Vikan

Tölublað

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 11

Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 11
ástæður til — til dæmis erfiðleika vegna atvinnu eða minnimáttar- kenndar, og að auki góðar læknis- fræðilegar forsendur. Á nokkrum mmútum Skurðlæknirinn sker fyrsta skurðinn. Hann byrjar við hárs- rætur rétt fyrir ofan eyrað, sker fram og niður fyrir eyrað, hann fylgir litilli húðfellingu, beygir kringum eyrnasnepilinn og held- ur upp til hársrótanna. Næst flett- ir hann húðinni af vöðvunum með áhaldi, sem hreyfist fram og til baka undir húðinni eins og þegar maður rekur tungubroddinn út i kinn. Þegar hann er búinn með hægri hluta andlitsins, er húðin aðeins föst við varirnar, — hann getur slétt úr henni, teygt hana og lagað hana til, svo að hrukkurnar hverfa. Umframhúðin er við eyr- að, þar sem hann klippir nærri þrjá sentimetra frá. Hann tekur tvo sauma til að festa húðina, at- hugar vel, hvernig hún liggur, og saumar hana siðan fasta. Þegar hægri helmingur andlits- ins er búinn, tekur hann til við þann vinstri og fer eins að. Lag- færingaugnalokannagengur fljótt fyrir sig. Skurðlæknirinn sker grunnan skurð i hálfhring, sker frá og saumar saman. Hann er að fást við þynnstu húð likamans. Sótthreinsaðar umbúðir eru lagðar yfir. Nokkrum sólarhring- um siðar er hægt að taka fyrstu saumana. Húðin villoft bólgna og blána eftir aðgerðina, en hún jafnar sig fljótt og grær vel sam- an við vöðvahimnuna. Eftir tvær til þrjár vikur er hægt að sjá, hvort aðgerðin hafi heppnazt. Húðin liggur vel og slétt, og saumurinn við eyrað er tæpast sjáanlegur, ekki einu sinni fyrir þann, sem veit um hann. Of svipmikið andlit Sumar hrukkur eru erfiðara að að lagfæra en aðrar. Þeirra á meðal eru ennishrukkur. Undir húðinni liggja tveir samhliða vöðvar, sem hjálpa oltkur að tjá vonbrigði, gieði, einbeitingu — I sterku sólskini hjálpa þeir einnig til við ljósvarnarútbúnað augans. Þeir hafa samvinnu við þriðja vöðvann, sem skerpir hrukkurnar við nefið, þegar hann er á þeim buxunum. Þessar hrukkur gera andlitið stundum of svipmikið: maður sem e.t.v. er sá vingjarn- legasti i heimi og alltaf í góðu skapi, kann að virðast strangur eða fúll. Hvað geta plastikskurö- lækningarnar gert fyrir slikt fólk? Hægt er að skera við hársrætur og i augnabrúnir og stytta húðina á enninu, eða einfaldlega að skera á þá vöðva, sem hrukka enniö. Þá verður húðin óhreyfanleg þaöan i frá, hversu mikið, sem gengur á i öðrum hlutum andlitsins. Hrukk- urnar við nefið: skurðlæknirinn getur skorið i hrukkuna og saum- að saman. Svipaðar aðferðir er hægt að nota til að grynna eöa útrýma djúpum skorum frá nefi niður i munnvik og hið óhjákvæmilega litla ör eftir aðgerðina er hægt að hylja með sminki. Pokar undir augum hverfa eftir skurð og húð- minnkun undir augnalokunum. Við undirhöku nægir oft að opna skurð og skrapa ónauðsynlega fitu, stundum verður skurðlækn- irinn lika að fjarlægja umfram- húð. Mjög útstæð eyru skerpa án efa heyrnina, en eru til lýta. Þannig er útliti nefsins breytt Fáir hlutar andlitsins er útlit- inu jafn mikilvægir og nefið. Fleiri eru óánægðir með nef sitt en þeir, sem hafa raunverulega ástæðu til þess, og skurðlæknar þurfa oft að standa i þvi að sann- færa fólk, sem beðið hefur um nefbreytingu, að nef þeirra sé einkar laglegt. En þvi er ekki að neita, að mörg nef þarfnast lag- færingar við, of litil nef, of þykk, of grönn, nef með mikinn