Vikan - 27.09.1973, Page 21
Hún var dáin og ég byrjaði að
gráta.” Þannig voru fyrstu kynni
Billie Holiday af sorginni.
Hún skúraöi „allar árans
tröppurtiar i Baltimore” og I fri-
stundum skrapp hún i sendiferðir
fyrir vændiskonurnar I pútnahúsi
Alice Deans. I staðinn fékk hún að
sitja i viðhafnarstofu hóruhússins
og hlusta á plötur með Louis
Armstrong og Bessie Smith.
Fatirinn fór að heiman.
Móðirin fékk sér nýjan elskhuga.
„Hann giftist mömmu og reyndist
mér góður stjúpfaðir á meðan
hann lifði. Hann bara entist svo
stutt.
Bezta meöal við óhamingju-
samri ást er að hlusta á Billie
Holiday syngja, á þvi leikur
enginn vafi. Og Billie sjálf, systir
sorgarinnar, komst fljótt i bein
kynni við kynferðislif. „ig
gleymi aldrei þvi kvöldi. Jafnvel
’/ændiskonur vilja ekki láta taka
sig með valdi. Hóra getur afgreitt
2500 viðskiptavini á dag án þess
að vera nokkurn tlma tekin með
valdi. Það er það versta, sem
komiö getur fyrir konu. Og það
kom fyrir mig, þegar ég var tiu
ára.”
Til að refsa henni fyrir að henni
var nauðgað — fyrir slikt ’var
heimiít að 1 efsa svörtum stúlkum
— var Billie send á kaþólska
uppeldisstofnun þar sem öllum
var gefið dýrðlinganafn. Billie
var látin heita Heilög Theresa!
SagOist vera dansmey
Þegar hún var tólf ára, út-
vegaði móðir hennar henni her-
bergi hjá konu, sem hét Florence
Williams og var ein mikilvirkasta
pútnamamman i Harlem. Það
vissi móðir Billie ekki, en Billie
sjálf gerði sér það fljótt ljóst.
„Eftir fáeina daga fékk ég tæki-
færi til að verða „tuttugu dollara
stúlka” og ég greip þaö.” Ein-
hvern veginn tókst henni að spara
saman fyrir nýrri kápu og há-
hæluðum skóm. Billie entist ekki
lengi i starfinu, þvi að hún var
fljótt handtekin og dæmd til fang-
elsisvistar fyrir vændi. Eftir það
hætti hún þvl.
„Ég ákvað að hætta slíku líf-
erni, en ég ætlaði ekki heldur að
verða þræll”. Fimmtán ára að
aldri gekk Billie milli jassklúbb-
anna og reyndi að fá vinnu. Hún
fór inn á Pod’s and- Jerry’s og
sagðist vera dansmey. Reynslu-
æfíngin gekk ekki of vel, þvl að
hún kunni ekki nema tvö dans-
spor. En undirleikarinn kenndi I
brjósti um hana og sagði: —
Heyrðu, geturðu ekki sungið?
Allir sátu dauöahljóöir og hlust-
uöu
Þá fæddist Billie Holiday. Hún
bað undirleikarann um að leika
„Travelin ’all alone”. „Mér
fannst þetta lag eiga bezt við mig
þá stundina. Og það hlýtur að
hafa fallið áheyrendum vel i geð,
þvi að allt varð dauðakyrrt.
Þegar ég lauk laginu, sátu allir og
táruðust ofan i glösin...”
Hefur nokkur fengið eins
marga til að tárast og Billie?
Hún ftír I söngferðalag með
Count Basie. Þá dó faðir hennar.
Otförin varð einstæð. t fyrsta lagi
var móðir hennar þar. Og þar var
einnig önnur kona föðurins,
Fanny Holiday. „En það var ekki
nóg. Þar voru nokkrar vændis-
konur, sem allar fullyrtu að þær
heföu verið eina konan, sem hann
elskaði. Það leið ekki á löngu unz
ég hafði komizt að raun um, að ég
átti tvær stjúpmæður — önnur
þeirra var hvlt. Hún stóð við
kistuna með tvö börn við hlið sér
— hálfbróður minn og hálfsystur,
sem bæði voru hvit.” Konurnar
gátu ekki komið sér saman um
hver þeirra ætti að ganga næst
kistunni I likfylgdinni.
Þetta baröist hún viö
Billie varð alltaf að berjast við
þrennt. Karlmenn sem vildu nota
sér hana, hvlta duftiö, sem fékk
hana til að gleyma og kynþáttar-
fordóma: „Ekki vera að segja
mér frá frumbyggjunum, sem
lögöu á staö út á sléttuna I
vögnum, sem tjaldað var yfir, og
á fjallvegi, þar sem allt úði og
grúði af Indianum. Ég er stúlkan,
sem fór vestur árið 1937 með
sextán hvltum mönnum. Artie
Shaw og Rolls Royceinn hans —
og sumir fylgdarmannanna
skulfu af negrahatri.
Lady Day var drottning — en
negri er negri og Billie átti eftir
að, liöa mikið fyrir hörundslit
sinn: „Þótt maður sé klæddur i
hvitt fxá hvirfli til ylja og með
hvltar gardeniur I hárinu er það
ekkert betra en strita á plant-
ekrunum.”
Diana Ross
Hún giftist manni, sem hét
Jimmy. Hann kom heim og það
var varalitur á kraganum hans.
„Hann tók eftir þvl, að ég sá það
og byrjaði að útskýra og útskýra.
Ég gat þolað hvað sem var, nema
það. Að hann skyldi ljúga að mér,
var verra en hann væri meö
hvaöa gæru sem var.”
Svo Billie sagði við Jimmy:
— Don’t explain. Útskýrðu
ekki.
Orðin urðu að söng „Hush Now,
Don’t explain”, tregafullt lag.
Billie skrifar: „Ég get aldrei
sungið þetta lag, án þess að finna
til hvert andartak. Það breytist
ekki með árunum. Margar konur
segjast hafa fallið sáman I hvert
skipti, sem þærhafa heyrt það. Ef
einhver ber ábyrgð á þessu þá er
það Jimmy. — og allir aðrir, sem
koma heim meö varalitframan I
sér.”
Framhald á bls. 47
39. TBL. VIKAN 21