Vikan


Vikan - 20.06.1974, Qupperneq 36

Vikan - 20.06.1974, Qupperneq 36
Með ástarkveðju til mömmu framhald af bls. 27 — Jæja, við skulum þá reyna að njóta þess. Hann hét Vincent Waywood. Hún hitti hann lika um kvöldið, þá fóru þau út að borða aftur. Hún sagði móður sinni, að hún hefði hitt gamlan vin James og að hann hefði boðið henni út að borða. Hún var í heilan klukkutima að mata og velja kjól og snyrta sig. Hún nældi sér i dropa af ilmvatni móður sinnar og henni fannst sjálfri árangurinn ágætur. Hún var létt i skapi og henni fannst að hún væri mjög kvenleg. Það var langt siðan hún hafði fundið til þess.. — Þú gerir þér mikið ómak, sagði móðir hennar, dálitið tor- tryggin á svipinn. — Þetta er háttsettur maður, ég má ekki vera mér til skammar. Þegar hún hitti hann á veitinga- húsinu, sagði hún: —Ég bjó til heilan lygavef, til að komast út i kvöld. — Ertu ekki orðin myndug? — Jú, það er ég, ég er tuttugu og niu ára, en þú veizt hvernig mæöur eru. Þegar Eric er orðinn fullorðinn, ætla ég ekki að hnýsast i einkamál hans. — Þú verður alltaf dásamleg. Hann snerti hana nú i fyrsta sinn: tók andlit hennar i lófa sina og sneri þvi til beggja hliða. —Beinabyggingin er góð. — Ertu listamaður, eða varstu það? — Ég er arkitekt. Það getur verið að ég veröi þaö lika að strið- inu loknu. Hann var á sama aldri og hún. Hann var vel stæður, einkasonur auðugra foreldra. En það var yfir honum eitthvert eirðarleysi. Hún varð ástfangin af honum á stundinni. Það var engu likara en hún hefði orðið fyrir slysi. svo varnarlaus var hún. Hún hefði alls ekki getað forðast það. Henni hafði alltaf verið sagt, að amerisku hermennirnir væru fljótir til, en það liðu samt margir dagar, þangað til hann kyssti hana. Þegar svo að þvi kom, vissu þau bæði, að þetta var ekkert augnabliksyndi. Það var engin undankomuleið, sérstaklega ekki á þessum timum striðs og öryggisleysis. Hann var i herbúðum rétt hjá borginni. Stundum hittust þau siðdegis og gengu, hönd i hönd, meðfram klettunum og horfðu út á himinbláan sjóinn. Stundum lögðust þau i rakt vorgrasið, snertu hvort annað lauslega og kysstust, þakklát yfir samvist- unum. Hann hringdi daglega til hennar og sendi henni stóra blóm- vendi. A hverju kvöldi, þegar hann átti fri, hittust þau: fóru i bió og borðuðu saman, nutu sam- vistanna eins og ástfangnir ung- lingar. Hún hætti að skrökva að móður sinni. Hún þóttist ekki sjá hneykslunarsvipinn á henni og hlustaði ekki á reiðilegar predikanir hennar. —Mamma, I guðs bænum, hættu þessu! Ég er að verða þritug, ég veit hvað ég er að gera. — Það vona ég vissulega, sagði móðir hennar. A hverjum degi komu skipa- lestirnar upp að ströndinni, — herdeildin var flutt úr nágrenninu og hún þurfti að koma Eric i skólann og taka upp fyrri störf sin i hjálparsveitinni. — Ég held að nú fari að sver^a til stáls, sagði hann eitt kvöldið. —En égaaö fá nokkra fridaga áður. Viltu njóta þeirra með mér? Skeytið kom viku siðar. Hann hafði pantað hótelherbergi i Cotswolds, gömlum og skemmti- legum stað. Það var auðvelt fyrir hana að fara þangað. Hún kom þvi þannig fyrir, að Eric yrði kyrr I skólanum um helgina, svo hún lét niður i tösku, fór i gulu kápuna og tók lestina til Cotswolds. Hótelið var mjög glæsilegt og herbergið stórt og þægilegt. Það var orðið áliðið, þegar hún kom þangað og hún raulaði fyrir munni sér, meðan hún kom sér fyrir. Vince hafði látið setja stóran vönd af rauðum rósum i herbergið og hún naut ilmsins, meðan hún fór I bað. Hún eyddi löngum tima i að bursta hárið og snyrta sig sem bezt. Svo fór hún niður i forsalinn, settist i þægi- legan stól og þóttist líta i timarit, en henni varð tiðlitið til dyranna. Þegar klukkan var að verða sex, kom vikadrengur og kallaði: —Frú Vincent Waywood! Hún sinnti þessu ekki i fyrstu, en svo mundi hún allt og fleygði frá sér blaðinu. Það var ekki Vince, sem var i simanum. Það var liðþjálfinn hans. —Höfuðsmaðurinn bað mig að hringja til yðar, frú. Honum þykir það m’jög leitt, en hann fékk ekki fri. Hann segist hafa samband við yður fljótleg^. Alla nóttina heyrðust drun- urnar i flugvélunum og hún vissi, að nú var innrásin á meginlandið I fullum gangi. Hún fór heim til sin, en heyrði ekki orð frá honum. Hún bar me| sér ástina til hans, eins og þungá? sem aldrei yrði borinn. Þegar hún frétti að hann 'Hefði farizt I árás, fannst henni þaö vera eins og hræðileghr léttir. Það var konan hans, sem sagði Jhepni lát hans. Hún fékk litinn pakka frá Ameriku, það var dásamlega fallegt armband og með þvi nokkrar linur. „Þetta var meðal þeirra hluta,sem ég fékk senda og á pakkanum var nafn yðar og heimilisfang. Hann hefur ætlað að senda þetta til yðar. Ef þér hafið veitt honum einhverjar ánægju- stundir, þá er ég yður þakklát og vona að yður vegni vel.” A kortinu stóð: ,,Til þin, eina ástin mina. Vince.” Sex mánuðum siðar kom James heim. Astúð þeirra á milli jókst, þau leituðu skjóls og huggunar hvort hjá öðru, huggunar vegna atburða, sem þau minntust aldrei á. Einu sinni eða tvisvar tók hún armbandið upp úr skúffu og setti þaö á úlnliðinn og lét það eftir sér aö gráta. Svo dundu einhver ósköpyfir, flóð og sjúkdómaplág-a, einhverstaðar, og hún sendi arm- bandið nafnlaust I söfnunarsjóð- inn. Eftir það grét hún aldrei, þegarminningarnarsóttu á hana. Eric, konan hans og börnin, komu snemma á páskadags- morgun. Rosemary sat á rúminu i herbergi Gladys og bað hana, grátandi, að reyna að hafa áhrif á Eric, svo hann hætti við að taka þessa stöðu. Muriel sagðist ætla að koma i bilnum sinum og Audrey hafði hringt og ságðist ætla að taka með sér vin sinn, sem hún vonaði að móðir hennar yrði notaleg við! — Ekki að ég sé aö drótta einhverju að þér, mamma min. Hún vissi að þau myndu ekki leita ráða hjá henni, vegna þess, að þau héldu að hún væri svo óreynd i öllum veraldlegum málum, hefði alltaf lifað svo til- breytingalausu lifi, að hún CINNI & PINNI 36 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.