Vikan - 16.05.1974, Síða 22
Fyrstu verðlaun: Mallorkaferð með SUNNU.
1.
Finnskur fóöraöur frakki frá PIRETTA.
2.
Bómullarblússa meö viöu sniöi frá SÖS og IB.
Ljósar tweedbuxur frá Cacharel.
3.
Viöar denimbuxur frá IN WEAR, skyrtu-
blússa og veloúrjakki frá SÖS og IB.
4.
Sltt pils i beigc, skyrtublússa og velourjakki,
allt frá SÖS og IB.
Guðbjörg Jónsdóttir er 19 ára, dóttir Gyðu
Júliusdóttur og Jóns Þ. Einarssonar. Hún á
heima i Selbrekku 6 i Kópavogi, en vinnur á
endurskoðunarstofu i Reykjavik.
Guðbjörg tók gagnfræðapróf úr verzlunar-
deild i Flensborg fyrir þremur árum.
,,Ég var ákveðin i að fara i verzlunardeild,
en þar sem engin slik deild var i Kópavogi,
varð ég að fara til Hafnarfjarðar”. segir
Guðbjörg. „Veturinn eftir að ég tók gagn-
fræðapróf fór ég að vinna á endurskoðunar-
stofu og hef unnið við það i þrjá vetur”.
„En hvað gerirðu á sumrin?”
„Ég hef aðeins verið ráðin á endurskoðun-
arstofuna yfir veturinn og þvi orðið að finna
mér eitthvað annaö yfir sumarið. Siðustu tvö
sumur hef ég verið i Englandi, þar sem ég hef
unnið við þjónustustörf, annað sumarið á
sumarleyfisstað i Wales en hitt i Somerset.
Mér fannst mjög gaman fyrra sumarið, en
varð fyrir nokkrum vonbrigðum það seinna.
En ég hafði mjög gott af þessu og æfðist i að
tala og skilja ensku”.
„Gaztu mikið ferðazt?”
„Ég gat sama og ekkert ferðazt, þvi við
fengum svo litil fri. En ég stoppaði alltaf i
London á leiðinni út og heim, og eftir fyrra
sumarið fór ég með vinkonu minni i hálfan
-mánuð til Spánar”.
t sumar ætlar Guðbjörg að vera heima og
fá sér fasta vinnu til frambúðar. Spurð um
hvað hún geri aðallega i fristundunum sin-
urp, segist hún gera fátt merkilegt — nema
hvað hún lesi auðvitað skáldsögur og fari út
að skemmta sér.
■|-■■■■■
Í
Í
22 VIKAN