Vikan - 27.09.1973, Side 14
— Við hjónin ætlum aö fara
fljúgandi til Kanada, læknir, og
ég er svo hrædd um að ég veröi
veik. Ég er oft bilveik og nú er
ég hrædd um að ég verði lika
flugveik.
— Eigið þér við að þér séuð
hrædd við að fljúga? spurði ég
konuna.
— Ég er ekkert hrædd við að
fljúga, en ég er hrædd um að ég
verði veik, sagði hún.
— Margir, sem þjást af bil-
veiki, finna ekkert til i flugvél,
sagði ég, henni til huggunar.
Ferðaveiki er oft sálfræðilegs
eðlis, en likamlega hljóta hreyf-
ingar i flugvél að hafa önnur
áhrif en óreglulegar hreyfingar
og hoss i bil.
— Hvað orsakar svona ferða-
sjúkdóma?
Ég skýrði það fyrir henni, að
venjulega væri orsökin röskun á
jafnvæginu, en það geta margar
orsakir legið að baki óþægind-
anna.
Það geta verið snöggar' og
miklar breytingar á hraða og
stefnu, ofnæmi fyrir hreyf-
ingum og stöðu við þessar
snöggu breytingar, innilokunar-
kennd I þröngu rými, já, jafnvel
alls konar lykt getur orðiö til
þess, aö sumar manneskjur
finna til flökurleika og kasta
upp.
Eins og kunnugt er, er mikill
undirbúningur hafður fyrir
geimferðir og geimfarar verða
að ganga i gegnum strangan
reynslut. Þeir verða að fara i
alls konar klefa, sem látnir eru
snúast og róla fram og aftur og i
hringi. En það er engin ástæða
til að óttast rólega flugferð, þar
sem lika er tækifæri til að
hreyfa sig og ganga um i far-
þegarýminu, enda er flugveiki
mjög sjaldgæf nú orðið. Það
sem um er að ræða i flug-
ferðum, er breytingin á loft-
þrýsting, mismunur milli þess,
sem við eigum að venjast á
jörðu niðri og lægri loftþrýst-
ingi i mikilli hæð.
Jafnvel þótt nútima flugvélar
séu vel búnar, til að mæta
þessum mismun á loftþrýstingi,
þá verða farþegar oftar varir
viö hann.
Lágur loftþrýstingur veldur
likamanum oft óþægindum.
Aðallega kemur hann fram I
kinnholunum og millieyranu,
þar sem kvef eða aðrar bólgur
geta hindrað það, sem venju-
lega heldur þrýstingnum i
þessum liffærum i jafnvægi.
Þeir, sem eru með hálsbólgu,
bólgu i kinnholum eða eyrum,
geta fundið til óþæginda eða
verkja. Þannig er það lika, ef
maginn eða þarmarnir eru ekki
i góöu heilbrigðisástandi.
Flug i háloftum orsakar súr-
efnisskort.
Sjúklingar með hjartasjúk-
dóma, alvarlegt blóðleysi og
brjóstsjúkdóma, geta fundið
fyrir þessu, en varla meira en
svo,.að auðvelt sé að ráða bót á
þvi, með þeim súrefnistækjum,
sem eru til staðar i öllum flug-
vélum.
— En það er sjálfsagt að
hætta ekki á neitt og nú eru til
mörg lyf við sjóveiki, bilveiki og
loftveiki og það er ágætt að
reyna hvað henjar hverjum
bezt, áður en lagt er af staö.
HELLIRINN___________________
framhald af bls. 13
honum og eftir að hafa athugaö
hann nánar, lyfti hún höfðinu á
honum upp i kjöltu sina.
Þetta var talsvert átak, þvi að
hann var stór og þungur. Hvitir
vöðvarnir á öxlinni á honum sáust
gegnum rifna skyrtuna. Höfuðið á
honum var þungt og gula hárið
kleprótt af sandi og vott. Rétt eins
og höfuð á ljónsunga. Eitthvað
hrærðist innra með henni. Skip-
brotsmaður. Veslings pilturinn . .
. Hún hafði heyrt getiö um skip-
brot i Padstow, en það var bara
svo langt i bUrtu’ En til hvers var
hún að sitja hérna? Auðvitað ætti
hún að hlaupa eftir hjálp.
En þá fór ungi maðurinn að
hreyfa sig og þá vildi hún auðvit-
að standa upp og færa sig fjærog
horfa á hann úr siðsamlegri fjar-
lægð. En ekki væri það nú kristi-
lega að farið aö láta höfuðið á
honum detta niður i sandinn. Hún
sat þvi hreyfingarlaus og i vafa
um, hvort meira ætti aö mega sin
hræðslan eða samúðin.
Hann opnaði augun. Þau voru
stór og brún með ofurlitlum
dekkri blettum. Hann starði á
ungfrú Cotty. Ungfrú Cotty roðn-
aði. Hann hreyfði höfuðið til og
sleikti varirnar.
— Ég ætla að fara að kasta
upp, sagði hann.
Ekki bætti þetta úr skák hjá
henni og þó enn siður, þegar hann
gerði alvöru úr þessu, en tal hans
var þó nokkur huggun, vegna
þess að hún hafði óttazt, að hann
væri útlendingur, sennilega
Norðurlandabúi. Og seinna, þeg-
ar hann tók að hressast, sá hún að
hann var eldri en hún hafði hald-
ið.
Hann talaði allgóða ensku, en
með són, sem þó ekki minnti á
Cornwall, og enda þótt hann væri
mjög máttfarinn, gat hann sagt
sögu sina með nokkrum hléum.
Skipið hans var ekki þetta, sem
fórst við Padstow, heldur hét það
„King Lear”, skúta, sem var á
leið til Bristol með korn. Það
hafði laskazt illilega i ofviðrinu og
svo farizt tiu milur frá ströndinni.
Hann hafði verið átta klukku-
tijma I sjónum og haldið sér i
staur og siðan löngu áður en skip-
iö fórst, hafði hann ekki smakkaö
matarvita.
Hún náöi i tvo kökubita og
heimatilbúinn brjóstsykur ofan af
syllunni — annaö átti hún ekki
matarkyns. Hann át kökuna hægt
og varlega, hallaði sér upp aö
klettinum og lét sig þorna i sól-
skininu, en hún stóö, likust hvit-
um skugga hinum megin I skút-
anum og horföi á hann. Hún vissi,
Framhald á bls. 40
AGBÓK
LÆKNIS