Vikan - 27.09.1973, Blaðsíða 25
skyn og hljóðskyn og æfa fin-
hreyfingar. Formskynjun er mik-
ilvægt skilyrði þess að barn sé
fært um að hefja lestrarnám, þvi
að sé hún ekki fyrir hendi, þekkja
börnin ekki stafina hvern frá öðr-
um. Til undirbúnings stærðfræði-
námi höfum við æfingar, sem
þroska skilning á stærðar- og
fjöldahugtökum, kenna einfalda
röksemdafærslu,t.d. flokkun
hluta eftir eiginleikum, svo eitt-
hvað sé nefnt.
— Þegar kennsla hófst almennt
i sex ára deildum.var mjög lltið
námsefni handbært til notkunar
þar, og þss vegna hefur það verið
i mótun á þessum þremur árum
og eiga kennarar sex ára deilda
mikinn þátt i að semja það. Að
sjálfsögðu hefur talsvert verið
stuðzt við erlendar hugmyndir, en
alltnámsefnisex ára deilda hefur
verið endurskoðaðárlega og valið
úr þvi eftir þvi, hvað bezt hefur
þótt reynast. Mitt starf sem eftir-
litskennari hefur einmitt verið
fólgið i þvi að töluverðu leyti að
vinna upp nýtt námsefni og fylgj-
ast meö því, hvernig það hefur
reynzt i kennslu. Það er mjög
misjafnt hvernig börnunum
gengur að ráða við verkefnin, en
völ þarf að yera á verkefnum af
sem allra flestum þyngdarstigum
til þess að allir geti fengið verk-
efni við sitt hæfi.
Eins og sagt var i upphafi, hef-
ur kennsla sex ára barnanna
mælzt ótrúlega vel fyrir, þar sem
um talsvert róttæka breytingu á
kennsluaðferðum er að ræða, en
bæði kennarar og foreldrar hafa
sýnt mikinn skilning á starfinu I
heild. Þó hafa komið upp raddir,
sem hafa gagnrýnt hana. Einkum
hefur það verið haft á orði, að
lestrarkennslan sé ekki tekin
nógu föstum tökum i sex ára
deildum.
— Venjulega hefst kerfisbund-
in lestrarkennsla eftir áramót i
sex ára deildum, en kerfisbundin
stærðfræðikennsla nokkru fyrr.
Umferðarfræðsla hefur einnig
verið stór þáttur i námi sex ára
barna. Það hefur ekki verið tekin
nein endanleg ákvörðun um,
hvenær hefja eigi lestrarkennsl-
una i framtiðinni og er raunar
mjög vandasamt að ákveða,
hvenær bezt sé að hefja almenna
lestrarkennslu, þvi að börn eru
mjög misjafnlega fljót að öðlast
þann likamlega og andlega
þroska, sem þarfað hefja lestrar
nám. Við höfum reynt að miðla
reynslu annarra þjóða I þessu
efni og farið milliveg milli banda-
riskra skóla, þar sem lestrar-
kennsla hefst yfirleitt þegar börn-
in eru sex ára, og Skóla á Norður-
löndum, þar sem engin lestrar-
kennsla fer viðast hvar fram fyrr
en f sjö ára bekkjum. Ég tel að
þaö væri hægt að kenna miklum
hluta sex ára barnanna að lesa
strax og þau koma i skólann að
hausti. En ef það væri gert, færu
þau mikils á mis og auk þess
myndi það ekki spara neinn tima,
vegna þess að ef börn byrja lestr-
arnám á kjörtima, tekur það
styttri tima I-heild Auk þess verða
miklu fleiri börn fær um að hefja
kerfisbundið lestrarnám, ef beðið
er svolitið, og minni hætta er á
mistökum i lestrarkennslunni.
Það getur haft alvarlegar afleið-''
ingar i för með sér að hefja lestr-
arkennsluna of snemma. Þegar
barn uppgötvar, að það ræður
ekki verulega vel við lestrarnám-
ið, er hætta á að það fái andúð á
þvi og gefist jafnvel upp við það.
Með þvi að leggja grundvöll að
lestrarnáminu, t.d. meö góðum
foræfingum, veitist það barninu
auðveldar viðureignar. Það er
farið mjög hægt I sakirnar I lestr-
arkennslunni og hún er unnin
mjög nákvæmnislega og vand-
virknislega. Nú er möguleiki á
aðbörn séu tilbúin.að hefja lestr-
arnám, áður en þau koma i sex
ára bekk. Mjög gott dæmi um að
barn sé tilbúið að hefja lestrar-
nám, er að það fer að spyrja um
heiti stafa og merkingu orða.
Þegar barn spyr um slikt, er
rangt að svala ekki forvitni þess.
En vilji foreldrar hjálpa barni
sinu með verkefni þess i skólan-
um, er heillavænlegast að leita
ráða hjá kennaranum um það i
hvaða formi hjálp komi að bezt-
um notum. Komi það fyrir, að
foreldrar noti aðra aðferð við
lestrarkennslu, en gert er I skól-
anum, ruglar það barnið og sá
ruglingur getur orðið alvarlegur.
En ég er þvi mótfallin að foreldr-
um sé bannað að aðstoða börn sin
við námið. Þeir þurfa einungis að
sjá til þ'ess að hjálpin komi að til-
ætluðu g< gni. Einstaka börn
koma læs i skólann sex ára og
boriö hefur á þvi, að fólk áliti að
þau hafi lltið sem ekkert gagn af
veru sinni í sex ára deildum. Ég
tel rétt að leiðrétta þann mis-
skilning, þvi að það segir ekki
alltaf allt, að barn komi læst I
skólann. Kannski hafa einmitt
þau börn minnsta reynslu i að.
umgangast önnur börn. Vitaskuld
þarf þetta ekki að fara saman, en
slikt getur gerzt og þarf alls ekki
að vera á nokkurn hátt óeðlilegt.
Sum börn kunna lika dálítið að
lesa, en hafa ef til vill enga æfing i
að prenta o.s.frv. Ekkert barn á
að þurfa að staðna á þroskabraut-
inni, þegar það er i sex ára bekk. í
skólanum er reynt að búa til
hvetjandi umhverfi, þar sem hver
einstaklingur getur aflað sér þess
þroska, sem hann þarfnast. Þar
eru bækur og lestraræfingar
handa þeim, sem farin eru að
lesa. Þar eru leikföng, blöð,
skæri, lim, litir, hljóðfæri og
fleira og hlutverk kennarans er
að leita að þörfum hvers og eins
og veita honúm úrlausn, t mörg-'
Framhald á bls. 46
39. TBL. VIKAN 25