Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 27.09.1973, Qupperneq 37

Vikan - 27.09.1973, Qupperneq 37
stóö á milli þeirra, um koll, greip töskuna sina og fleygði henni af alefli i andlitið á Isaksson. Hún var heppin. Taskan var að visu ekki mjög þung, en nóg til þess að meiöa hann. Lásinn var úr málmi o^ slóst i augun á honum, svo hann blindaðist sem snöggvast. Hann féll aftur á bak i sófann og veinaði af sársauka. Áður en hann gat staðiö upp aftur, var Oilla þotin gegnum húsið og búin að skella eldhúsdyrunum á eftir sér. I ganginum milli eldhússins og bilskúrsins leitaði hún að „lyklinum að bilskúrnum i vasa sinum. Lyklarnir á lykla- hringnum voru allir flæktir saman. Fyrir aftan sig heyrði hún Isaksson berja á dyrnar. Rétt i þvi að hún hafði fundið réttan lykil og opnað bilskúrsdyrnar var Isaksson að komast gegnum eld- húsdyrnar. A siðustu sekúndu gat hún smeygt sér inn i bilskúrinn og skellt I lás á eftir sér. En nú vissi Isaksson hvar hún var. Eitt andartak stóð hún hikandi og velti þvi fyrir sér, hvort hún ætti að þora að aka þessum nýja bfl, sem hún hafði aldrei séð eða snert. Eðlisávisun varaði hana við þvi. Isksson var ábyggilega búinn að loka hliðinu. Það var að- eins ein leið til frelsis, en hún var hættuleg. Það var yfir útsýnis- hæðina við brekkuna niður að ánni. Þar var bratti kletta- veggurinn, sem skildi að lóðirnar. En hvernig átti hún að komast þangað óséð, i þessum ljósu fötum? Trén stóðu strjált á þessum stað og alparósa- runnarnir voru svo lágir, að þeir myndu ekki skýla henni alveg. Skyndilega varð albjart I bil- skúrnum, bláhvitt ljósið frá eld- ingu lýsti allt uþp og eftir nokkrar sekúndur kom svo ærandi þrumu- hljóö. Svo heyrði hún til slag- veðursins á skúrþakinu. Hún þrýsti sér upp að veggnum og reyndi að hugsa skýrt. Henni hafði I fyrstu létt yfir þvi að kom- ast undan honum, en sú tilfinning var algerlega horfin og hún skalf af hræðslu. Það þýddi ekkert að hugsa til þess, að smeygja sér inn I húsið aftur, meöan Isaksson leitaði að henni utan dyra. Hún var farin að þekkja viðbrögð hans og var viss um, að hann hefði aldrei farið út úr húsinu, án þess að ganga kyrfilega frá þvi, að siminn væri úr sambandi. Enda hafði hún enga möguleika á þvi, að komast inn aftur. Ef hann fyndi hana svo þarna, þá var hún eins og rotta i gildru. Hún varð aö hætta á, að fara úti garðinn. Cilla reyndi að hlusta eftir hreyfingum hans, en slagveðrið fyrirbyggði þaö algerlega. Hún varð að komast út, varð-varð- varð! Hún varð aö beita næstum ómannlegri sjálfsögun til að opna dyrnar, en henni tókst það. Svo smeygöi hún sér gegnum dyra- gættina og fleygði sér undir jas- minrunnana við húshorniö. Ottinn sat eins og kökkur I háls- inum á henni, og hjartað barðist I brjósti hennar, svo hún hélt að þaö myndi springa. Hún fikraði sig áfram, skref fyrir skref, hlustaði út i regnið og myrkrið. Svo skreið hún á hnjánum. Greinar runnanna slógust I and- litið á henni og mölin meiddi hana i hnén, en hún fann varla fyrir þvl. Skyldi hann vera i hinum enda garðsins, þess bað hún inni- lega og vonaði að hann héldi að hún heföi komizt út um hliðið. Guð gæfi að honum dytti aldrei i hug stigurinn að útsýnishæðinni. En allan timann bjóst hún við að hann réðist á sig, að hann væri bak við næsta runna. Óvissan og óttinn var alveg aö gera út af við hana: