Vikan


Vikan - 20.06.1974, Síða 19

Vikan - 20.06.1974, Síða 19
ströndinni. Þá hitti ég nágranna mina, roskin hjón, sem ávallt voru mér vinsamleg, og i fylgd með þeim var kona, grönn og vel vaxin. Hún var kannski ekki bein- linis falleg, en af einhverjum á- stæðum laðaðist ég að henni, og það endaði með þvi, að ég bauð henni út að borða. Mér varð ljóst, að ég var fær um að verða ástfanginn aftur. Við giftum okkur i april 1953, og hamingja okkar var fullkomin, þegar okkur fæddist yndisleg dóttir i september 1954. Við vorum ekki rik, þó að við liðum engan skort og værum þakklát fyrir það, sem við höfð- um. Til þess að drýgja tekjurnar, tók ég stundum að mér nætur- vaktir, og það var kalt i veðri hinn örlagarika haustmorgun 1961, þegar ég kom heim eftir eina slika næturvakt. Ég brosti með sjálfum mér, þegar ég þrammaði áfram i regnúðanum og hlakkaði til þess áð hitta Ethel og Diönu aftur. Ég elskaði konuna mina innilega, og ég beinlinis tignaði dóttur mina. Húsið var myrkvað, og engin vingjarnleg rödd svaraði mér, þegar ég opnaði dyrnar, gekk inn fyrir og kallaði: — Halló, Ethel, halló, Diana! Ég er kom- inn heim! Ekkert hljóð heyrðist, þegar ég kveikti i dagstofunni og gekk inn i eldhúsið, þar sem ég hafði búizt við að finna Ethel við undirbúning morgunverðarins. Það var kalt og dimmt i eldhúsinu. Allt i einu fékk ég hugboð um, að eitthvað væri að. Ég reif opnar dyrnar að svefnherberginu og kveikti ljósið — og þar stóð ég og starði lamað- ur af skelfingu. Konan min lá i rúminu með beltið af náttfötun- um minum herpt um hálsinn. Augun störðu stjörf upp i loftið. Ég stökk að herberginu við hliðina á og hrópaði: — 0 guð minn góður, ekki Diana lika! Veslings litla stúlkan min lá nakin i rúminu, og ég sá undir- eins, að ódæðismaðurinn hafði nauðgaö henni eða a.m.k. gert til- raun til þess. Siðan haföi hann hert beltið af hennar eigin nátt- fötum aö hálsi hennar. Ég man litið af þvi, sem gerðist næstu 2—3 klukkustundirnar. Mér var sagt, að ég hefði komið æð- andi til nágranna okkar, sem hringdu þegar i stað á lögreglu og sjúkrabll, þegar ég hafði skýrt frá atburðum. En það var of seint til þess að bjarga mæðgunum. Þær höfðu verið látnar siðan um kl. ellefu kvöldið áður. Þær höfðu Thomas Crampton var 22 ára, þegar hann drap konuna mfna og litlu dóttur okkar. Hann var leiddur fyrir rétt, en úrskurðaður geðveifcuf .'Ég sór að hefna min, þó að ég yrði að blða árum sam- an. verið myrtar u.þ.b. fjórum klukkustundum eftir að ég fór til vinnu minnar. Ekkert hafði verið eyðilagt og engu stolið, svo að lögreglan féll fljótlega frá þeirri ágizkun sinni, að glæpamaðurinn heföi upphaf- lega haft þjófnað i huga, en leiðst út i nauðgun og morð. Hann hafði greinilega komið þeirra erinda að fá holdlegum fýsnum sinum útrás og siðan drepið þær mæögur báöar, af þvi hann vissi, að þær mundu þekkja hann aftur. Þess sáust engin merki, að ó- dæðismaðurinn hefði brotizt inn i húsiö, svo að Ethel hlaut að hafa íleypt honum inn af einhverjum á- stæðum. Henni gat auðvitað ekki hafa dottið i hug að hún væri að opna fyrir dauðanum. I svefnherberginu fundust fingraför, sem hvorki tilheyrðu Ethel né Diönu. Þau fundust held- ur ekki i fingrafarasafni lögregl- unnar. Eftirgrennslan hófst i næsta nágrenni, og fljótlega féll sterkur grunur á 22 ára pilt, Thomas Crampton, sem bjó hjá foreldrum sinum i aðeins um 200 metra fjarlægð frá heimili okkar. Crampton hafði til þessa ekki verið talinn beinlinis geðveikur, þótt hann væri andlega veiklaður, og hann hafði aldrei verið álitinn hættulegur. Hann hafði um skeið dvalizt á hæli, en verið sendur heim fljótlega. Þegar fingraför hans höfðu verið tekin, kom i ljós, að það voru hans fingraför, sem fundust i báðum svefnherbergj- unum og i dagstofunni. Hann gat engar skýringar gefið á fingraförum sinum á heimili minu, og þegar frekari sönnunar- gögn fundust, var hann ákærður fyrir morð. A fötum hans fundust blóðblettir, sem tilheyrðu sama blóðflokki og Ethel og Diana voru Þegar Crampton kom fyrir rétt, var hann hins vegar úrskurðaður geðveikur og ósakhæfur i þessu máli. Hann var úrskurðaður i gæzlu á geðveikrahæli til lifstið- ar, ef með þyrfti. Ég vissi hins vegar, að hann yrði látinn laus, þegar stundir liðu fram. Einhver sálfræðingurinn mundi finna það út, að nú væri hann orðinn hættu- laus og óhætt að sleppa honum lausum út i lifið. Það áttu eftir aö liða ellefu ár, áður en I ljós kom, að ég hafði haft á réttu að standa. Foreldrar Cramptons fluttu sig ekki búferlum. Ég aftur á móti fluttist til Portsmouth til þess að geta verið nálægt aldraðri móður minni. En áður en ég fór, bað ég vin minn, sem bjó ekki langt frá Cramptonfjölskyldunni, að láta mig vita um leið og hann yröi þess var, að Thoirias Crampton væri kominn heim. Það var hann, sem hringdi til min að segja mér, að morðingi dóttur minnar og konu væri aftur kominn heim til sin. Og Framhald á bls. 38 25.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.