Vikan


Vikan - 16.05.1974, Side 30

Vikan - 16.05.1974, Side 30
Sumri hallar Þeir höfðu þá náð honum að lokum og sett hann i hræðilega gildru. Þeir ætluðu að nota hann til verða vinum hans að fjörtjóni, stúlkunni sem hann elskaði, jafnvel sjálfu Rússlandi. Kirby var ljóst, að þetta uppá- tæki Anstruthers og þeirra kump- ána, átti aðallega að verða til þess að sverta Aleku prinssessu i augum byltingasinnaðar félaga hennar. Það stóð heldur ekki á þvi, að áhrifin kæmu i ljós. Það kom Kirby nokkuð á óvart, að Aleka gerði ekkert til að afneita fréttinni um trúlofun þeirra, sem kom strax i blöðunum. Hann tók það þannig, að hún ætlaði að hugsa málið og að henni væri ekki sjálfri ljóst ennþá, hvernig hún átti að bregðast við þessu. Hann hlakkaði ekki beinlinis til, að fara á hennarfund, vegna þess að hon- um var ljóst, að hún hafði siður en svo á móti þvi, að eiga með hon- um ástarævintýri. Hann hafði lit- inn tima til umráða, vegna þess að bráðlega átti hann að taka opinberlega við stöðu sinni, sem yfirsveitarforingi i herliði Breta á rúss-'eskri grund og þar átti hann að smna sinum fyrri njósnar- störfum um leið. Hann hefði ekki þurft að kviða samfundum við prinsessuna, vegna þess að dag- inn eftir að fréttin um trúlofun þeirra kom i blöðunum, réðist á hana ungur byltingasinnaður stú- dent og særði hana töluvert, en samt ekki lifshættulega. Hún var flutt á sjúkrá’Jþús. Þegar hún var orðin rólfær, fór hún strax til Karinshka, til að jafna sig og sendi þá boð eftir Kirby, sem átti aðeins eftir nokkra daga af leyfi sfnu. Þegar hann kom þangað, beið hans ibúðin, sem hann hafði áður haft i þessari glæsilegu höll og Karita tók á móti honum, ljóm- andi af ánægju. Prinsessán hélt sig ennþá i her- bergjum sinum og tók honum opnum örmum. Hún virtist óvenjulega róleg, en einhvern veginn stóð honum stuggur af þvi. Hann reyndi að setja það i samband við lasleika hennar, þvi að ennþá hafði hún ekki þrek til að stunda sam- kvæmislifið og á Karinshka voru engir gestir þessa stundina. Siðdegis fór hann i reiðtúr, en skyndilega fældist hestur hans á skógargötunni og hann féll af baki og missti meðvitund, áður en hon- um varð ljóst hvað fælt hafði hestinn. Þegar Kirby rankaði við sér, sá hann sér til mikillar gleði, að hann var á Livadia, en ekki i Karinshka höll og að það var Karita, sem sat hjá honum. Hann náði sér fljótlega við ein- staka umhyggju Karitu, sem varla vék frá honum og þegar hann kom á fætur varð hann inni- lega glaður yfir endurfundum við hin elskulegu börn keisarans: Mariu, Tatiönu, Anastasiu og hinn fingerða dreng, sem átti að erfa kórónu Rússaveldis — og siðast en ekki sizt, sá hann Olgu aftur. Timínn var naumur og hann hafði vanmetið hina slóttugu Aleku. í herbergi hans á Karinshka hafði hún fundið'leyni- skjöl á dulmáli, svo henni var nú ljóst, aðhann lék tveim skjöldum. Hún beið ekki boðanna, en fór strax til Livadia og hafði það sem ástæðu, að hún ætlaði að slita hinni svo kölluðu trúlofun þeirra. En erindið var lika annað, hún hafði I hótunum við hann. Hún hótaði að koma strax upp um njósnarstarfsemi hans, ef hann gengi ekki i lið með henni og byltingasinnum. Hún krafðist þess að hann færi á ákveðinn stað, til móts við einhvern náunga, sem hún kallaði Prolofski og Ovario, þjón sinn. Hann þorði ekki öðru en að fara eftir skipun hennar i dög- un næsta morgun, til að hitta þessa menn, á afviknum stað i skóginum. Þessi Prolofski, sem var skuggalegur náungi, sagði hon- um, að fyrsta verkefni hans ætti að vera það, að koma Rasputin, skjólstæðingi zarynjunnar, fyrir kattarnef, þvi að dauði hans myndi snúa bændunum gegn zarnum og Romanovættinni. — Og þú hefur nákvæmlega tuttugu og fjóra tima, til að gera um þetta áætlun, sagði