Vikan

Issue

Vikan - 27.09.1973, Page 35

Vikan - 27.09.1973, Page 35
OENDANLEGUR DAGUR Það varð dauðaþögn i herberginu, þrúgandi þögn. Staffan starði á hana og það var ótti i augnaráðinu. §vo hristi hann höfuðið.. smiðjan þyrfti að fá próförkina, hefir hún sagt til að það hljómaði sennilega. En spurningin er aðeins, hversvegna þurfti hún að tala rósamál. Við verðum að ná i þessa bók. Staffan leit á úrið. — Fjandinn hafi það, klukkan er orðin sex. Búðirnar hafa lokað. — En þú ert i vesterás vinurinn, sagði Anna Lisa. — Hér er ekki verið með þá sparða- Óttaslegið augnaráð Cillu Malmström, þegar hún gekk ein inn i mannlaust hús systur sinnar, elti Staffan Jernberg allan daginn. Hvernig leið henni núna? Og hvað hafði eiginlega komið fyrir systur hennar? Staffan bölvaði i hljóði rit- stjóranum, sem hafði neytt hann til að fara inn i villiskóga Bergslagen, til að tala við þennan skrýtna karl einmitt i dag. Og ör- lögin voru honum andstæð á alla vegu. Leigubistjórinn hafði villzt af leið og kom klukkutima of seint, geðvondur og þreyttur. Staffan skrifaði handritið af við- talinu i bilnum, á leiðinni til Vertesás. Hann var varla kominn inn úr dyrunum á hótelinu, þegar einkaritari ritstjórans hringdi og heimtaði handritið. — Það er tilbúið, sagði Staffan, — en... — Ekkert en, öskraði rit- stjórinn. Myndirnar eru komnar, þær komu Ijómandi vel út. Við verðum að koma þessu öllu i blaðið á morgun. Ég læt gefa þér samband beint við móttökuna. Svo liðu einar tuttugu minútur, meðan Staffan las fyrir handritið, reyndi að vera þolinmóður og biða, meðan verið var að stafa sig út úr þvi, ná mállýzkunni og rétt- um nöfnum. En hann var með hugann hjá Cillu allan timann. Hann varð ennþá órólegri, þegar Anna Lisa kom með pappirsörk i hendinni og lagði fyrir framan hann, en benti honum að halda áfram. — Andaðu rólega, sagði hún, þegar hann hafði lagt frá sér sim- tólið. — Systirin hefir greinilega komið i leitirnar. Cilla Malm- ström byrjaði með þvi að segja mér, að þær ætluðu i ferðalag saman og væru um það bil að leggja af stað. — Það er furðulegt, sagði Staffan. — Hún minntist ekki á það i morgun. Það hefir kannski verið vegna þess, sem systirin hefir þurft að bregða sér frá. En samt finnst mér þetta nokkuð skrýtið, það leit út fyrir að hún hefði þotið af stað i miklum flýti, rétt brugðið sér frá i nokkrar minútur... — Cilla Malmström var ekki beinlinis háttvis i simanum, sagði Anna Lisa þurrlega. — Hún kom fram við mig, eins og ég væri sjálfvirkur simsvari. Og hún las mér fyrir einhverja langloku, sem ég skildi ekkert i. Heldurðu ekki að hún..Anna Lisa hikaði andartak, eins og hún væri að leita að heppilegum orðum.... — að hún hafði gert nokkuð mikið úr þessu með hvarf systurinnar? Getur það ekki verið, að hún sé eitthvað taugaveikluð? —- Nei, sagði Staffan ákafur. — Það var ekkert við þessa stúlku, sem gat bent til þess, að hún væri taugaveikluð. Og þótt hún væri óttaslegin yfir þvi að vera þarna ein i mannlausu húsinu, þá gerði hún það samt. Hvað sagði hún? — Ég skrifaði það niður, sagði Anna Lisa, — frá orði til orðs. Hún bað mig að gera það. Staffan