Vikan - 27.09.1973, Page 31
FINNINN BROSANDI
framhald af bls. 9
heimsmeti, en það átti Englend-
ingurinn A.J. Robertsson, 15:01,2
min.
Keppnisdagurinn rann upp. Að-
stæður voru eins og bezt verður á
kosið, skömmu fyrir hlaupið gerði
skúr og loftið var hreint og svalt.
Skotið reið af og mest spennandi
hlaupið i sögu OL til þess tima var
hafið. Hannes tók að venju mik-
inn sprett i upphafi hlaupsins og
^tekur forystuna. En það stóð ekki
lpngi. Litt þekktur Bandarikja-
maður er orðinn fyrstur á öðrum
h^ing og ýmsir aðrir reyna að
' komast fram úr. Þrátt fyrir hinar
góðu aðstæður var millitiminn
fyrstu 1500 metrana aðeins 4,17
'min. i staðinn fyrir 4.13 fyrstu
1500 metrana i 10 km hlaupinu
tveimur^lögum áður. Klukkurnar
sýndu 7 minútur og 17 sekúndur,
þegar hlaupið var hálfnað, og þá
kom Jean eins og örskot og þaut
fram úr öllum keppinautum sin-
um. Millitimarnir fóru nú að
batna, 8.44 min'. við 3000 m mark-
ið. Hannes fylgdi Jean fast eftir,
þeiF'höfðu nú þrist alla hlaupar-
< ána af sér og þ'etta var orðið al-
gert einvlgi. Áhorfendur lifðu sig
inn i hlaupið, hér hlaut eitthvað
mikið að gerast. Þegar hálfur
annar hringur var eftir i mark
reyndi Hannes að fara fram úr,
en Jean bætti aðeins við sig og
Finninn varð að láta undan siga I
bili.Þegar 200 metrar eru i mark
hefst lokaþáttur þessarar miklu
baráttu. Spenningurinn nær nú
hámarki og áhorfendur risa á
fætur. Finnski kórinn hrópar i
takt: Su-o-mi, Su-o-mi! Allt var i
mikilli óvissu. Þegar siðustu
beygjunni lýkur. lengist bilið og
Jean er tveimur metrum á undan,
flestir eru á þeirri skoðun, að sig-
ur hans bíasi við, en biðum við,
Hannes á óvænta krafta eftir og
hann tekur að draga á keppinaut
sinn hægt, og bitandi. Bilið
minnkar aðeins, þvi að Jean á
eitthvað i pokahonrinu ennþá.
Þegar aðeins 10 metrar eru eftir i
mark, var eins og Jean væri að
missa jafnvægið, hraðinn minnk-
ar snögglega, Hannes skýzt fram
úr og sigrar. Bilið var tæplega
einn metri. Strax eftir hlaupið
breiðist hið þekkta bros yfir and-
lit Hannesar, hann hafði sigrað i
erfiðasta hlaupi sinu til þessa
dags. Undrunarkliður fór um
áhorfendur, þegar timarnir voru
tilkynntir: Hannes 14:36,6min. og
Jean 14:36,7 — gat þetta verið
satt?---Þessi sigur Hannesar
Kolehmainens hafði ótrúlega
mikil áhrif i Finúlandi, það rikti
sannkölluð þjóðargleði i landinu.
Unglingarnir dáðu þennan mann
og næstu áratugina voru Finnar
fremsta þjóð heims I langhlaup-
um.
En Hannes átti eftir að. vinna
fleiri afrek, hann tók þátt i viða-
vangshlaupinu og setti nýtt
heimsmet, vegalegndin var 3000
metrar. Jean Bouin var með i
hlaupinu en hætti eftir 1 km.
Hannes fór til Bandarikjanna
strax eftir OL og settist þar að.
Hann var kominn úr allri æfingu,
allur spenningurinn i sambandi
við OL hafði tekið á taugarnar.
