Vikan


Vikan - 20.06.1974, Qupperneq 21

Vikan - 20.06.1974, Qupperneq 21
slopp úr þykku silki með ilskó á fótum. — Hvað er það sem ykkur vantar, mat eða blóð? kallaði hann til múgsins. — Við látum okkur ekki nægja minna en bein þin, svaraði einhver. Andrei stakk hægri hönd sinni letilega i vasann og dró upp litla skammbyssu og skaut þann sem fremstur stóð og siðan var eins og brygði fyrir ánægjusvip á ásjónu hans um leið og hann beindi byss- unni að sjálfum sér og hleypti af. Hann var feginn að hverfa af sjónarsviðinu, þetta var ekki lengur hans heimur. Aleka kom siðar. Hún ruddi sér braut inn i anddyrið, sem var meira og minna rúið öllu verð- mætu. Hún var i svartri kápu með rautt band um hárið, rautt band byltingarinnar. Hún leit á lifvana likamann. Hún hafði elskað Andrei. Ifún hafði hringt til hans fyrr um kvöldið, varað hann við og beðið hann að flýja, meðan enn ri væri timi til. Hann kaus frekar að vera kyrr. — Andrei, kjáninn þinn, hvers vegna fórstu þú ekki? sagði hún við sjálfa sig. Upphátt sagði hún: — Jæja; félagar, þeir fara allir sömu leið. Kömið, látum okkur ganga á röðina. 1 desember var lokið við að semja vopnahlé milli rússnesku herjanna og Tyrkja við landa- mærin. Tyrkir opnuðu einfaldlega dyr fangelsanna og slepptu rúss- nesku striðsföngunum og létu þá sjálfa um að komast heim, gangandi i kuldanum. Kirby var einn þeirra sem heppnastir voru. Siðast i janúar var hann kominn heim til Kars. Þeir, sem réðu nú við aðalbæki- stöðvarnar i Kars, höfðu ekki mikinn áhuga á þjónustu hans, en þeir lofuöu honum nýju embætti og sögðu honum að koma aftur, þegar hann væri búinn að jafna sig eftir volkið. Svo spurði hann eftir zarnum og fjölskyldu hans, en fékk ekki önnur svör en axla- yppingar. Það voru yfirleitt ekki neinar fréttir af þeim, annað en að fjölskyldan haföi verið flutt til Tobolsk i Vestur-Siberiu. Það var reyndar ekki til þess ætlazt, að þau dveldu þar-lengi. Borgin var full af fólki, svo hollu keisarafjöl- skyldunni, að það var töluverð hætta á, að gerðar yrðu tilraunir til að bjarga þeim úr haldi. Kirby hugsaði um þau öll, meöan hann þrammaði gegnum snjóinn heim til sin. Hann haföi frétt um valdaafsal zarsins i fangabúöunum og siðan hafði hann hugsað til þeirra á hverjum degi, með kvöl i hjarta. Hann hafði engar áhyggjur af þvi, að Nicholas hafði afsalað sér völdum, það var öll fjölskyldan, sem hann hafði stöðugt i huga og þá sérátaklega Olga. Hann kom að húsinu. Ibúðin hans á annarri hæð stóð opin og mannlaus, en þar var notalegt og augljóst að búið hafði verið i henni. Hann tók af sér húfuna og fór úr frakkanum, svo hné hann niöur i stól. Ylurinn leið þægilega um hann og áður en varði var hann farinn að dotta. En skyndilega hrökk hann upp við fótatak. Þar stóð Karita i dyrunum, rjóð og ljómandi i loð- feldinum slnum. Hún rak upp gleðióp, hljóp til hans og féll á kné við fætur hans. — Litla stúlkan min, sagði hann og það lá við að rödd hans brysti, — þú áttir að fara heim til foreldra þinna. En ég þakka þér samt innilega fyrir að biða min hér. — Ivan Ivanovitch, þú ert meiri maðurinn, þú ert bara alveg svivirðilegur... allan þenna tima hef ég ekki heyrt frá þér eitt einasta orð. Hún greip höndum fyrir andlitið og kjökraði. — Fékkstu ekkert af þeim kortum, sem þeir leyfðu mér að skrifa? Hann tók af henni hattinn og strauk gullna hárið frá augum hennar. — Ég heyrði ekki neitt.... ekki neitt. Þetta hefur verið miklu þægilegra fyrir þig, þú vissir sjálfur, að þú varst ekki dáinn, en ég vissi það ekki. Enginn vissi það. Heilt ár! sagði hún milli ekkasoganna. — Datt þér ekki i hug, að ég gæti verið i striösfangabúðum? Karita, sem enn lá á hnjánum, leit upp. Hún var svo glöð, að nú voru það gleðitár, sem runnu niður kinnarnar. — Já, það var eftir þér að segja þetta. En þú varst nú sendur til að drepa Tyrkina, ekki til að láta þá hneppa þig I andstyggilegar fangabúðir. 