Vikan


Vikan - 20.06.1974, Qupperneq 31

Vikan - 20.06.1974, Qupperneq 31
74 ALLT UPP flýta sér heim, til að vinna heimilisstörfin og svo að hjálpa Lenny á kvöldin, svo ég sagði upp vinnu minni og fór að vinna alveg með Lenny. >að var góð æfing og við vonuðum að einhvern tima myndum við geta eignast okkar eigið veitingahús. Ég hafði ekki hugmynd um að nokkur af þessum glæpaklikum kæmi á veitingahúsið, enda var það ekki staður handa sliku fólki. Ég veit ekki til þess ennþá. >aö var ekki fyrr en löngu eftir árásina á Lenny, að einn kunningi okkar sagði, að eitt kvöldið heföi einhverjir úr Tibbs-klikunni verið á barnum og heyrt einhverja vera að tala um þá. Eftir þvi sem mér hefur skilizt, sagði Lenny eitt- hvaö í þá átt, að þetta væru senni- lega „pikeys”, en það er slangur- yrði yfir sigauna og ekki beinlinis hrósyröi. Kunningi okkar sagði, að annað hefði Lenny ekki sagt, en þeir höfðu heyrt þetta og þá ákveðið að hefna sin á honum. Mér fannst ég hafa setið á bið- stofunni heila eilifð og reyndar voru það fullir þrir klukkutimar, þangað til læknarnir komu og sögðu mér, að Lenny væri ekki lifshættulega særður. Slðar um nóttina, var mér leyft að fara inn til hans. Hann var al- gjörlega óþekkjanlegur, það höföu verið saumuð rúmlega þrjú hundruð spor bæði i andlit hans og annars staðar, höfuðið var svo bólgið, að það var likast fótbolta og svo voru slöngur festar i hann, bæði til að gefa honum blóð og næringarvökva. >að lá við að liði yfir mig, við að sjá hvernig hann var útleikinn. Vesalings Lenny var rétt vaknað- ur eftir svæfinguna og hálfruglað- ur. Ég gat ekki hugsað mér að vera ein heima, það sem eftir var næturinnar, svo ég fór til kunn- ingja okkar. >að sýndi sig siðar, að ég hafði gert það rétta, einmanakenndin, hefur bjargað mér. Lögreglu- þjónn sagði mér siðar, að ég væri ekki örugg i ibúðinni, vegna þess að árásarmennirnir þekktu mig og myndu ábyggilega reyna að hafa hendur i hári minu. Daginn eftir kom kunningi okkar, sem var lögregluþjónn við sakamála- deild hverfisins, á sjúkrahúsið og talaði við okkur Lenny. Hann og Lenny höfðu verið kunningjar frá þvi þeir voru börn, aldir upp i sama hverfi og hann vissi að maðurinn minn gat ekki haft neitt saman að sælda við þessa glæpa- menn. Hann var alveg eins undr- andi og við. >að var bókstaflega engin ástæða til þessarar árásar og ekkert sem gat réttlætt hana. Við hittum, að mér fannst, ó- teljandi lögreglumenn, meðan Lenny var á sjúkrahúsinu og það leið ekki á löngu þar til þeir vissu, að það var Tibbs-klikan, sem var völd að árásinni á Lenny. Ég minnist þess, að mér varð bókstaflega flökurt, þegar einn lögregluþjónanna sagði mér, að Lenny þyrfti mikiðhugrekki til að ákæra þá, þvi að um leið og þeim væri það ljóst, myndu þeir einskis svifast, til að láta okkur þegja, þeir gætu jafnvel skotið okkur. Menn með ruddalegar og ljótar raddir sendu okkur bölbænir. >etta var allt einna likast ljótri glæpamynd i sjónvarpinu, lög- reglan tók þetta allt svo alvar- lega, að mér varð ljóst, að það var full ástæða til að trúa þvi sem þeir sögðu. >egar Lenny kom út af sjúkra- húsinu, fórum við út i sveit til kunningja