Vikan


Vikan - 16.05.1974, Síða 11

Vikan - 16.05.1974, Síða 11
fram, en ökulagið var nokkuð skrykkjótt. Fóturinn á Sid var sem limdur við bensingjöfina og hann ók, allt hvað af tók, út á aðalgötuna. En þegar hann kom auga á strætisvagn, sem kom akandi beint á móti honum, var sem köldu vatni væri skvett yfir hann, hann hemlaði og ók áfram með venjulegum hraða. Hann skalf svo að tennurnar i, munni hans glömruðu. Það væri nú þokkalegt, eða hitt þó heldur, að láta gripa sig núna... Meðan hann beið eftir að kom- ast út á aðalgötuna, þurrkaði hann svitann af enni sér og leit um öxl. Drengurinn hafði farið úr úlp- unni sinni og vafið henni um hundinn. Sid sýndist hann vera að gráta. 1 Klukkan hálf ellefu fór Deíla að hafa áhyggjur af Tommy. Hún fór fram i ganginn og klæddi sig i kápu, en svo sá hún sig um hönd •og fór aftur inn i stofuna og sett- ist. Hún mátti ekki gæla of mikið við son sinn. Hún ætlaði ekki að gera hann að mömmudreng, sem ekki gæti staðið á eigin fótum. , En þegar klukkan var að verða ellefu.'var hún bæði orðin hrædd og reið. Hann átti að fara snemma i skólann næsta dag. Hún fieygði kápunni yfir axlir sér og gekk út. Hún vissi vel hvert Tommy var vanur að fara, þegar hann fór út með Depil, svo hún gekk hratt niður eftir götunni, fram hjá húsi Kings fjölskyldunnar. Brátt var hún komin þangað, sem einu sinni hafði verið Wistaria Street. En þar voru nú húsin næstum öll horfin. Þáð var ekki annað eftir af skólanum og dýraspitalanum en rústir einar. Hún kallaði „Tommy!" en heyrði ekki annað en bergmálið af sinni eigin rödd. Hún var nú á mjög þöglum stað, þótt Laburn- um Street, með öllum sinum há- vaða, væri svona skammt undan. Þessar rústir voru allar mjög skuggalegar og þetta virtist óend- anlegt i myrkrinu. Ruslahaug- arnir voru eins og fjöll, kranabil- ar, jarðýtur og sementshrærivél- ar eins og fornaldardýr. Hingað og þangað voru rauð ljós til að vara menn við hættunni og linur voru strengdar kringum stærstu gigina. Litill timburskúr var þarna einskonar skrifstofa fyrir verktakana. Della hafði það á tij- finningunni að hún væri stödd á öðrum hnetti, einhverjum stað sem var likastur þvi sem lýst er i furðursögum Tommys. Hún kallaði aftur og blistraði á. Depil. Það var auðvitað ástæðu- laust að vera hrædd, þótt hún sæi þá ekki. Þarna voru svo margir felustaðir, sem þeir gætu verið að leika sér i. Hún kallaði og gekk nokkur skref áfram. Hún rak fótinn i eitt- hVað, sem liklega hafði verið þröskuldur og féll fram yfir sig. Nú var hún hrædd. Ekki angistar- full.heldur dauðhrædd. Hún hafði það á tilfinningunni, að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir Tommy. Hún staulaðist á fætur, kallaði aftur og aftur á Tommy, setti hendur fyrir munninn, svo hljóðið bærist lengra. Þegar hún fékk ekkert svar, sneri hún við og haltraði heim aflur. Klukkan var rúmlega tólf, þeg- ar grái fólksvagninn sveigði inn i Laburnum Street og var stöðvað- ur fyrir útan númer 8. Gráhærða konan, sem sat undir stýri sagði: — Móðir þin er lik- lega frá sér af hræðslu og ef þú vilt, þá skal ég koma með þér inn og tala við hana... En áður en Tommy gat svarað, oþnaðist hurðin og Della kom hlaupandi út og faðmaði hann að sér. Hann þrýsti henni að sér og sagði: — Mér þykir svp leiðinlegt, ef þú hefur verið hrædd, mamma. Ég veit að ég hefði átt að láta þig vita, en ég varð að fara strax með Depil til dýralæknisins. Hann beygði sig inn i aftursætið og tók þaðan böggul, vafinn i ullarteppi og það sló fyrir lykt af joði og et- er. Nýja hjúkrunarkonan kom hlaupandi út úr húsinu og kallaði: — Ég skal fara til herra Kol- inskis og hringja til lögreglunnar. Og svo var hún horfin. En hún var kómin aftur, áður en Tommy var búinn að koma Depli fyrir i körf- unni hans. Kolinski var á hælum hennar og Della hafði fengið dýralækninn til að setjast i bezta stólinn. Vatnið i te var að sjóða. Tommy sá að bundið var um vinstri hönd móður hans og að sokkarnir hennar voru rifnir og svo var hún með plástur fyrir neöan hnéð. Hann opnaði munninn til að spyrja, en hún sagði: — Nei, þú fyrst, Tommy. Meðan móðir hans hellti tei i bolla og kom með kex á fati, sagði hann sina sögu. I nokkrar.hræðilegar sekúndur eftir að vörubillinn var horfinn hélthann að Depill væri dáinn. En Framhald á bls. 45 VIKÁN n

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.