Vikan


Vikan - 20.06.1974, Síða 6

Vikan - 20.06.1974, Síða 6
Vikan heimsækir Þuriði og Pálma. Þeir eru íair, sem ekki vita hver Þuriður og Pálmi eru, enda hafa þau hjón um árabil verið i hópi vinsælustu skemmtikrafta af yngri kynslóðinni hérlendis. Þuriður var ekki nema sextán ára, þegar hún söng fyrst inn á hljómplötu og þaö barst fljótt út, aö þar var á ferðinni dóttir Sigurðar Ólafssonar söngvara og hestamanns. Færri vita, að Pálmi er Vopnfirðingur, sonur Gunnars Runólfssonar refaskyttu austur þar. Pálmi þótti snemma söngv- inn og þegar hann var smá- strákur vann hann sér stundum inn sælgæti með þvi að standa uppi á stól og syngja „Litlu fluguna”. Allar götur siðan hefur hann fengizt meira og minna við söng og hljóðfæraslátt og fyrir fimm árum fór hann að stunda ‘.ónlistina sem aðalatvinnu. Pálmi: Ég átti þá heima austur á Hornafirði, en ég var með algera flugdellu og hafði tekið nokkra flugtima hérna fyrir sunnan. Það var dálitið önugt að þurfa alltaf að fara hingað til þess að sækja ttmana, svo að ég ákvað að reyna að verða mér úti um vinnu i höfuöstaönum. Ég frétti, að Vil- hjálmur Vilhjálmsson væri að hætta I hljómsveit Magnúsar ingimarssonar og setti þá i mig kjark og skrifaði Magnúsi og fór 'ram á aö hann prófaöi mig með >aö fyrir augum, að ég tæki við af /ilhjálmi. Með bréfinu sendi ég neömæli, sem ég hafði fengið hjá ingimar Eydal. Þetta voru hálf sveitamannslegir tilburðir hjá mér og ég bjóst eiginlega aldrei við þvi að heyra neitt frá Magnúsi. En um það bil hálfum mánuði seinna hringdi Magnús til min austur á Hornafjörð og sagði mér að drifa mif> =oðnr undireins. Þetta bar svo brátt að, að ég hafði ekki einu sinni tima til að kveðja á Hornafirði, heldur þaut ég beint i flugvallarbilinn og upp i vélina. Og eftir tvo eða þrjá daga var ég kominn með samninginn i hend- urnar og farinn að syngja og spila á Röðli. — Og þá hefur þú verið þar fyrir, Þuriður? Þuriður: Já, ég byrjaði að syngja þar með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, þegar ég var átján ára gömul og var þar i tæp fimm ár alls. Það er allt of langur timi á sama stað og hefði ekki verið eins góður andi I hljómsveit- inni og raun bar vitni, hefði þetta alls ekki verið gerandi. Helga á Röðli er lika sérstaklega góður vinnuveitandi og hún vildi allt fyrir fólkið sitt gera. — Ekki komstu fyrst fram á Röðli? Þuriður: Nei, ég kom einu sinn' fram með Lúdó- sextett i Lidó og söng eitt lag með þeirri hljóm- sveit inn á plötu. En það var engin alvara i þvi og ég ætlaði mér aldrei að verða söngkona. — Hvað ætlaðirðu að leggja fyrir þig? Þuriður: Allt til handanna var mér miklu hugstæðara fram að þeim tima. Ég hafði mikla unun af að teikna, mála og sauma. Ég grip ennþá i það, þegar ég hef tima til, en hef ekki lagt neina rækt við það. Ég var byrjuð að læra snyrtingu og var náttúrlega skitblönk eins og allir, sem eru i skólum, þegar Magnús Ingi- marsson fór þess á leit við mig, að ég syngi með hljómsveitinni. Mér þóttu launin, sem hann bauð mér, girnileg miðað við það, sem ég átti að venjast áður, svo að ég ákvaö að vera bara köld, taka 6 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.