Vikan - 16.05.1974, Side 13
Emilia Dingle var ein þeirra,
sem alltaf lita út fyrir aö vera
miklu eldri en þær eru.Er hún var
tvitug leit hún út fyrir uð vera
þritug. Pegar hún var þritugr
heföi mátt halda aö hún væri
fertug. Vissulega myndarleg
fertug kona, en...
Hún var elzt Dingle-systranna.
Eva og Samantha liktust móöur
þeirra, bústnar meö löng aúgnhár
og háa rödd. En Emilia liktist
föður sinum, há, grönn og feimin,
með arnarnef, sem var allt of
stórt ihlutfalli viö fölt, hjartalaga
andlitiö.
Yngri stúlkurnar tvær voru allt-
af með strákastrollu á hælunum,
alveg frá þvi þær voru i gagn-
fræðaskóla, en Emilia var hærri
en strákarnir, sem hún þekkti, og
hún vissi sem var, að enginn
þeirra var sérlega spenntur fyrir
henni.
„Emilia ætti aö verða kenn-
ari”, sagði faðir hennar, sem
sjálfur var lögfræðingur. „Hún
hefur alltaf verið svo mikill bóka-
ormur’’.
Emilia var þ.vi sett i kennara-
skóla og að kennaraprófi loknu
geröisf hún barnakennari i fæð-
ingarþorpi sinu, Doogalook I
Queensland-fylki i Astraliu.
Eva og Samantha giftust báðar
ungar. Emilia var brúðarmær við
bæði brúðkaupin og gætti þess vel
að ganga i hæfilegri fjarlægð á
eftirsystrum sinum, til að minna
bæri á þvi hve há hún var.
Brátt kom að þvi aö fólk fór að
segja „aumingja Emilia”. ,
Þegar systrabörn Emiliu fædd-
ust prjónaði hún á þau peysur og
sokka, eins og góðri frænku sæm-
ir. Hún þráði að eignast börn sjálf
— en einhvern veginn varð ástin
ekki á vegi hennar og sjálf var
hún of feimin til þess að leita
hennar.
Þegar Emilia var þritug, hefði
hún verið allra huggulegasta
stúlka, ef hún hefði kunnað að
nota snyrtivörur og hætt að taka
hárið i hnút i hnakkanum. Ekki
bættu smekklaus lestrargleraug-
un úr.
Þegar herra Dingle lézt, ákvað
kona hans að leggjast i kör, svo
það var heppilegt að Emilia bjó
heima hjá henni. Emilia var lika
fyrirtaks parnapia, þegar systur
hennar og menn þeirra þurftu að
bregða sér utan.
„Len, ég held henni finnist svo
gaman að nostra við þau”, sagði
Samantha, þegar Len, maður
hennar, vaktí máls á þvi, hvort
ekki væri til of mikils ætlazt að
láta Emiliu eyða öllu sumarleyfi
sinu við barnagæzlu. „Vesalings
-Emilia. Hún á tæplega eftir að fá
aðra útrás fyrir ástúð sina”, bætti
Samantha við.
Emilia varð' ástfangin einu
sinni eða tvisvar. I fyrra skiptið
var það ungur maður, sem fluttist
til Doogalook og setti upp út-
varps- og sjónvarpsbúð i aðalgöt-
unni. Hann kenndi einnig á pianó
og flautu.
Emilia keypti §ér flautu. Þetta
var litil flauta og hún gat æft sig á
hana i herbergi sinu, án þess aö
móðir hennar yrði þess vör. Ungi
maðurinn hét Dennis Delaney og
hann hafði dökkbrún augu og
dreymandi bros og timarnir hjá
honum voru hápunktarnir i lifi
Emiliu.
Emilia var sem i unaðsheimi,
þegar Dennis var að spila undir
hjá henni. Það fór um hana
undarlegur fiðringur, þegar lang-
ir fingur hans færöu fingur henn-
ar til á flautunni. Þetta hlaut að
vera ást. Hún skrifaði honum
bréf, sem aldrei voru póstlögð, og
hún gekk um með glampa i aug-
um.
En eitt kvöldið kom hún of
snemma i tima. Á sófanum var
Dennis i innilegum faðmlögum
með dóttur skólastjórans. Hún
var að læra á pianó — en nú voru
þau að fullnema sig á öðru sviöi.
Emilia flýtti sér út, alveg utan
við sig. Siðar um kvöldið skrifaði
hún Dennis nokkrar linur — og
þessar linur voru settar i póst.
Þar sagði hún honum, að hún
þyrfti að vera heima hjá -fnóður
sinni á kvöldin og hefði þvi ekki
tima til flautuleiks. Siðan þurrk-
aði hún sér um augun og horfði
lengi á sjálfa sig i spegli. Hún bar
sig saman við þokkafulla dóttur
skólastjórans og strengdi þess
heit að láta aldrei framar glepj-
• ast af ástinni.
