Vikan


Vikan - 20.06.1974, Page 26

Vikan - 20.06.1974, Page 26
gæti orðiö hættulegt. En það er ekki gott fyrir þau að skilja svona lagað. Ég held að mamma hafi aldrei þurft að horfast i augu við óþægindi á ævinni. Arið 1944 var James sendur til Kanada, til að kenna flug- mönnum siglingafræði. Eric var i skólanum og Gladys hafði nú nógan tima til að sinna störfum sinum i hjálparsveitunum, enda var hún þar öllum stundum. Hún hafði fengið auka bensinskammt, vegna þess að Fallowfield var svo 'langt i burtu og hún komst ekki á milli nema I bil. A laugardögum ók hún til Finden Minster, til að kaupa inn til vikunnar og sækja Eric I skólann og stundum tók hún félaga hans heim með sér um helgar. Borgin var frekar illa skipu- lögð, búðirnar á vlð og dreif kringum gamalt markaðstorg, en þar hafði verið komið upp vopna- verksmiðju, rétt utan við mið- bæinn. Þarna höfðu ekki verið gerðar svo margar sprengju- árásir, aðeins örfáar sprengjur höföu fallið I nágrenninu, þeg- ar þýzku flugvélarnar voru á leiö til þýðingarmeiri staða. Aðal- starf hjálparsveitanna þarna, var að mestu I þvi fólgið, að sjá verkamönnum, sem komu til að sinna landbúnaðarstörfum og vinna i vopnaverksmiðjunni, fyrir húsnæði og sömuleiðis mæðrum, sem höfðu fluið frá mestu hættusvæðunum með börn sin. Þennan laugardagsmorgun var hún i einkennisbúningi sinum, vegna þess að hún þurfti líka að sinna ýmsum erindum fýrir hjálparsveitina. Hún lauk öllum þessum erindum og fór svo til að sækja Eric, sem átti að vera hjá henni um helgina. Hann hann hafði fengið leyfi til að taka einn vin sinn með sér. Þeir komu hlaupnadi á móti henni, bjarteygðir og ánægðir, eins og litlir hvolpar, sem leystir höfðu verið úr bandi. Þeir stukku upp i bilinn og komu sér fyrir i aftursætinu. Hún fór skemmstu leið gegnum borgina, þegar myrkrið var að skella á þetta nóvemberkvöld^ Rétt i þvi heyrði hún viðvörunar- merki. Hún sá eldglæringar á lofti og heyrði i loftvarnabyssunum i fjarska. — Er þetta árás? spurði Eric. Það var einu sinni árás i Bristol, þegar ég var þar, sagði hinn drengurinn hreykinn. — Þetta er aðeins æfing, sagði Gladys. Þegar hún beygði inn á markaðstorgið, féllu fyrstu sprengubrotin. Hún sá einn vörðinn veifa til sin, svo hún ók bilnum upp bakdyrainnganginum á The Old Bull Hotel. Fólk kom hlaupandi út af barnum. Kolasal- inn hennar, sem nú var vörður og lögregluþjónn, kallaði glaðlega: — Þetta litur út fyrir að vera alvara, frú Paulton. Bezt að koma börnunum i kjallarann. Það var búið að styrkja gamla kjallarann með járnrimlum og steinsteypu. Það voru nokkrir hótelgestir komnir þanga’ð niður, flest var það gamalt fólk, sem hafði flutt á þennan stað, sem átti að teljast nokkurn veginn öruggur. Það horfði á hana, sem var i einkennisbúningi og þá mundi hún eftir þvi, að verið gæti að hjálpar hennar væri þörf. Drengirnir voru ekki hræddir, aðeins ákafir. — Það er bezt að þið verðið hér kyrrir, sagði hún. Hjartað barðist hratt I brjósti hennar og hún fann einhver þrengsli i kokinu af angist. —Ég kem bráðum aftur. Hún reyndi að láta sér detta eitt- hvað skemmtilegt I hug, til að segja við drengina. — Oliver Cromwell gat ekki brotið þetta hús niður, svo ég býzt ekki við að Hitler geti það heldur. Þegar hún kom út á hlaðið, stóð hún þar andartak, stjörf af ótta. Himininn var bjartur af eld- glæringum, hávaðinn frá flugvél- unum, loftvarnarbyssunúm og sjúkrabilunum ærandi. Reykjar- mökkur lá yfir öllum austurhluta borgarinnar og óþefurinn var hræðilegur. Maðurinn, sem hún hafði séð rétt áður, var nú kominn með hjálm og ók á reiðhjólinu til hennar. — Er billinn yðar hér, frú Paulton? — Já. — Getið þér farið til Betterton Street, við þurfum að koma slös- uðu fólki i burtu, svo brunaliðið geti snúið sér að slökkvistarfinu. — Það get ég. Hún ók þangað, sem sprengjurnar höfðu fallið. Flest húsin stóðu i björtu báli og sum voru hrunin til grunna. Fólkið, óhreint og svart af reyknum, stóð þarna, málvana af ótta. Einn varðanna tróð eins mörgum og hægt var inn i bilinn hennar og bað hana að aka fólkinu til gagn- fræðaskólans, sem hafði verið tekinn i notkun, sem einskonar sjúkrahús og hæli fyrir þetta hrjáða fólk. Það voru gömul hjón, stúlka með hvltvoðung, tvö börn með stálpuðum bróður sinum. — Pabbi er á næturvakt, sagði drengurinn i s.Ifellu. —Heldurðu að mamma hafi‘orðið fyrir þvi, heldurðu það? — Auðvitað ekki, sagði Giadys. — Þú hefur bara misst af henni I öllum látunum. Vertu ró- legur, vinur minn. Þegar hún kom til skólans, hófst önnur árásin. Húij bugsað'i i ofboði: —Ég fer ekki til baka. Hvað verður um Eric, ef ég verð fyrir sprengju? Það er öruggara að vera hér, það er vopnaverk- smiðjan,sem þeir eruað skjóta á. Það tekur enginn eftir þvi, þótt ég verði hér um kyrrt. Ég er I fullum

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.