Prolofski. Morguninn eftir stefnumótið við Prolofski, lá Kirby i rúminu i þungum þönkum. Það var dimmt yfir þennan dag, sólarlaust og skýin drungaleg. Karita færði honum morgunverðinn i rúmið og hún sönglaði, meöan hún stumraðiyfir honum. Karita söng oft, þegar hún var á Livadia, hún var svo hamingjusöm yfir dvöl- inni þar. En hún hugsaði með sér, að Ivan Ivanovitch væri ekki sér- lega glaður þennan morgun. Hann lá þarna og starði upp i skrautlegt loftið. Hann var yggldur á brúnina. — Viltu ekki morgunverð? spurði hún og dró frá gluggunum. Hann deplaði augunum. Svo fór hann að brosa. — Góðan dag, Karita, ég heyrði ekki þegar þú komst inn. Hún fór að laga til á matar- bakkanum. — Er orðið framorðið? spurði hann. — Það er kominn miður morg- un. Þú ert liklega sá eini, sem ennþá ert i rúminu. Hérna er kaffið þitt. Hann settist upp og tók við kaffibollanum. — Karita, sagði hann, — myndi það hryggja þig, ef eitthvað slæmt henti fjölskyldu keisarans. — Það myndi hryggja alla sem þekkja þau, sagði hún. — Seztu niður, sagði hann og hún settist við hliðina á rúminu. Hann virti hana fyrir sér, djúpt hugsi. Hún var sannarlega það fegursta i þessu fágurbúna her- bergi. — Hvað hugsar þitt eigið fólk um zarinn? sagði hann. — Flestir elska hann, eins og þeir eiga lika að gera, sagði hún. — Tartarahöfðingjarnir eru hreyknir yfir þvi, að vera undir vernd hans. Forfeður minir voru lika forfeður þeirra, en nú er fjöl- skylda okkar kristin. Khaninn og hinir höfðingjarnir eru allir mú- hameðstrúar. En við búum öll saman i sátt og samlyndi, einmitt vegna þess að zarinn er faöir okk- ar allra. — Krimbúar eru beztir Rússa , sagði Kirby. — Karita, þekkir þú mann sem heitir Prolofski? — Hann er ekki Krímbúi, sagði Karita og sneri upp á sig. — Hann er frá Ural. Hann er hér á Krim, til að efna til óeirða. Hann er upp á móti öllu og öllum, sem standa honum ofar, jafnvel stjörnunum. Hann myndi draga þær niður af himninum, ef hann gæti. Einu sinni kom hann til að heimsækja Karinshku prinssessu. — Ef Prolofski væri að finna út ráð, til að ráða zarinn og fjöl- skyldu hans af dögum, hvað myndir þú þá gera? • — Karita var ekki lengi að hugsa sig um. — Ég myndi leggja hann að velli og halda honum þar. Hún var undrandi yfir þessum spurningum. Ivan Ivanovitch var þungbúinn og ólikur sjálfum sér þennan morgun. Var það út af þessum Prolofski? Var það eitt- hvað i sambandi við þessa ferð hans til skógarins? — Ivan Ivanovitch, sagði hún, — ef þessi Prolofski er eitthvað að angra þig, þá skal ég segja þér nokkuð. Ef honum er sett stefnu- mót á einhverjum sérstökum stað og stund, þá gæti ég náð honum fyrir þig. A að drepa hann? Hún setti þessa spurningu svo sakleysislega fram, eins og hún væri að tala um eitthvað ósköp venjulegt og honum datt i hug, að hún vissi varla hvað hún var að segja. En brúnu augun voru al- varleg og róleg. Ég hefi ekkl drepið nokkurn mann fram að þessu, Karita, og það hefur þú ekki heldur gert. En ertu i alvöru að segja mér, að þú getir náð þeim fyrir mig? Þeir eru reyndar tveir. — Tveir? — Já, það er öruggt. Hvað eig- um við að gera við þá? — 0, við finnum holu fyrir þá báða, sagði Karita. — Abadah Khan sér um það. Hvenær viltu láta taka þá? — t kvöld. Viltu vita hvers vegna? Karita stóð upp. — Ef þú segir að zarinn og fjölskylda hans séu i hættu, þá veit ég að þú segir satt, sagði hún. — Ef þú segir að Prolofski verði að hverfa þá skal hann lika hverfa. En þú verður að segja mér allt. Ég verð að vita nákvæmlega um timann og stað- inn, svo ég geti sagt Abadah Khan allt sem hann þarf að vita. Svo verð ég að flýta mér, svo ég geti talað við hann, það verður litill timi til stefnu. Frh. í næsta blaði 30 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.