eyða þvi.
Nú var nefnilega hægt að fá lög-
legar fóstureyðingar i New York
fylki það átti ekki að vera nein
hætta fyrir hina verðandi móður.
Það kostaði að visu töluverða
peninga, en Jed gæti ef til vill
fengið fyrirframgreiðslu hjá
vinnuveitanda sinum. Svo áttum
við lika svolitið sparifé, sem við
ætluðum að nota til að komast á
skiði um veturinn i eina viku eða
svo. Það var aðeins....
Já, það var aðeins eitt, ég var
stundum svolitið geggjuð. Að
minnsta kosti sagði Jed það. t
fyrstu notaði hann það sem gælu-
orö, en nú, eftir að samkomulagið
versnaði milli okkar, var hann
farinn að segja það i alvöru, sér-
staklega þegar okkur varð
sundurorða og það var oft þessa
dagana. Það var auðvitað eins og
hver önnur geggjun^ að reyna
ekki einu útgönguleiðina úr þess-
um vandræðum. En sann-
leikurinn var sá, að mig langaði
ekki til að láta eyða þessu fóstri.
Það var reyndar önnur lausn til
á þessu máli, ef óg heldi þvi til
streitu að ganga með það og fæða.
Það var að gefa barnið, láta
annað fólk ættleiða það, en til
þess þurfti auðvitað leyfi Jeds.
Það voru til skrifstofur, sem sáu
um slik mál. Þar var fólk, sem
rannsakaði æviferil foreldra
mjög nákvæmlega og létu aldrei
hendingu ráða. Það yrði örugg-
lega gengið frá þvi, að barnið
okkar fengi góða fósturforeldra.
Barnlaust fólk, sem þráði það eitt
að eignast barn. Barnið okkar
fengi örugglega góða foreldra og
betri framtið^en þá, sem við gát-
um veitt þvi. Hve lengi myndi svo
hjónaband okkar endast? Liklega
aðeins þangað til annaðhvort
okkar gæti verið búið að nurla
saman peningum til -að fara til
Mexico, til að fá skilnað.
Ég var ennþá að hugsa um
þessa ættleiðingu, þegar Jed kom
heim. Ég starði tómlega á hann.
Það var eins og allt þetta
hugsanarugl gerði mig sljóa,
gerði hann óraunverulegan, svo
ég varð eiginlega hissa, að sjá
hann þarna i hæsta máta raun-
verulegan Já, þa§ mátti segja
að Jed væri augnayndi. Hann er
laglegur og hann veit sannarlega
af þvi. Þegar hann sá<að ég horfði
á hann, flaug hönd hans ósjálfrátt
upp i hárið. Jakkinn hans hafði
kostað sextiu og fimm dali og þó
myndi hann ekki verða skjól fyrir
haustvindunum, sem voru fram-
undan. Ég heldiað það sem ergði
mig mest, var að hann hafði sagt
að ég liti út eins og ruslahrúga og
28 VIKAN 30. TBL. *