Vikan


Vikan - 20.06.1974, Síða 22

Vikan - 20.06.1974, Síða 22
Elskulega Olga, ég veit þú átt eftir aö njóta lifsins aftur. Við Karita erum með allan hugann hjá þér, hjá ykkur. Þú ert alltaf i huga mér og alltaf i bænum Kar- itu. Þú ert bæði fögur og yndisleg, ég verð að segja þér það. Ég elska þig, sem ert fegurst af öllum stórhertogaynjum i ver- öldinni, ég elska þig. Guð veri *tfö með þér. John Kirby.” Olga sat grafkyrr á rúminu sínu. Það var iskalt i herberginu. Utan dyra var gaddur og menn- irnir fjandsamlegir. Olga vissi ekki hvað beið þeirra, hún hafði brotiö um það heilann, en hún gerði það ekki nú. Hann hafði þá alls ekki gleymt þeim. Hann hafði ekki gleymt henni. Hann var á leiðinni til hennar. Þau voru i Vestur-Siberiu með hvitliðum, sem bárust á bana- spjót gegn rauðliðum. Þau höfðu farið frá Kars síðast i janúar, með sundurleitum hópi manna úr hinum fyrrverandi her keisarans og hluta úr tékknesku hersveit- unum. Sjálf voru þau samferða broti úr riddaraliðinu, um fjögur hundruö manns, aðallega Kuban kósökkum, en þar á meðan voru nokkrar konur, auk Karitu, sem allar voru klæddar eins og hún, i kósakkastigvél og pokabuxur. Karita var hörð, eins og vand- lega hert stál: Kirby horaður og bitur, eins og banhungraður úlfur. Karita hafði nú miklar áhyggjur af Ivan Ivanovitch. Hann var orðinn svo ólfkur sjálfum sér, harður og gagn- tekinn af þeirri einu hugsjón, að ná til keisarafjölskyldunnar, áður en það yrði of seint. Hann var búinn að glata sinu fyrra glaðlyndi og umburðarlyndi. Hún var skelfingu lostin yfir þeim hættum, sem hann lagði sig I og hélt yfir honum ákafar áminn- ingarræður. — Ætlar þú að láta úrþvætti rússnesku þjóðarinnar taka þig af lífi? Dettur þér aldrei i hug, að hugsa um hvað þá verður um mig? — Þú kemst af. Og þú hefur meiri möguleika á þvff ef þú hættir að þvaðra og notar heldur bakhlutann. Komdu honum upp á hestinn. Við höldum áfram. Þessi tilsvör voru mjög ein- kennandi fyrir þaö hugarfar, sem þjáði hann yfirleitt um þessar mundir. Bráðlæti og ótti barðist um i honum dag og nótt. Honum fannnst ferðin aldrei ganga nógu fljtjtt og hann óskaði hvern bolsé- vika, sem tafði för þeirra, dauðan. En þó aö Karita hefði áhyggjur af Kirby, þá var hann ekki siöur undrandi á henni. I æðum Karitu rann blóð Tartara. Hún hafði sjálf þá hugsjón, að gera sitt til að útfýma öllu, sem stóð I vegi fyrir hag og hamingju þess Rússlands, sem hún elskaði. Hún notaði riff- ilinn óspart, með svo furðulegum ofsa, aö Kirby ofbauð. Þegar þau nálguðust Vestur- Siberiu, sameinuðust hvitliðar undir stjórn tékkneska liösins og þá gekk allt betur og þau komust fljótar yfir og voru mun öruggari. Þau nálguðust Tobolsk um vorið 1918. Kirby var orðinn örvæntingarfullur yfir þvi, að veröa of seinn, til að finna keisarafj ölskylduna. Tobolsk féll fyrir hvitliðum og Tékkum. Borgin var bókstaflega lögð i rúst og rauðliðar flýðu I of- boði. Karita missti af Kirby i hit’a orrustunnar. Hún fann hann samt aö lokum, þar sem hann stóð við hliöina á hesti sinum og talaði við óeinkennisklæddan mann, sem greinilega var frávita af ótta. Kirby var n^fölur. Keisarafjöl- skyldan var ekki lengur i Tobolsk, hún hafði verið flutt til