Þegar Emilia var 32 ára varð
hún ástfangin á ný. f þetta skipti
var ástin annars eðlis. Þaö voru
blóm, en ekki tónlist, sem tengdu
Emiliu og Harry Green. Að
minnsta kosti áleit Emilia þaö.
Harry Green rak'gróðarstöðina
i Doogalook. Emilia og Harry
höfðu verið saman i barnaskóla;
en eftir að þau uxu úr grasi höfðu
þau sjaldan hitzt.
Harry var stór og loðinn á
skrokkinn. Þegar hann brosti, sá-
ust fallegar tennurnar vel og aug-
un kipruðust. Stóru hendurnar
hans voru nær alltaf dökkar af
mold og óhreinindum.
Allir garöeigendur i Doogalook
ráðfærðu sig við Harry, þvi hann
vissi allt, sem garðrækt snerti.
Hann stofnaði klúbbinn „Dooga-
look framtiðarinnar”, þar sem
hann m.a. rak áróður fyrir þvi að
aðeins væri notaöur húsdýraá-
burður. Hann var mjög andvigur
þvi að flúoi^ væri settur i vatn,
Emilia var aftur á móti mjög
hlynnt flúór, enda hafði hún feng-
ið nóg af tannpinunni i nemendum
sinum. En hvað húsdýraáburðinn
varðaöi, þá var hún á sáma máli
og Harry.
Harry var ritari klúbbsins og
hann bað Emiliu um að aðstoða
sig við ýmiss konar bréfaskriftir.
Þetta var i fyrsta skipti, sem
karlmaður hafði beðið Emiliu um
eitthvað — og afleiðingin varð sú,
að ástin náði tökum á henni.
Emilia skrapp oft á ’kvöldin
heim til Harry, til að hjálpa hon-
um við sitt af hverju. Meöan þau
réðu fram úr vandamálum
klúbbsins var móðir Harry á si-
felldum þönum með kaffi og kök-
ur. Henni geðjaðist mjög vel að
Emiliu og fannst hún hafa
aristókratiskt nef.
Emilia blómstraði, svo við lá að
hún yrði fögur — einkum eftir að
Harry bauö henni að koma og
skoða orkideurnar sinar.
Orkideuhúsiö var hinum megin
við gróðurreitina og þar ræktaði
hann orkideur fyrir flestar stærri
borgir i fylkinu, svo og fyrir garð-
eigendur i Doogalook. Það var
eins og einhver sælutilfinning færi
um Emiliu þarna i hlýjunni og
rakanum, innan um burknana og
blómin.
Orkideurnar voru alls staðar.
Það var eins og þær væru aö
reyna að steypa sér út úr blóma-
pottunum, þær hengu niður úr
loftinu og hjúfruðu sig uþp að
trjástofnum. Sumar stóöu i sinum
fegursta skrúða. Emilia var
gagntekin af þessari fegurö.
Henni hafði aldrei verið gefin
orkidea, fyrr en þetfa kvöld, er
Harry tók eina og færöi henni.
Um nóttina dreymdi Emiliu
orkideur. Henni fannst hún vera á
suðrænni eyju og hún sá Harry
koma gegnum skóginn i stóru
stigvélunum sinum og niður á
loöna bringuna lá dumbrauöur
blómakrans. Hana dreymdi lika
naktar ungmeyjar, sem allar
voru eins og dóttir skólastjórans.
Emilia vaknaði rétt áöur en
hringt var inn i skólanum.
Frú Dingle fór að veita þvi
eftirtekt að Emilia hafði breytt
hárgreiðslunni litið eitt og aö á
augnalokunum vottaði fyrir
augnskugga. Hún var einnig farin
að nota varalit.
„Emilia er bara alls ekki svo
ólagleg”, sagði frú Dingle við
Samönthu, yngstu dóttur sina og
Samantha fór aö velta þvi fyrir
sér, hver maðurinn væri.
Daginn eftir tókst frú Dingle aö
fiska leyndarmálið upp úr
Emiliu.
„Ég er ástfangin af Harry”,
sagði Emilia og kafroðnaði. ,,0g
ég held að hann elski mig”.
Frú Dingle lét fallast niður á
stólinn og veinaði skelfingu lost-
in: „Ó Emilia. Ekki hann Harry
Framhald á bls. 14
Smásaga eftir Margaret Hazzard
Orkideur
handa
Emilíu
Hún var bara gamla, góða Emilía, sem
öllum þótti sjálfsagt að gætti bama og
aldraðra. Þaðkom þvi öllum á óvart þeg-
ar Emilia fór skyndilega að blómstra,
eins og orkidean hennar.
VIKAN 13