Vikan


Vikan - 16.05.1974, Page 17

Vikan - 16.05.1974, Page 17
Maðurinn, sem keypti sér konu fyrir 2000 sænskar krónur i Thailandi, virðist vera ótrúlegur eiginhagsmunaseggur. En sag- an er sönn og hjónin eru búsett i Svíþjóð — skammt frá landamærum Finnlands. stúlku, sem helgar allt sitt líf þvi a6 þjóna honum. — Einu sinni var ég trúlofaður í heilt ár. Við bjuggum saman. En það gat ekki gengið. Næsta tilraun endaði á sama hátt. Þá ákvað ég að finna mér konu, sem liti öðrum augum á hjónabandið en norrænar konur gera. 1 þeim tilgangi fór hann til Tékkóslóvakiu og fann brátt stúlku, sem var fús til að giftast honum. Þau opinberuðu trúlofun sina, en fljótlega slitnaði upp úr trúlofuninni. — Það kom brátt i ljós, að erfitt gæti orðið fyrir hana að komast úr landi. Hún þorði ekki að flýja. Kjell Bladh á — i orðsins fvllstu inerkingu — þessa fallegu 'thail- enzku konu. Kina kappsmál Thim i lífinu er að gera manni sinum allt, sem hún getur, til geðs. þvi að hún átti systur, sem hefði orðið eftir. Ég bað sendiráðið um aðstoð, en þeir gátu ekkert gert þar. Allt var svo erfitt, að ég gafst upp. Það var bezt að hún yrði kyrr, þar sem hún var. Kjell hélt áfram að leita fyrir sér. Hann var ákveðinn I að finna stúlku, sem félli við hugmynd hans um fullkomna eiginkonu. Hann afréð að fara til Thailands. Hann hafði heyrt, að þar væri mikið af fallegum stúikum. Hann fór I þriggja vikna ferð þangað og sagði vinum og ættingjum áður en hann fór, að nú kæmi hann heim með brúði. — Allirhlógu bara að mér, seg- ir Kjell. — En i þetta skipti var mér alvara. Ekkert skyldi stööva mig, þvi aðég vaf búinn að fá nóg af þvi að hafa ekki konu á heimilinu. Kjell fór að leita fyrir sér strax sama kvöldið og hann kom til Bangkok. Þ — Ég var svo heppinn að hitta thailenzkan kennara, sem gaf sig á tal við mig. Ég sagði honum I hvaða erindum ég væri kominn til Thailands og hann lofaði að hjál'pa mér. En þessi nýi vinur minn ráðlagði mér að leita sem viðast fyrir mér, áður en ég tæki á kvörðun. Hann sagöi mér lika, að ég skyldi velja Ijölskyldustúlku, góða stúlku, sem ekki hefði verið úti á lifinu og kynnzt öðru en fjöl- skyldulifi. Borgin Chang-Mai. sem er 85 milum frá Bangkok, er viðkunn fyrir fallegar konur. Kjell og leið- sögumaður hans fóru þangað. Leigubilstjóra var falið það verk- efni aö finna stúlku, sem hentaði Kjell. Kjell og kennarinn, kunn- ingi hans, fengu þau skilaboð, að lagleg 22 ára stúlka væri reiöubú- in til að hitta þá daginn eftir. — Þegar ég sá Thim, tók ég samstundis ákvörðun, þó að við gætum ekki talað saman nema meö aðstoð túlks. Hún gaf sam- þykki sitt eftir stutt samtal viö vin minn. Þá var eina vandamál- ið eftir — að fá samþykki foreldra hennar. Þaö tók þrjá daga. Foreldrar Thim vildu fá að vita allt mögu- legt um Sviþjóð og mér fannst eins og þeir treystu vini mlnum ekki fullkomlega. Þaö kemur oft fyrir, að menn frá Bangkok fari út á landsbyggðina i leit að stúlku, sem þeir selja siðan á vændishús. Stúlkur frá þessum landshluta eru sérlega eftirsóttar á vændishúsunum. Auðvelt reyndist að ná sam- komulagi um verðið. Ég átti að borga tvö þúsund sænskar krón- ur, nokkurn hluta strax og af- ganginn, þegar Thim væri komin til Sviþjóðar. TIu dögum eftir að Kjell kom til Thailands, var hann kvæntur. Brúökaupsnóttinni eyddu þau Thim og.hann i lestinni á leiö til höfuðborgarinnar. Nú þurfti að fá vegabréf handa Thim, svo að hún gæti lagt af stað til Sviþjóðar meö Kjell, áður en vegabréfsáritun hans gengi úr gildi. Og það var hann, eiginmaður hennar, sem varð að sækja um vegabréfið. Allt gekk á afturfótunum. Það tók langan tima að fá vegabréfið. Peningarnir, sem Kjell hafði beð- ið um að sér yrðu sendir frá Svi- 'þjóö til þess að greiða með far- gjaldið þangað fyrir Thim, komu ekki og vegabréfsáritun hans rann út, svo að hann varð að fara heim. Thim átti að vera eftir á hótelinu og biða, þangað til Kjell kæmi aftur með peninga. Þegar fjórum dögum seinna var Kjell kominn á hótelið. Þá var Thin horfin. Hún var sannfærð um að eigin- maður sinn hefði yfirgefið sig og sneri aftur til bæjarins, sem hún átti heima i. Kjell og leiðsögumaður hans fóru á eftir henni og Thim var flutt til Bangkok aftur, þar sem hún átti að nýju aö sitja á hótelinu og biða. Nokkrir dagar liðu. Thim var farin að fá eftirþanka. Þegar Kjell fór til þess að ná I vegabréf- ið hennar, fór hún til vinar fjöl- skyldu sinnar sem bjó i Bangkok, til þess að leita ráða. Atti hún að fara meö Svianum til heimalands hans? — Þegar ég kom aftur á hóteliö með vegabréfið I vasanum og sá, að Thim var horfin, varð ég æfur af reiði. Ég hélt hún hefði svikið mig og farið til foreldra sinna aft- ur. Ég byrjaöi á þvl að hringja til lögreglunnar. Hún var þó eigin- kona min. Mér var ráðlagt að fara og tala við foreldrana, en þeir vissu þá ekki annað um dótt- ur slna, en að hún hafði farið með mér til Bangkok. Ég hélt þau væru að ljúga. En eg var með vegabréfið hennar: Það þýddi, að ég gat farið meö einhverja aðra stúlku úr landi, ef mér sýndist svo. Enginn gætir aö svoleiðis smámunum. Ég og vinur minn töluðum við margar stúlkur, sem voru fúsar til að giftast mér, en þær settu all- ar það skilyrði, aö ég skildi við VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.