Ekaterin- burg i úral. Sóknin i vestur hélt áfram, Tékkar og hvitliðar og i för meö þeim Kirby og Karita og þau nálguðust Ekaterinburg. Langt að var borgin lfkust virki i fjöll- unum. Það gat tekið nokkurn tima, aö vinna borgina og Kirby hafði á tilfinningunni, að zarinn og fjölskylda hans ættu varla langt eftir. Hann þekkti of vel til bolsévikanna nú, til að láta sér detta i hug, að þeir slepptu einum einasta af Romanovættinni lifandi, ef þeir á annað borð næðu þéim. Um dagmál einn daginn, fóru þau Karita burt frá hvitliða- sveitinni. Þegar þau höfðu riðið svolitinn spöl, sagði hann Karitu, að bezt væri að riða inn i borgina, án þess að hika. — Ertu genginn af vitinu? spurði Karita. Hún reiddi riffilinn fyrir framan sig og var löður- sveitt. Það var miður júli og ákaf- lega heitt I veðri. — Við riðum beint inn, sagði hann, — það er miklu öruggara, en að fara i vetur. Ef einhver reynir aö hefta för okkar, þá segjumst við vera flóttamenn, færandi fréttir af hvitliðum. Þeim til mestu undrunar vpru engir verðir á leið þeirra, engar fallbyssur og borgin virtist mann- laus. En þegar þau riðu fyrir fyrsta götuhornið, riðu þau beint i flasiö á fótgönguliðasveit. Kirby og Karita réttu upp hendurnar. — Hver eruð þið? spurði einn mannanna. — Vinir, sagði Kirby, — við flúðum frá hvitliðum og höfum fréttir aö færa. — Það er nokkuð Iskyggilegt, sagði maðurinn og brosti háðs- lega. — Við höfum nú kynnst slikum skepnum fyrr. Við skulum heyra hvað yfirforinginn segir um það. Þessa leið! Hann benti meö höfðinu. Þau voru færð I hús, sem hafði veriö smábarnaskóli. Vopnin voru tekin af þeim og öll skothylki og þeim var ýtt inn i herbergi, þar sem einn maður sat viö skrifborð. Hann leit upp, þegar þau komu inn og Kirby og Karita sáu, að maðurinn var enginn annar en Peter Prolofski. — A-ha, sagði hann lágt við Kirby, — það er ekki eiögrannt að stundum sé svolitil skima á dipimviörisdögum. Ég er undr- andi yfir þvi að sjá þig, vinur sæll, en lika mjög ánægður yfir þvi. Svo sagði hann við Karitu: — En hver ert þú? — Flóttamaður eins og hann, sagði Karita. — ó, svo já? Prolofski hallaði sér aftur á bak og barði fingur- gómunum i borðplötuna. — Ég var ekki viss um, að ég þekkti andlitið, en nú veit ég, að ég kannast við röddina! Svo þið eruð þá bæði komin hingað. Stór- merkilegt, Mér leið bölvanlega i þessari holu, sem þið komuð mér I hérna áður fyrr. En það var nú aðeins spurning um tlmann. — Þú eyðir timanum til einskis, sagði Kirby i örvæntingu. — Viljið þið fá fréttir af hvit- liðum, hvar þeir eru og hvað... — Viö vitum hvar þeir eru, tók Prolofski hranalega fram I fyrir honum. — Þeir eru rétt um það bil að berja að dyrum. Þeir vilja endilega ná Ekaterinburg á sitt vald. Þeim verður lika bráðum að ósk sinni. Það er aðeins smávegis, sem ég þarf að ganga frá fyrst, áður en við förum. Ég ætla að geyma mér ykkur tvö, þar til siðast. Þið skuluð.... Dyrnar að baki þeim voru opnaðar: tvær manneskur komu inn. Það voru þau Ovario og Aleka 'Petrovna. Ovario var horaður og einna likástur soltnum úlfi. Aleka, sem var klædd einkennisbúningi kvenforingja, var fölari og grennri en áður. Hún staröi á Kirby og Karitu og hún varð stjörf. — Ég