okkar og vorum þar i friði og ró i þrjá mánuði. Svo fór- um við fljúgandi til Mallorka og vorum þar i hálfan mánuð. >ar var dásamlegt aö vera, sól- bjart og öruggt og svo langt i burtu. Við sögðum engum hvað komiö hefði fyrir Lenny, sögðum aðeins, að hann hefði lent i bil- slysi. Hvað okkur sjálfum viðkom, var það versta búið, Lenny var á lífi, við myndum fljótlega komast heim til okkar og hef ja aftur dag- leg störf. Viö höfðum ekki ennþá hugmynd um hvers konar menn þessi Tibbs-klika var. En svo fóru hótanir að dynja yfir okkur. >að var hringt i slmann og ruddalegar raddir öskruðu yfir okkur böl- bænir og hótanir. „Ef þið farið með þetta I lögregluna, náum við I ykkur”. Einu sinni var kastað steini gegnum gluggann i stofunni hjá okkur. >að kom að þvi, að ég þorði ekki að vera ein heima, óttaslegin ef siminn hringdi og alltaf var ég hrædd um Lenny, ef hann kom ekki heim á réttum tíma. Ég var svo hrædd um að þeir myndu ráð- ast á hann aftur. Ég var lika hrædd, ef ég fór út að verzla, hrædd um að einhver kæmi að mér aftan frá. >etta var hreint viti. Við vorum hvergi örugg. >á var það að við sáum, að við gátum ekki lagt það á taugar okk- ar og kæra málið. Við gátum ekki búið við þennan eilifa ótta. Við höfðum samband við lögregluna, sögöum að okkur þætti þaö leitt, en að við gætum ekki gefið þeim neinar upplýsingar. >að getur verið, að þetta hafi verið heigulsháttur, en lögreglan skildi okkur. Lögregluþjónarnir voru mjög skilningsrikir og gerðu ekkert til að fá okkur til að skipta um skoðun. >á var það afstaðið, hugsuðum við. Og þannig varð það lika I fyrstu. >að leið heilt ár og við fengum að vera I friði. Sima- hringingarnar hættu og við vor- um farin að jafna okkur og ná fyrra jafnvægi. Að sjálfsögðu höfðu orðið mikl- ar lifsvenjubreytingar hjá okkur. Lenny gat ekki unnið neitt að ráði, vegna þess að hann fékk ekki mátt i handlegginn, vöðv- arnir höfðu verið svo sundur- skornir, að hann gat ekki notað hægri höndina. Hann fór að verða slæmur á taugum og hann tók ró- andi töflur. Ég sá að mestu leyti fyrir okkur með þeim þrjátiu pundum, sem ég fékk á viku. Ég var þá orðin forstöðukona á ráðn- ingastofu. En svo hófst hryllingurinn á ný. >að var i febrúar 1972. — Ég man það svo vel, vegna þess að ég átti afmæli I þessum mánuði og við ákváðum aö gera okkur daga- mun. Fyrst fengum við okkur i glas á bar i nágrenninu og svo fórum við til að borða á öðrum staö, veitingahúsi við Forest Gate. >egar við settumst, til aö panta matinn, vissum við ekki fyrr til, en aö stór maður, sem hafði stað- ið við barinn, þegar viö komum inn, gekk allt i einu að borðinu til okkar. Hann leit niður á okkur. Svo sagði hann Lenny, að hann yrði að hætta við að sækja um bótakröfu. — Ef þú gerir það, skaltu hafa verra af, þú færð þá sömu útreið- ina aftur, sagði hann og stakk höndinni niður i brjóstvasa innan á jakkanum. Okkur Lenny datt fyrst i hug, aö hann væri að ná i hnif eða eitt- hvaö slikt, svo ég rak upp öskur. Lenny greip i manninn, en ýtti mér svo út. Við komumst upp I bilinn og ókum heim. Við vorum Framhald á bls. 39 25. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.