las skilaboðin tvisvar og hrukkurnar á enni hans urðu dýpri. Hann leit upp, horfði á önnu Lisu: — Ég skil vel, að þér hafi fundizt þetta undarlegt. En það er það ekki. Tilvitnunin, sem hún kallar lykilorðið er titillinn á bók eftir hana sjálfa. Það hlýtur að vera sú bók, sem hún kállar handritið. — En hversvegna sagði hún það þá ekki? — Vegna þess, að þá hefði hún komið upp um það, að þetta væri úr bók, sem væri til á bóka- markaðinum. Það, að prent- Framhaldssaga eftir Gunnar Berg Áttundi hluti og sögulok tinslu, að læsa öllu klukkan sex: búðir eru opnar til átta og kannski lengur, að ég held. Staffan var búinn að gripa sim- tólið og talaði við afgreiðslu- borðið. Hann fékk strax samband við bókabúð og þar var honum lofað, að bókin yrði send með hraðboða. Meðan þau biðu eftir henni, hringdi Staffan i simann til systur Cillu. Þar svaraði enginn. Svo hringdi hann til nágrannanna, systranna Eke- bom. Ráðskonan kom í simann og sagði að ungfrú Malmström væri alls ekki gestkomandi þar og svo lagði hún á. — Þær eru þá líklega lagðar af stað, sagði Anna Lisa. Tíu minútum siðar kom drengur með bókina. Þau flýttu sér að fletta upp á blsðsiðu 149. Þau lásu bæði upphafið af ákæru saksóknarans. Skyndilega hækkaði Staffan raustina og las hátt og skýrt: ,,Við erum hér með vitnisburð réttarlæknis og það ætti að taka af öll tvimæli. Látna konan getur ekki verið fórnarlamb slyss, eins og ákærði vill vera láta, heldur hefir hún verið myrt.” Hann leit upp frá lestrinum og leit i óttaslegin augu Onnu Lisu. — Það er lifsnauðsynlegt, strikið undir lifsnauðsynlegt, hafði hún upp fyrir sjálfri sér. Hún hefir fundið systur sina myrta! En hversvegna hringir hún þá ekki til lögreglunnar? Og hversvegna þurfti hún að vera með þessar dularfullu setningar? Anna Lisa las aftur skilaboð Cillu. — Það er eins og hún hafi ekki getað talað ljósar, þegar ég hringdi, sagði hún hægt. — Það er eins og einhver hafi verið i her- berginu. Eftir andartaks þögn hélt hún hikandi áfram: — Kannski morð- inginn. Nú varð dauðaþögn um stund, þrúgandi þögn. Staffan starði á hana og það var ótti i augum hans. Svo hristi hann höfuðið. — Nei, það er alltof ósennilegt! Það getur ekki verið mögulegt! Rödd hans var hás af ákafa. — Þú ert hrifinn af henni, sagði Anna Lisa og það var frekar til staðfestingar heldur en að það væri spurning. Staffan svaraði ekki, það var engu likara en að hann heyrði ekki til hennar. Hann þaut á fætur og fór i jakkann. — Anna Lisa, ég fer þangað strax. — Við förum, sagði Anna Lisa og flýtti sér að ná i myndavélar- nar. Þetta gæti ef til vill orðið for- siðumynd. Það var mjög mikil umferð út úr borginni. Þetta var föstudags- kvöld og allir borgarbúar virtust vera að koma sér úr borgarskar- kalanum. Svo voru lika Stokk- hólmsbúar að flýta sér til sumar- bústaða sinna i Bergslagen. Og veðrið hafði tekið breyt- ingum. Það var mjög dimmt yfir, blásvört ský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn. 1 bilút- varpinu heyrðu þau, að spáð var rigningu og þrumuveðri, stormi og hagléljum. Framhaíd á bls 36 39. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.