Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 8
bylgju og fékk hjartaslag. Popp-
sérfræðingur Vikunnar, hæstvirt-
ures. —áttiþó afturkvæmt að rit-
vélinni sinni og auðnaðist að rita
þessar linur, — mannfólkinu til
viðvörunar og sjálfum sér til frið-
þægingar. Orsök hinnar mjög svo
ánægjulegu afturkvámu undirrit-
aðs voru fingur tveir, sem stungið
var i bæði eyru og hafðir þar frá
klukkan 22.30 þriðjudagskvöldið
20. ágúst s.l. til klukkan 23.40, er
Nazareth hafði lokið framleiðslu
sinni. Sú athöfn nægði til þess að
undirritaður heyrði til hljóm-
sveitarinnar á svipuðum stýrk og
heyrist í meðal loftpressu.
Eins og sjá má af ofanrituðu, er
ekki mikið að segja um tónlistar-
gildi hljómleikanna. Astæðan
fyrir þvi að ég hafði þol til að rita
þessar fáu llnur var sú, að það
var einn ljós punktur á hljómleik-
unum og sá tilheyrði svo sannar-
lega ekki frekar slöppu ljósa
„showi”. Það var hljómsveitin
Júdas hin islenska. Frumsamið
efni sat i fyrirrúmi hjá hljóm-
sveitinni og var hrein unun á að
hlýða. Rúnar Georgsson að-
stoðaði á saxafón og vel það.
Júdas og Nazareth eru tvö nöfn
upprunnin á svipuðum slóðum.
Nazareth er nafn á borg, Júdas
„var” nafn á manni. Auðnist
manni að sjá Nazareth, liggur
hún opin fyrir. Hið óþekkta heill-
ar þar til maður fær það augum
litið. Nazareth er ópersónulegt
nafn og á vel við hina skosku
hljómsveit. Júdas er kunnugt nafn
en samt ókunnugt, lifandi en samt
ekki lifandi, persóna en ekki per-
sónugervingur. Júdas er til i okk-
ur öllum, — og má ég þá heldur
biðja um Júdas. es.
edvard sverrisson
3m
músík með meiru
8 VIKAN 39. TBL.