hugsa, sagði Prolofski, — að ég þurfi ekki að kynna ykkur. — Hvað i ósköpunum eruð þið að gera hér? spurði Aleka og rödd hennar var hás og tilfinningalaus., — Félagi foringi, sagði Pro- lofski, — ég rannsaka sjálfur mál þeirra, ég ætla mér sjálfur að ganga frá þvi. Aleka yppti öxlum. — Þetta er hans bylting, sagði hún við Kirby, — og það var ákaflega óhyggilegt af þér að vera að sletta þér fram i það. — Annar hvor vinnur eða tapar, prinsessa, sagði Kirby. — Það er raunar ógeðslegt, að hafa lent I höndunum á þessari skepnu. — Prinsessa, urraði Ovario. — Hún gæti átt á hættu að vera skorin á háls vegna þessara orða. Karitu fannst hjarta sitt frjósa, en hún sagði kæruleysislega: — Það er ólykt hérna inni. Ovario tók þetta illa upp fyrir henni og sló hana utan undir meö handarbakinu. Kirby sneri sér snöggt að honum og sló hann niður, svo hann valt eftir gólfinu. Mennirnir tveir, sem stóðu vörð við dyrnar, flýttu sér til og börðu Kirby með byssuskeftunum. Karita hrækti á þá. Andartak gneistuðu augu Aleku, en svo varð hún kæruleysisleg f sömu andrá. — Svona, svona, þetta er allt i lagi, sagði Prolofski viö verðina. — Þetta eru minir fangar, ég vil ekki láta skemma þá fyrir mér. Farið burt með þau. Þau voru leidd út og sett I daun- illa kjallaraholu. Þau sátu á gólfinu og sneru bökum upp að óhreinum veggnum. Onnur kinnin á Karitu var rauð og þrútin. — Það var ljóta ólánið að lenda á Prolofski, sagði Karita. — Ivan Ivanovitch, einhver hefur fundið hann og látið hann lausan. — Já, Karita, slikt skeður oft á svona timum. Hann reyndi að tala rólega, en honum leið ekki vel, þegar hann hugsaði til þess,sem Prolofski myndi finna upp á. Og honum varð óglatt, þegar hann hugleiddi hvað þessi skepna gæti gert Karitu. — Mér þykir þetta leiðinlegt, Karita, sagði hann. — Ivan, sagði Karita bliðlega, — þú mátt ekki ásaka þig um neitt min vegna. Ég iðrast einskis og ég er fegin, aðég skuli vera hérna hjá þér. Hann virti hana fyrir sér. Hún var brosandi. Honum fannst hann á engan hátt eiga skilið vináttu hennar. Hann átti engin orð til að lýsa þvi. Hann rétti út höndina og strauk bliðlega um hár hennar. — Þú ert ennþá að hugsa um þau? spurði hún hljóðlátlega. — Um þau og um þig. Ég bið til þess eins, að Tékkarnir og hvit- liöarnir verði nógu fljótir. Þau hugsuðu bæði um það sama. Ef rauðliðar voru að yfir- gefa borgina, myndu þeir ábyggi- lega taka keisarafjölskylduna með sér. Ef það skeði, þá voru þau bæði búin að fórna lifi sinu til einskis. Þau heyrðu dauft hljóð, einhver sneri varlega lykli i skránni. Eftir andartak var Aleka komin inn til þeirra. Hún lokaði varlega á eftir sér. Hún bar fingur upp að vör- unum, svo lagðist hún á kné við hlið Kirbys. — Hlustaðu nú, hvislaði hún. — Ef ég hjálpa þér, þá verður þú lika að hjálpa mér. Prolofski ætlar að drepa ykkur siðar I dag. Það verður hans siðasta verk, áður en hann yfirgefur borgina. Það eru aðeins nokkur okkar eftir. Þeir ætla að láta hvítliða fá Ekaterinburg.... — Aleka, hvar er keisarafjöl- skyldan? spurði Kirby. Augu hennar urðu tárvot. — Þau eru farin, sagði hún. — Það er enginn timi til að ræða það 22 VIKAN 25. TBL. V'

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.