Vikan - 16.05.1974, Side 33
■
Orkideur handa Emiliu
Framhald af bls. 14
Emilia gat aftur á móti enn not-
aö föt númer 12 og þurfti aldrei að
fara á megrunarkúr.Nef hennar
fór nú orðið mjög vel á andlitinu
og gaf henni virðulegan svip. Hún
leit alls ekki út fyrir að vera orðin
fertug, og systur hennar töldu að
auknar fristundir, ylurinn i
gróðurhúsinu og hvildinhefðugert
þetta að verkum.
„Veiztu bara hvað, Len. Ég
heyrði hana um daginn vera að
taía við blómin i gróðurhúsinu,
eins og þau gætu heyrt til henn-
ar”, sagði Samantha við mann
sinn dag nokkurn. „Finnst þér að
við ættum að gera eitthvað i mál-
inu?”
„Hvernig i ósköpunum ætti ég
að vita það. Ég hef ekki vitað til
þess að það varðaði við lög að tala
við blóm. Að minnsta kosti er það
betra en margt annað, sem er að
gerast i kringum okkur”. Og Len
barði pipunni harkalega i forljót-
an öskubakka, sem Samantha
hafði gert á siðasta keramiknám-
skeiði.
Emilia var nú farin að leika á
flautu i gróðurhúsinu, áður en hún
fór i skólann á morgnana. Hún
keypti allar fáanlegar bækur um
orkideurækt og komst i bréfa-
samband við orkideuklúbba um
allan heim.
Einn af nýju vinunum hennar
var H.P. Tanner i Kaliforniu, en
hún taldi mjög þýðingarmikið að
tala við plöntur, já lika að syngja
fyrir þær. Hún féllst á þá skoðun
Emiliu, að væri söngröddin ekki
góð, myndi flautuleikur gera
sama gagn. „Það bætir skap
þeirra og þitt llka, min kæra”,
sagði Tanner.
Plönturnar döfnuðu vel af allri
þeirri alúð, sem þeim var veitt —
ogeinn morguninn tók Emilia eft-
ir litlum, brúnum sprotum, sem
gægðust upp. Var hugsanlegt að
þetta væru blóm?
Hún fletti upp i nokkrum bókum
og flýtti sér siðan aftur út i
gróðurhúsið, til að athuga þetta
nánar. Jú, það lék enginn vafi á
þvi að orkideurnar voru farnar að
blómstra. Alvöru orkideur, sem
hún hafði sjálf ræktað.
Þegar Emilia kom i skólann
þennan dag, sáu börnin strax að
eitthvað stórmerkilegt hafði
gerzt. Hún var eins og annars
hugar og ekki nærri eins eftir-
tektarsöm og venjulega, og börn-
in notfærðu sér þetta út i yztu æs-
ar til saklausra prakkarastrika.
En viðbrögðin voru ekki þau, sem
börnin höfðu vænzt. Emilia var i
sinum eigin hugarheimi, þar sem
hún sá fyrir sér fyrstu verðlaun
fyrir orkideur og bláa verðlauna-
borða, sem prýddu veggina hjá
henni.
Eftir þvi sem orkideurnar döfn-
uðu, óx metnaður Emiliu — og
hún ákvað að skrá sig til þátttöku
i blómasýningu i Doogalook.
Harry Green hafði allt of lengi
verið aðalstjarnan og það var
kominn timi til að honum yrði
veitt samkeppni og hann fengi að
vinna fyrir verðlaununum.
Emiliu fannst hún sjálfkjörin til
að veita honum þessa samkeppni.
Emilia skrifaði strax pennavin-
um sinum og sagði þeim frá fyrir-
ætlun sinni. Viðbrögð þeirra voru
mjög uppörvandi og bezt var
bréfið frá H.P. Tanner. Emilia
fór að hugleiða hve ótrúlega ná-
inn vinskapur gæti orðið i gegnum
bréf. Ungfrú Tanner virtist alveg
á sömu linu og hún — og þær
höfðu orðið perluvinkonur strax i
fyrstu bréfunum.
Emilia skrifaði: „Ég hef trú á
þvi að ein af plöntunum minum
muni fara með sigur af hólmi á
sýningunni. Ég hef auðvitað
aldrei tekið þátt i neinu svona
fyrr, og systur minar halda áreið-
anlega að ég sé orðin meira en lit-
ið klikkuð. En ég er alveg ákveðin
i að rækta sigurblómið”.
Timinn flaug áfram og eftir þvi
sem nær leið blómasýningunni fór
kviði að gera vart við sig hjá
Emiliu. Litlu plönturnar döfnuðu
ágætlega, en þær virtust ekki ætla
að verða neitt sérstakt. Harry
Green myndi áreiðanlega hafa
fjöldan allan af fallegri blómum.
Mestar áhyggjur hafði hún þó af
sigurvoninni, orkideunni, sem
hún hafði vonað að myndi slá öll-
um öðrum við. Það hafði skyndi-
Jéga dregið úr vexti hennar, þvert
ofan i öll orkideulögmái. Nú hefði
hún einmitt átt að vera i þann
veginn að springa út.
Eina manneskjan, sem hún
hefði getað leitað ráða hjá var
Harry —-en það var útilokað Kins
og hún gæti farið til hans og sagt
„Viltu hjálpa mér að örva vöxt
hennar, svo hún blómstri i tima
fyrir sýninguna, þvi þar á hun að
sigra allar þinar'’”
Orkideuræktun var aðalstarf
Harry. Hjá henni var þetta aðeins
tómstundagaman — eða var orki
deuræktun kannski orðin lienm
eitthvað meira?
„Þær eru minar ær og kýr".
sagði hún við sjálfa sig ..Kg hef
eiginlega aldrei fyrr verið svona
hamingjusöm. Bara ef þetta
þetta krili vildi hlýða mér En
„krilið” lét þetta engin áhrif á sig
hafa. Knapparnir voru ekki á þvi
að fara að opna sig, þótt allár
orkideurnar i kring kepptust við
að blómstra.
Daginn, sem komið skyldi með
blómin til sýningarinnar, vaknaði
Emilia klukkan 5 og hljóp beint út
i gróðurhús. undir venjulegum
kringumstæðum hefði blóma-
skrúðið heillað hana — en nú sá
hún ekkert annað en „sigurvon-
ina” og hún læddist að blómínu,
eins og hún óttaðist að ónáða það.
Það var eins og grænu blöðin,
sem umluktu einn knappinn,
væru að byrja að flettast frá, en
þó ekki nóg til þess að hún gæti
séð litinn á blóminu.
Vonbrigðin virtust ætla að yfir-
buga hana. öll eftirvæntingin var
að engu orðin. Blómið ætlaði að
springa út of seint fyrir sýning-
una, þvi reglur kváðu á um að
knapparnir ættu að vera vel út-
sprungnir. „Doogalook-disin”
hennar ómótstæðilega var of sein
á sér.
Hún klæddi sig hægt og rólega
og eins og i leiðslu for hún i skól-
Framhald á bls. 42
IStTKicUdj
Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer
fást í Gefjun Austurstræti,
Domus Laugavegi 91.
og hjá kaupfélögum um land allt.
Fatnaöur á alla fjölskylduna.
Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar
um víða veröld.
Framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti.
XSI Samband ísl. samvinnufélaga —\
^ ! v NNFLUTNINGSDEILD ■i
VIKAN 33