Vikan - 27.09.1973, Síða 20
< 0
►
„New York. The Famous Door,
einn jassklúbba striösáranna við
52. götu. Þar syngur sú ameriska
jasssöngkona, sem ég dái mest,
Billie Holiday. Lady Day. Billie
með orkideu i hárinu og augu,
sem skipta litum i sviðsljósinu,
þegar munnurinn myndar orðin:
„Good morning, Heartache —
ypu’re again to stay —
Þannig minnst Truman Capote
hennar. En það getur ekki hafa
verið orkidea, sem Billie hafði i
hárinu. Hvitar gardeniur voru
blómin, sem hún hélt mest upp á,
hvitar gardeníur hvitur klæðn-
aður, hvltir skór, en allt annað
var svart, svart eins og örvænt-
ingin og röddin var svört og barst
lengst út i óendanleikann.
Billie Holiday er viúur þeirra
döpru. Billie Holiday sýngur fyrir
þá, sem hafa verið yfirgefnir:
„I’d rather be lonely than happy
with somebody else. „Ef þið eigið
hljómplötu með söng Billie Holi-
day þurfið þið ekki að gráta sjálf
og það getur verið þess virði að
losna við það. Rödd Billie Holiday
eru öll tár heimsins, söfnuð
saman I einn tón, hásan, seim-
dreginn og þó hreinan tón. Og árið
1973hlýtur að hafa verð dapurlegt
ár, þvi að stjarna hennar hefur
aldrei skinið skærar en nú,
fjórtán árum eftir að hún dó
fjörutiu og fjögra ára að aldri,
með fiknilyf jalögregluna á
sjúkrahúsganginum. Billie Holi-
day er orðin geysivinsæl á nýjan
leik og ég efast um að það sé
einungis vegna þess að Diana
Ross hefur nýlokið við að leika
hana I kvikmynd.
Billie heldur áfram að lifa —
ekki einungis sem rödd á hljóm-
plötu, hún er tákn vissrar stemn-
ingar, viss hugarástands. Það er
sunnudagssiðdegi, það rignir,
óttinn er á næstu grösum og þið
Diana Ross lék nýlega söngkonuna
Billie Holiday i kvikmynd. Billie átti við
mikla erfiðleika að etja alla ævi. Móðir
hennar átti hana aðeins þrettán ára
að aldri.
finnið eins og Billie Holiday að
„the one I love must soon come
back to me”
Návist hennar er svo- sterk að
við liggur að manni finnist maður
verða að þurrkp tárin af þessum
svörtu hljómplö.um. „How can I,
dear, go on withóut you?” Lif Billi
Holiday var lika svart.
„Mamma og pabbi voru bara
krakkar, þegar þau giftust. Hann
var átján ára, hún sextán og ég
var þriggja ára.”
Þannig hefst sjáfsævisaga
Billie Holiday „Lady sings the
blues”. Tveir krakkar I negra-
hverfinu urðu hrifin horft af öðru
og afleiðingin varð Lady Day.
„Það er stórfurðulegt, að
mamma skyldi ekki gefa mig, en
Sadie Fagan elskaði mig frá þvi
að hún fór að finna mig sparka
innan i sér, þegar hún var að
skúra gólf á fjórum fótum.”
Sadie Fagan var þrettán ára,
þegar dóttir hennar fæddist.
Faðir Billie hét Clarence og var
fimmtán ára. Dag einngekk hann
að barnavagninum og lyfti upp
afkomanda sinum.
— Clarence, hættu að leika þér
við krakkann, hrópaði móðir
hans. Fólk gæti haldið, að þú ættir
hann.
— En mamma, ég á hann,
sagði Clarence, rétt eins og var og
hann hélt áfram að ganga i stutt-
buxum.
Hann fékk ekki siðbuxur fyrr en
þremur árum seinna og þá fyrir
brúðkaupið.
„En sú mannvera, sem mér
þótti vænzt um var langamma
min”, skrifar Billie og eins og
allir aðrir, sem Billie elskaði,
missti hún langömmu sina. Hún
var orðin 96 eða 97 ára og þjáðist
af vatnssýki. Hún hafði verið
ambátt I Virginlu og ástmey hús-
bónda sins og ól honum sextán
börn.
Langamma hafði sofið sitjandi i
tiu ár, þvi að hún var sannfærð
um að ef hún legðist útaf myndi
hún deyja. En eitt kvöldið var hún
§//o þreytt. Billie hjálpaði henni i
'rúmið og lagðist sjálf við hliðina á
henni. „Eftir fjórar eða fimm
klukkustundir vaknaði ég aftur.
Handleggurinn á langömmu hélt
utan um hálsinn á mér og ég gat
ekkí losað hann þaðan. Ég stritaði
lengi við að losna undan hand-
leggnum og loks varð ég hrædd.
20 VIKAN 39. TBL.