kart- öflusvip, eða of há, til að þau liggi innan ramma þess, sem hægt er að kalla eðlilegt úrval. Orsökin getur verið sjúkdómar i nefi, eða slys i æsku. Plastikskurðlæknir hefur marga möguleika til að breyta út- liti nefsins. Til að jafna til kónga- nefið er tekið úr nefhryggnum, kartöflunef kemst i eðlilegt form ef skorið er úr brjóskinu. Söðulnef eru lagfærð með þvi að leggja brjósk, bein eða plast undir nef- húöina. öllu erfiðara er að stækka litið og grannt nef, þar sem vönt- un er á húð yfir stækkunina, þar sem flatarmál andlitsins eykst við aðgerðina. Sjúklingurinn er staðdeyfður við nefaðgerðina og engin merki verða sjáanleg, þvi skurðlæknir- inn vinnur innan frá, undir húð- inni. Hann sker eftir brúnum nas- anna, og ef ætlunin er að lækka háan nefhrygg „sagar” hann eða sverfir burtu hæfilega mikið af beininu. Aftur á móti, ef hann ætl- ar að hækka nefhrygginn flytur hann beinbút úr rifbeini eða mjaðmabeini. Til að mýkja við- bótina er brjóst oft notað i stað beins. Margir skurðlæknar nota sérstakt plastefni i staðinn. Alvarlegir meðfæddir andlits- gallar eins og klofin vör og gómur eru nú lagfærðir strax eftir fæð- ingu. Aður var „héraskor” ekki óalgeng, nú sést hún ekki lengur, og það er plastik-skurðlæknunum að þakka. Þeir byggja upp nýjan góm úr öðrum likamshlutum, og endurbyggja siðan munnslim- himnuna og aðskilja þannig munnholið og nefholið, svo barnið getur borðað eðlilega og talað án nefhljóðs. Vörin er lagfærð þann- ig að ekkert sést, þegar sárið er gróið. Of langur eða of stuttur kjálki er einnig meðfæddur galli. Hann geta skurðlæknar oftast bætt og bæta þá um leið stöðu neðri góms- ins, þannig að bitið verður betra. Þó að fatatizkan taki sig til með vissu millibili og segi, að nú eigi brjóstin að vera eins litil og mögulegt er (sbr. Twiggy-æðið) er sú tizka ekki nægilega stöðug til að stúlkan með litlu brjóstin sé ánægð. Litil brjóst eru mörgum stúlkum mikið sálfræðilegt vandamál, þær þjást af minni- máttarkennd og óframfærni á timum brjóstadrottninganna. Brjóstastækkunaraðgerðin er venjulega tiltölulega einföld. Skurðlæknirinn sker i húðfellingu fyrir neðan brjóstið og kemur fyrir plastpúða milli rifbeinanna og brjóstkirtilsins. Vandamál eldri kvenna er oft andstæðan: brjóstin eru of stór. Þau safna á sig miklu magni fitu, sem gera það að verkum, að brjóstin lafa niður að mitti eða þar um bil. Þegar brjóst eru minnkuð, er skorínn þrihyrningur undir hinum þungu brjóstum, og óþarfa fita er fjarlægð og um- framhúð skorin af, siðan er saumað fyrir. Hvað kostar „andlitslyfting"? Engin getur fengið andlitslyft- ingu á kostnað sjúkrasamlags, aðeins vegna þess að viðkomandi er að eigin dómi ekki nógu fall- egur. Erlendis eru flestar slikar að- gerðir gerðar á einkasjúkrahús- um og þá á kostnað þess, sem að- gerðin er gerð á, nema um ærnar ástæður fyrir aðgerðinni sé að ræða. Það fer eftir umfangi að- gerð.arinnar og lengd sjúkrahúss- dvalar hvað hún kostar. Venju- lega er um tugi þúsunda að ræða. ANDLITIÐ FEGRAÐ MEÐ ANDLITS- LYFTINGU Andlitsfegrunaraögerðin er hafin. Fyrst er skorið frá hárs- rótum kringum eyrað. Hér er hnifurinn fyrir framan eyrað. Takmarkið er að losna við „umframhúð”. Hér sést, þegar búið er að draga húðina aftur fyrir eyrað. Síðasta stig aðgerðarinnar. Skurðlæknirinn hefur dregiö húðina til eyrans — þar með sléttist úr henni. 39. TBL. VIKAN il

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.