Vikan


Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 4
■ pósturinn Á báðum áttum Komdu sæll og blessaður, elsku Póátur! Nú ætla ég að biðja þig aö hjálpa mér svolitið. Ég er búin að vera hrifin af strák siðan i októ- ber og hann er ofsalega hrifinn af mér lika. Núna á hann heima i Reykjavik, en ég fyrir austan. Svo var mér sagt um daginn, að hann væri með einhverri stelpu, en ég vil ekki trúa þvi, vegna þess aö stelpan, sem sagði mér það, hefur logið svo mikið að mér. Ég er steinhætt að trúa henni. Hann er nokkru eldri en ég og ég hef ekkert hitt hann svo lengi. A ég að fara og tala við hann, eða á ég að láta hann eiga sig? Ég vonast eftir svari sem fyrst, elsku Póstur, þvi að ég er að deyja úr leiðindum. Vertu svo blessaður og sæll, elsku Póstur. Ein, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. P.S. Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Fyrst þú ert steinhætt að trúa stelpunni, vegna þess hvað hún hefur skrökvað mikið að þér, skaltu ekkert vera að trúa henni núna heldur. Þú segir lika, að strákurinn sé ofsalega hrifinn af þér, svo að þú ættir ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur. Næst, þegar þú hittir strákinn, ættirðu samt að ganga úr skugga um, að hann hafi ekkert verið að dufla við aðrar stelpur. Þú ert ekki nema þrettán ára. //Hjálmar og Hulda" Kæri Póstur! Fyrir nokkrum árum birtist i Póstinum hjá þérljóðið „Hjálmar og Hulda ”, en þar sem ég get ekki fundiö blaðiö, langar mig til að biðja þig aö finna það fyrir mig og senda mér það. Með kveðju og þakklæti. T.E. Það er svo Iangt um liðið, siðan þetta ljóð var birt í Póstinum, að varla er vinnandi vegur að hafa upp á þvi. En ef einhver lesenda Póstsins á nú þetta ljóö i fórum sinum, væri þaö vel þegið til birtingar. Lyfseöill á Jesú! Kæra Vika! Þú, sem getur svarað öllum spurningum lesenda þinna og greitt úr öllum flækjum, hjálpaðu okkur nú. Við erum tvær, sem höfum veðjað um atriði úr sjón- varpinu, sem kom fyrir i umræðuþætti um áfengismál og eiturlyfjaneyzlu fyrir nokkru. Einn þátttakenda i umræðunum lét þau orð falla, að ekki væri hægt að fá resept á Jesú eða guð almáttugan. Nú er spurningin: Er sá, sem þetta sagði, læknir eða félagsfræðingur? Vonumst til að fá svar sem fyrst. Með þakklæti fyrirfram. Tóta. Nú vandast málið, Tóta. Pósturinn sá ekki þennan þátt i sjónvarpinu og veit ckki, hver þátttakenda sagði þessi orö. En spurningunni er hér með komið á framfæri við lesendur Póstsins. Áhugalaus piltur! Kæri póstur! • Ég ?etia bara aö koma strax að efninu. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af strák, sem er jafngamall mér, en hann vill ekkert með mig hafa. Hann er alltaf að reyna við einhverjar aðrar stelpur eins og til dæmis vinkonur minar, en er alltaf svo leiðinlegur við mig. Elsku Póstur! Hvaö get ég gert til að ná I hann? Ég er að deyja úr ást? Ég vona, að þú birtir þetta bréf og svo þakka ég fyrir. Ein ástfangin. P.S. Hvernig er skriftin, hvað lestu úr henni og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Hvernig fara tvær vogir saman? Vogir af gagnstæðu kyni eiga mikla ást og hamingju i vændum saman. Þú ert þrettán ára, skriftin er ekki slæm, en svolitið sóöaleg og bendir til þess að þú eigir i einhverjum vandræðum með sjálfa þig. Reyndu nú að slaka svolitið á og i öllum bænum haltu þér svolitið til. Þá getur vel verið, að þetta gangi eitthvaö með strákinn. Handavinnukennsla Kæri Póstur! Ég vil segja eins og aðrir, sem skrifa þér: Ekki láta þetta bréf lenda i ruslakörfunni. Ég er mjög stolt af þér. t Póstinum hafa komiö svör viö mörgum spurn- ingum, sem ég hef veriö að velta fyrir mér. Og nú langar mig til að spyrja þig: Hvaða nám þarf til þess að verða handavinnukennari I barnaskóla? Er landspróf nauðsynlegt? Mig langar lika til að vita, hvaö er gott fyrir þurra húð, sem ekki þolir klór I sund- laug? Hvað helduröu aö ég sé gömul og hvað lestu úr skriftinni? Ein á Akureyri. Pósturinn þakkar hlý orð i sinn garð. Til þess að verða handa- vinnukennari þarf að stunda 3ja ára nám við handavinnudeild Kennaraháskóla tslands, en | inntökuskilyrði í Kennara- 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.