Vikan


Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 4
SKJOTUM SKYTTUNNl í SKIL gjafir, þar á meöal tjöld eða segl. Ekki hefðú tjöld eða segl verið til- tekin sem gjafir til konungs, ef ekki hefði verið listhandbragð á. Þótt vefnaðarlistin njóti e.t.v. ekki sömu hylli og fyrr á öldum, lifir hún þó enn góðu lifi. t desem- bermánuði 1972 var stofnað fé- lag islenzkra vefnaðarkennara, og eru 36 vefnaðarkennarar viðs vegar um landið orðnir félagar þess.. Markmið félagsins er að vinna að útbreiðslu vefnaðar i skólum og heimilum, að stuðla að aukinni menntun vefnaðarkenn- ara, og vinna að þvi, að hand- mennt verið metin til jafns við bóklega mennt i landinu og gæta hagsmuna vefnaðarkennara. Að sögn Jakobinu Guðmunds- dóttur, formanns félagsins, er vefnaður mjög frjálst tjáningar- form og hentar mörgum. Hann er einnig mjög góð hvild og afslöpp- un fyrir taugastrekkt fólk, sem lifir Ihraða nútimans og er m.a. notaður sem lækningatæki á geð- s júkrahúsum. Hugmyndir hafa komið fram um, að stofnaðir yrðu vefklúbbar, sem gætu orðið skemmtilegur fé- lagsskapur, engu siður en sauma- klúbbar, t.d. fyrir konur, sem komnar eru af léttasta skeiði og búnar að koma börnum sinum upp, en vantar bæði tómstunda- iðju og félagsskap. Vefnaður er samt alls ekki kvenmannsverk eingöngu, karlmenn hafa mikið ofið i gegnum aldirnar, og gætu vefklúbbar orðið litrikari félags- skapur, ef karlmenn vildu lika' vera með. Hugmyndin er þegar fædd, og vonandi verður hún að veruleika, áður en langt um liður. Heimilisiðnaðarfélagið og Myndlistar- og handiðaskólinn halda vefnaöarnámskeið á hverj- um vetri; sem bæði hafa verið skemmtileg og fjölsótt. Ýmsir húsmæðraskólar vitt um landið Lengst til vinstri er grátt kjóla- efni úr einskeftu, skreytt með svörtu togi, þá er borðrenningur meö salúnvefnaöi og teppi með brekánsvefnaði. Þar fyrir ofan eru púðar og borörenningar með rósabandavefnaöi og teppi með myndvefnaði. Þá eru 2 teppi með finnskum vefnaöi, og yzt til hægri eru 2 myndir, ofnar úr tuskum. 4 VIKAN 39. TBL. hafa einnig haldið vefnaðar- námskeið, og enn er vefnaður skyldunámsgrein i þeim hús- mæðraskólum, sem starfa eftir gömlu reglugerðinni. Þá má benda unga fólkinu á, að nú er vefnaður orðinn valfag I grunn- skólanum. Dagana 17. ágúst — 1. septem- ber s.l. var haldin sýning félags islenzkra vefnaðarkennara i Hafnarstræti 3. A sýningunni gætti mjög mikill- ar fjölbreytni, þvi reynt var að sýna sem flestar gerðir islenzks vefnaðar. Vefjarefnin, sem kennararnir notuðu, voru ull, bómull, hör, hrosshár, tuskur og litilsháttar gerviefni. Til skrauts notuðu þeir gler- og tréperlur i ýmsum stærð- um, vafðar sökkur og tog. Munirnir voru f jölmargir og mjög fjölbreytilegir. Mestu andstæð- urnar var að finna, þar sem héngu hlið við hlið fremur litið en litrikt teppi með háklassiskum góbelinvefnaði — mynstur og vefnaður var eftir slæmskri fyrir- mynd af stólsetu frá 18. öld, unnin I Kaupmannahöfn af Margréti ólafsdóttur undir handleiðslu Júliönu Sveinsdóttur — og mjög Margrét Finnbogadóttir sýnir kjól úr efni, sem ofið er meö rósa- bandavefnaöi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.