Vikan - 16.05.1974, Page 5
háskólann — allar deildir — er
stúdentspróf eöa hliðstæð
menntun. Ekki er nauösynlegt að
taka landspróf. Gagnfræðaprof
ætti að nægja. Að þvf loknu þarf
að stunda tveggja ára nám við
framhaldsdeildir gagnfræðaskóla
og siðan tveggja ára nám við
undirbúningsdeild Kennara-
háskólans. Jafnframt handa-
vinnunni velja nemendur Ihanda-
vinnudeild eina bóklega grein,
sem þeir fá kennsluréttindi I að
loknu prófi. Varðandi þurra húð
skaltu leita læknis. Þú ert á
fimmtánda ári og skriftin bendir
til samvizkusemi.
Kóróna
Kæri Póstur!
Okkur langar til að vita ýmis-
legt og spyrjum þig þess vegna
nokkurra spurninga.
1. Hvað mynduð þið gera, ef þið
væruð að stofna hljómsveit?
2. Hvað gizkið þið á, að eitt
trommusett kosti?
3. Hvað kostar bassi eða sóló?
4. Hvar er hægt að læra að
syngja?
5. Hvað gizkið þið á, að kosti að
reka hljómsveit?
Við vonum, að þetta lendi ekki i
ruslakörfunni. Erum að stofna
hljómsveitina KORÓNA!
Bless.
Gauji, Einar og Kitti.
Ef Pósturinn ætlaði að stofna
hljómsveit, myndi hann byrja á
þvi að læra almennilega á eitt-
hvert hljóðfæri. Svo myndi hann
reyna að komast I samband viö
fleiri, sem kynnu að leika á hljóð-
færi. Trommusett fáið þið varla
fyrir minna en 40.000 kr. og þau
kosta allt að 180.000 — 200.000 kr.
Bassagítar og sólógitar kosta frá
18.000 krónum og upp I 80.000
krónur. Söng lærir fólk hjá söng-
kennurum. Reksturskostnaður
hljómsvcitar fer náttúrlega aðal-
lega eftir þvi, hvaö reksturinn er
umfangsmikill og ætli flestar
hljómsveitir, sem leika opin-
berlega, hafi ekki vel fyrir
kostnaði.
Spegillinn, færeyskt
dagblað og fleira
Kæri Póstur!
Mig langar til að bera fram
nokkrar spurningar.
1. Er timritið „Spegillinn”
hættur að koma út?
2. Hvers vegna koma aldrei
islenzk sakamálaleikrit eða
gamanleikrit i islenzka sjón-
varpinu? Eru þau kannski ekki
til?
3. Er hægt að gerast áskrifandi
að færeysku dagblaði? Ef svo er,
hvernig þá?
4. Er hætt aö birta viðföl við
ýmsa landsþekkta menn i
„Vikunni”?
5. Væri ekki reynandi að fá The
Beách Boys hingað i heimsokn?
Eru þeir kannski of dýrir?
6. Er ekki hægt að fá
einhverja landsþekkta skemmti-
krafta til að skemmta I sjón-
varpinu?
Það er þá ekki meira að sinni.
Kær kveðja,
k.k.s:
1. Nokkur stöðvun hefur orðið
á útkomu „Spegilsins”, en þó er
óliklegt að hann sé búinn að
leggja upp laupana fyrir fullt og
allt.
2. tslenzk gamanleikrit hafa
verið sýnd I sjónvarpinu oftar en
einu sinni og jafnvel sakamála-
leikrit lika.
3. Reyndu aö skrifa til Dimma-
lætting, Erling Jallsgöta 6, Tórs-
havn, Föroyar.
4. Nei.
5. Það gæti vel veriö reynandi,
en kannski svolltið dýrt.
6. Eru landsþekktir skemmti-
kraftar ekki alltaf öðru hverju að
skemmta I sjónvarpinu?
ii
Jenny^
Skolavoróustig,
vill segja fra
|>að er vel líerl sem við <iérum siálfai
Hannyrðavtirur frá JennS prvða lieimilið
bómullargarni í öllum
litum, CB og METTA.
HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN
Jenný
SkólavörSustíg 13a • Simi 19746 - Pósthólf 58 - Reykjavik
VIKAN 5