0, þvilikt útlit, það er ekki sjón að sjá þig. Hún stóð hreinlega á öndinni. — Þú ert grindhoraður og Iskaldur. Hún fór að draga af honum stigvélin. — 0, þau eru glerhörö, það er eins og þau séu frosin við fæturna á þér! Þegar hún var búin að ná af honum stigvélunum, hallaði hún sér aftur á hælana og saup hveljur af hryllingi. Sokkarnir, sem liklega höföu verið úr grárri ull, svoru alveg vægast sagt hræöilegir. — Þeir lykta hræðilega, sagöi hún á ensku. — Ég veit það, sagði hann. — Þakkaöu þinum sæla fyrir að þú skulir ekki sjálf hafa þurft að búa i þeim eins lengi og ég. Hún náði sér fljótlega. Ó, hve tekinn hann var og þreyttur. En augu hans voru jafn skær. Karita fann eitthvað nýtt og undarlegt leita á sig og hjarta hennar barðist örar. — Sittu kyrr, ég ætla að sækja handa þér góða og styrkjandi súpu. Hún hljóp fram og kom að vörmu spori með heitt vatn i þvottaskál og setti við fætur hans. Stundarkorn leit hann á hana, eins og honum væri varnað máls. Þaö var mtthvað i augum hans, sem lýsti sársauka. — Karita, sagði hann, — er það satt að keisarafjölskyldan hafi verið send tileinhvers staðar, sem kall- aöur er Tobolsk? — Já, sagði hún. Það var einhver glampi i brúnum augunum, glampi sem hann hafði ekki séð áður. Já, það höfum við heyrt. Ivan Ivanovitch, ef þeir granda þeim, þá-er ég hrædd um að ég reyni sitt af hverju til að koma þeim i koll. Og ég ætla að nota eitthvaö svolitið skaðvænlegra en tungu mina. Hún opnaði stóran skáp á veggnum og dró þaðan stóran gljáfægðan riffil, British Lee- Enfield. Hún hélt rifflinum fyrir framan sig, hreykin og reiði- leg og það gneistaði úr brúnum augunum. — Karita, sagði hann, — við förum til Tobolsk, eins fljótt og okkur er unnt. Meöan Kirby naut þess að sitja I heitu fótabaðinu, fór Karita fram til að lita eftir súpunni. En þegar hún kom inn aftur, sat hann i stólnum i fasta svefni. Hún beygöi sig niður og kyssti hann á ennið. Ivan Ivanovitch, hugsaði hún, það er kominn timi til að þú takir þér konu og farir heim til Englands. Þegar við hittum Charlotte frænku næst, ætla ég aö spurja hana, hvort það sé nokkuð vansæmandi fyrir þig að kvænast mér. Aö minnsta kosti verður þú að eignast konu. Þaö var skelfilega kalt i Tobolsk. Eldiviðurinn, sem keisarafjölskyldan fékk, var af 'svo skornum skammti, að það var aðeins hægt að halda eldi i einum arni. Hermennirnir voru lika oft mjög óvingjarnlegir. Bolsévik- arnir voru samt ekki búnir að ná undir sig öllu Rússlandi. Þeir þurftu vfða að berjast fyrir lifi sinu og það gerði þá harðneskju- lega, en i rauninni voru þeir lika hræddir og það gerði þá tor- tryggna og grimmdarlega. Einn morguninn, þegar verðir keisaraf jölskyldunnar höföu verið sérstaklega illa lyntir, gekk einn þeirra i veg fyrir Olgu Nivolaievnu, þegar hún ætlaði út I gaddaðan garðinn, sem þau höfðu til umráða, til að sækja litla skóflu, sem Alexis hafði beðið- hana að sækja. Loðnar augna- brúnir mannsins voru hélaðar og hann setti riffilinn fyrir haiia, til að varna henni að komast lengra. — Fyrirgefðu, sagði Olga, — er mér ekki leyfilegt að fara út i dag? — Nei, sagði maðurinn rudda- lega. — Er einhver fyrir aftan mig? — Enginn, sagði Olga. Hún var klædd hlýrri yfirhöfn með hand- skjól. — Taktu þá það sem er i hægri hönd minni og sverðu að segja aldrei að ég hafi fært þér þaö, sagði hann. 1 höndinni, sem hélt um riffilinn, sá hún svolitinn pappírsvöndul. Hún kippti honum t.il sin og stakk honum i hand- skjólið. Hún vissi að hún mátti hvorki þakka honum né brosa. Það voru allir undir ströngu eftirliti og Olga flýtti sér inn aftur og hjarta hennar barðist ótt. Bréf. Einhverra hluta vegna fór hún ekki inn i dagstofuna til hinna, heldur inn i iskalt herbergi sitt. Hún reif upp bréfið. Það var stilað til hennar og hún þekkti rit- höndina. Það var sama rithöndin, sem hafði skrifað á Shakespear- bókina forðum, sama höndin, sem hafði skrifað bréfiö til Alexis. Hún settist á rúmið sitt og las. Það var erfitt I fyrstu, þvi að hún átti ekki gott með að halda aftur af tárunum. „Elskulega Olga! Ég veit ekki hvort þetta bréf kemst nokkurn tima I þinar hendur, en viss persóna hefur samt lofaö þvi, að svo skuli veröa. Ég skrifaði keisaraynjunni tvö kort úr fangabúðunum i Tyrk- landi, en ég er hræddur um, að þau hafi aldrei náö á leiðarenda. Ég er kominn aftur til Rúss- lands og er á leið til þin, með Karitu og öðrum. Ég veit, að þegar ég skrifa þetta bréf, þá ert þú I Tobolsk. Ég veit að ekkert annaö en brjálæði rikir nú i Rússlandi. Ég má ekki hugsa til þess hvernig þér liöur, ég er fullur angistar. Ég bið til þess eins, aö ekki sé fariö of illa með ykkur, þótt ég viti að bæði þú og fjölskylda þin hafiö mikið hug-1 rekki. Sögulok hallar 25. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.