Vikan


Vikan - 16.05.1974, Qupperneq 38

Vikan - 16.05.1974, Qupperneq 38
MORÐ A SKURÐARBORÐI Dr. Alice Wynekoop var þekktur læknir. Hún var einnig viðurkenndur visinda- maður og hafði vakið undrun og aðdáun fyrir rannsóknir sinar á sviði læknisfræð- innar. En ekkert af þessu varð henni til bjargar, þegar hún var ákærð fyrir að hafa myrt tengdadóttur sina, sem hafði tekið eftirlætisbamið hennar frá henni. Erfitt er aö ímynda sér, að moröið á Rhetu Wynekoop, fæddri Gardner, skuli hafa verið framið á þessari öld. Enda á það rætur slnar að rekja til hugsana- gangs og tiðaranda aldarinnar sem leið. Rætur þess verða raktar til hugsanagangs dr. Alice Wyne- koops. Þessi þekkti læknir fæddist I janiíar árið 1900 og faðir hennar, dr. Albert Herbert Lindsay, ól hana upp i ströngum viktoriönsk- um anda. Heiður og æra fjöl-. skyldunnar skiptu mestu máli I augum föðurins. Heimili Alice, sem dr. Lindsay byggði utan við Chicago tveimur árum áður en hiín fæddist, var einnig i viktoriönskum stil. Það stóð I sjötiu ár, áður en það var rifið til þess að rýma fyrir skýja- kljúfum. En siðustu átta árin, sem það stóð, var ekkert lif að finna innan veggja þess. Enginn bjó þar og ógerlegt var að fá leigjanda að húsinu. ógeðfelldar minningar voru á sveimi i húsinu og siðasti eigandi þess sat i fang- elsi að afplána 25 ára dóm fyrir eitt ógeðfelldasta morð, sem um getur. Alice valdi sér ung sama starf og faðir hennar. Snemma fór að bera á góðum gáfum hennar og miklum dugnaði. Hún lauk læknaprófi aðeins nitján ára að aldri, en i stað þess að hefja al- menn læknastörf, ákvað hún að gefa sig að læknisfræðílegum rannsóknum. 25 ára að aldri var hún orðin sérfræðingur i barna- sjúkdómum. Þritug giftist hún hjartasér- fræðingnum Frank Wynekoop. Þau fluttu I húsið, sem faðir Alice hafði byggt, og hún erfði, enda varhún einkabarn foreldra sinna. Dr. Alice Wynekoop ól þrjú börn. Þegar þeir atburðir gerð- ust, sem hér verður sagt frá, var það elzta þeirra Walter, 28 ára, Chatherine var 25 ára og það yngsta, Earle, var 24 ára. Eldri börnin tvö höfðu fetað i fótspor foreldra sinna og orðið læknar. En sá yngsti, Earle, var slæpingi og mjög háður móður'sinni. Árið 1959 missti Alice mann sinn úr hjartaslagi. Sjálf var hún held- ur ekki of heilsusterk. Hún þjáðist fyrst og fremst af gigt. Hún átti erfitt um hreyfingar og hún gat ekki lengur framkvæmt hand- lækningaaðgerðir. Hún lét form- lega af störfum. Eldri börnin, Walter og Catherine voru gift og flogin úr hreiðrinu, en Earle var enn heima hjá móður sinni. Hann eyddi miklu af tima sinum með stúlku, sem hét Rheta Gardner og var frá Indiana, þar sem hún hafði verið kjörin fegurðardrottn- ing. Hún var litil og grönn, en þó var hún föngulegasta stúlka og gædd miklum persónutöfrum. Hjá Alice og Earle bjó fröken Hennesey, sem var 49 ára að aldri. Henni fannst Rheta ekki vera rétta stúlkan fyrir Earle. Alice lét sér standa á sama, þótt Earle hefði aldrei verið I fastri vinnu eftir að hann lauk mennta- skólanámi. öllum kemur saman um, að Alice Wynekoop hafi verið mjög mótfallin þvi, að Earle, eftirlætis- barn hennar, gengi að eiga Rhetu Gardner. Henni fannst eins og fröken Hennesey, að Rheta væri ekki rétta stúlkan fyrir Earle. Earle Wynekoop var ekki undir það búinn að stofna eigið heimili með Rhetu og þegar móðir hans bauð þeim að setjast að hjá sér, þáðu þau það. Aður en varði, var Earle farinn að leggja lag sitt við aðrar stúlkur og það olli Rhetu miklu hugarangri og gerði hana stirðlynda. Hún rak upp öskur, þegar hún hafði enga ástæðu til þess og hún skellti alltaf hurðum, þegar hún gekk um. Konan, sem fór ekki fram á annað af Earle en hann héldi sig heima á næturnar og stofnaði með henni eigið heim- ili, var orðin plága á honum. Konan á skurðarborðinu. Fjögur ár liðu. Foreldrar Rhetu báðu hana um að koma heim til þeirra og sækja um skilnað við Earle. En Rheta afþakkaði boðið. Hún vonaði enn, að henni tækist að gera Earle að þokkalegum eiginmanni. Þannig var ástandið, þegar upp komst um morð, sem kom öllum Bandarikjunum til að standa á Dr. Chaterine Wynekopp bar blak af móður sinni bæði fyrir og eftir réttarhöldin yfir henni. Hún vildi ekki trúa þvi, að móðir hennar hefði gert það. En hver hafði þá drepiö Rhetu? Dr. Alice Wynekoop var ákærð fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hún var þekktur læknir og visinda- maður, en þoldi ekki sambúð eftirlætissonar sins og konunnar, sem hann var kvæntur. 38 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.