hún var að þvi komin að Öskra, til að láta þessu öllu vera lokið. En eitthvað fékk hana til að stilla sig og hún skreið áfram, nálgaðist stiginn að kletta- veggnum. Það var ekki svo langt eftir, bráðum gæfl hún rétt úr sér og hlaupið siðasta spölinn. Þá splundruðust skýin, æðisleg eldingin lýsti upp allt umhverfið og I draugalegri birtunni sá hún hann. Hann lá i hnipri unclir alpa- rósunum, næstum frammi við út- sýnishæðina, þar beiö hann eftir henni. Cilla reis upp. Eitt andartak stóð hún grafkyrr og „horfði á hann. Svo sneri hún sér við og æddi áfram. Það var aöeins ein hugsun, sem komst fyrir I hálflömuðum heila hennar: minningin um litlu furuna, sem hallaðist út „yfir skarðiö 1 kiettaveggnum. Furan myndi bjarga henni. Bara ef hún næöi þangað, bara að hún.... Ef hún gæti komizt framhjá syllunni við furuna, þá myndi hún geta klifraö niður I giliö og komizt þaðan upp til Ekehill. Isaksson myndi aldrei þora að elta hana þangað. En ef hún næði þvi ekki. Cilla kjökraði og reyndi að hugsa ekki um vatniö, sem fossaði þarna niðri I hyldýpinu. Gegnum veðurofsann, sem nú var svolitið aö slota, heyrði hún til hans. Henni heyröist hann nema staöar. Cilla var nú komin fram á klettabrúnina og hún studdi sig við litlu furuna, meöan hún leitaði að fótfestu. Gamla klifursýkin geröi nú vart viö sig. Hún fann fljótlega festu fyrir hendur og fætur og leitaði með fætinum eftP holu I klettinn, holu sem hún haföi tekiö eftir um morguninn, þegar hún var að leita að systur sinni. Hún beygði sig i hnút og reyndi aö gera sig ósýnilega. Hún vonaði innilega aö Isaksson héldi að hún hefði falliö niður i gilið. HANSA-húsgögn HANSA-gluggafjöld HANSA-kappar HANSA-veizlubakkar Vönduð íslenzk framleiðsla. Umboðsmenn um allt land. En ef svo væri ekki. Ef hann vissi aö hún væri þarna. Þá varð hún aö halda áfram og skreiðast niður klettavegginn. Cilla teygði úr fætirium, til að þreifa fyrir sér. Rétt fyrir neðan átti að vera fótfesta. Eða var það lengra til vinstri? Hún fann hana ekki, þrýsti hnjánum upp að berginu. En fyrir neðan hana var aðeins loft. Staffan hægöi á bilnum við hliðið á garðinum.- — Við ökum inn, sagði hann. Hann stökk út úr bflnum og opnaði hliðið. I fyrstu hélt hann aö hliðið væri læst, en svo fann hann, að festin var aðeins bundin um læsinguna. Hann gat þvi opnað og ók inn fyrir . Húsið var algerlega myrkvað. Þau gengu kringum húsið og reyndu allar dyr, en þær voru læstar. — Setjum nú svo, að Cilla hafi fundiö systur sina látna, sagöi Anna Lisa. — Eða þá að hún hafi veriö mikið slösuð, svo hún hafi þurft að fara meö hana á sjúkra- hús. Ef hún er látin, er varla við þvi að búast, að stúlkan sitji þarna ein og blði i mannlausu húsinu. Gæti ekki verið, aö hún hefði farið til nágrannanna, gömlu ungfrúnna? — Það er ekki ósennilegt, sagöi Staffan. — Ungfrúrnar Ekebom vilja aö sjálfsögðu ekki láta trufla sitt daglega lif, en ef þeim finnst skyldan kalla, þá er öruggt, að þær leggja sitt til. Við skulum fara þangað og vita hvaö þær segja. Þau voru komin hálfa leiö að hliöinu aftur, þegar Anna Lisa lagði varlega höndina á arm Staffans. — Uss! sagði hún. Það er einhver að hrópa á hjálp! Og svo heyrði hann það, fjar- lægt og veikt. Hann rak upp öskur. Anna Lisa tók til fótanna og Staffan hljóp fram fyrir hana. 39. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.