En vestra jafnaði hann sig fljót-
lega og á fimm ára timabili þar
vann hann marga fræga sigra I
iþróttakeppni allt frá 2ja til 15
milna hlaups. Or þvi fór Hannesi
að fara aftur og hann var næstum
hættur heppni árið 1918. En 1920
áttu OL að fara fram i Antwerpen
og þegar gamla föðurlandið kall-
aði fór hann að æfa fyrir mara-
þonhlaup. Þess skal getið, að
Hannes hafði fengið bandariskan
rikisborgararétt.
Hannes var ekki eins fjaður-
magnaður og áður fyr.r, en hann
var reynslunni rfkari. Hann vissi
mikið um þjálfun og keppni. í
Antwerpen var keppnin hörð, en
Hannes bar sigur úr býtum, og
segja má, að ' maraþonhlaupið
1920 hafi verið síðasta framlag
hans I þágu keppnisiþrótta.
Hannes Kolehmainen var að
vissu leyti maður leikanna i Ant-
werpen, eða eins og sænskur
blaðamaður sagði, Finnlands litli
stóri Hannes.
Það var stórkostleg stund, þeg-
ar Hannes Kolehmainen hljóp
heiðurshringinn eftir sigurinn i
maraþonhlaupinu. Hann var
hylltur sem hinn stóri sigurveg-
ari, þessi sibrosandi maður, sem
vann þjóð sinni svo mikið gagn á
Iþróttaleikvanginum.
Þegar Hannes Kolehmainen
kom i stutta heimsókn til Finn-
lands árið 1914 var honum fagnað
sem þjóðhetju. Eftir OL I Ant-
werpen 1920 flutti hann aftur rtil
föðurlandsins. Hann geröist fyrst
um sinn bóndi á jörð, sem finnska
þjóðin gaf honum, en eftir 1924
flutti hann til Helsinki og stofn-
setti sportvöruverzlun.
Hannes hætti ekki að hugsa um
iþróttir, þó að hann hætti keppni,
hann varð m.a. formaöur í félagi
sinu Helsingin Kisa Veicot.
Hannes Kolehmainen hefur
sennilega aldrei fengið tækifæri
til að sýna hvað raunverulega I
honum b.jó. A OLI Stokkhólmi var
hann kominn yfir hápunktinn á
afreksferli sinum. Still hans og
æfingaaðferðir voru lærdómsrik-
ar, ekki sizt vegna þess að hann
færði dagbók yfir æfingar sinar.
Þjálfarinn Kearland frá S-Af-
riku var mjög krifinn af Hannesi
og sagði að still hans minnti m jög
á hina mikli. Btvinnuhlaupara,
Watkins, Bacon og Thomas, sem
voru uppi um 1890, en hann haföi
séð þá I keppni. Aftur á móti hafa
þeir, sem geymt hafa minninguna
um Hannes, talið hann likjast
mest Ný-Sjálendingnum Love-
lock, sem sigraöi i 1500 m hlaupi á
OL I Berlin 1936.
Hannes Kolhmainen var að
mörgu leyti á undan sinni samtið i
æfingum. Hann iðkaði mjög hlaup
með breytilegum hraða en einnig
löng hlaup til skiptis á hörðum
vegum og á viðavangi. Hann
sagði þó siðar, að hann hefði gert
margt rangt, m.a. telur hann
óheppilegt fyrir hlaupara að láta
nudda sig mikið.
Hannes var mjög dáður iþrótta-
maður bæði i heimalandi sinu og
um viða veröld. Hann var heiðar-
legur, drengilegur en þó kapp-
samur iþróttamaður. Sannur
Iþróttamaður. Hann lagði mikið á
sig i þágu iþróttanna, og hann
uppákar lika marga glæsta sigra.
Finnska þjóðin mun seint gleyma
þessum frábæra afreksmanni
sinum, Hannesi Kolehmainen.
3M______________________________
framhald af bls. 33
„Slðast, þegar við vorum hérna,
hlutum við mjög góðar móttökur,
en þá lékum við bara einu sinni.
Siðan eru tvö ár og á þessum tima
höfum við breytt tónlistinni tölu-
vert. Við leikum ekkert lag núna,
sem við lékum fyrir tveimur
árum, og teljum tónlistina mun
betri núna, heldur en fyrir
tveimur árum. Við leikum að
mestu orginal efni. Flestar
Frambald á bls. 36