Vikan - 27.09.1973, Side 6
Ragnhildur Helgadóttir
Skaut upp
fagurlokkuðum
kolli sínum
með blóm í hári
Æ
"fl flippp
mm
EFTIR LÚPUS
Tannhvass og hugkvæmur náungi líkti
fyrir skömmu islenzku löggjafarsamkom-
unni við gamla sjálfseignarstofnun og hugði
flestar breytingar á skipun hennar 'vænlegar
og einnig þá, ef núverandi alþingisménn yrðu
þaðan á brott allt í einu, en eiginkonur þeirra
kæmu i staðinn og settust 1 auða tignarstól-
ana. Fljótt á litiö virðist þetta harður dómur
og ósanngjarn, enda varla kveðinn upp i al-
vöru, en samt mun hann að ýmissa áliti um-
hugsunarveröur að athuguðu máli. Meiri-
hluti fslenzkra kjósenda er nú orðiö konur.
Þær standa yfirleitt jafnfætis körlum um
gáfnafar og menntun og keppa við þá um
störf og embætti á flestum sviöum. Alþingi
hefur og sett lög um launajafnrétti kynjanna,
þegar um ræöir sömu vinnu. Eigi aö sfður
veitist kvenþjóöinni harla örðugt aö ná áhrif-
um og völdum i höllinni við Austurvöll. Samt
veröur naumast dregið I efa framar, að kon-
ur teljist þar samkeppnisfærar við karlmenn.
Reynslan af setu kvenna á alþingi mælir éin-
dregið með aukinni hlutdeild þeirra I löggjaf-
arstarfi og landsstjórn. Islendingar geta
varla reynzt i þeim efnum til lengdar á borö
viö frumstæðar þjóðir suður og austur i
heimi.
Sjálfstæðisflokkurinn þykir ekki nýjunga-
gjarnari en hófi gegnir, en hann hefur samt
komið auga á, aö sanngjarnt muni eöa
minnsta kosti hyggilegt aö una þátttöku
kvenna á alþingi, enda honum auðveldast aö
fylgja slikri skoðun fram, vegna stærðar
sinnar. Tvær af þremur konur, er nú sitja
þar, veita honum pólitiskt brautargengi.
önnur þeirra er Ragnhildur Helgadóttir, sem
flestir munu telja snotrasta þingfulltrúann.
Ragnhildur Helgadóttir fæddist i Reykja-
vík 26. mai 1930, dóttir Helga Tómassonar
yfirlæknis á Kleppi og konu hans, Kristinar
Bjarnadóttur. Hún varð stúdent i Reykjavik
1949, en las siðan lög viö Háskóla Islands og
lauk prófi I þeim fræðum 1958. Ragnhildur
rak verzlun i Reykjavik skamma hrið á há-
skólaárum sinum og hefur gegnt lögfræöi-
störfum jafnframt miklum afskiptum af
stjórnmálum. Hún er og húsmóðir frá 1950 og
ágætlega gift, jafnaldra sinum og skólabróð-
ur, Þór Vilhjálmssyni iagaprófessor.
Engar getur hefur þurft aö leiöa að stjórn-
málaskoðunum Ragnhildar Helgadóttur alit
frá bernsku hennar. Barn aö aldri batt hún
tryggð við Sjálfstæöisflokkinn og leiðtoga
hans og hélt þvi trausti óhikað við öll skólaár
sin. Fannst þess vegna engum mikiö, að
Ragnhildi væri falið þrettánda sætið á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik við
alþingiskosningarnar 1953, þó að hún væri
nýlega af æskuskeiði. Henni var ætlað að
sýna sig þar til skrauts liktog broshýr, spari-
klædd telpa, sem hefur þaö hlutverk á stáss-
heimili að heilsa gestum á eftir húsbændun-
um með fallegri hneigingu. Hitt þóttu aftur á
móti fáðæmi, er hún réðst I fimmta sæti
6 VIKAN 39. TBL.