Vikan


Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 18
DEILA UM DÆTURNAR Þegar þátturinn „Fóstbræð- urnir” var á dagskrá islenzka sjónvarpsins fyrir nokkru, linnti ekki bréfum frá hrifnum ung- meyjum, sem leituðu upplýsinga hjá Póstinum um lifshlaup þeirra fóstbræðra, Tony Curtis og Roger Moore. wpósturinn er alltaf heldur nizkur á upplýsingar um fræga fólkið úti i heimi, en betra er seint en aldrei: Hér kemur ögn um herra Tony Curtis. Tony Curtis hefur alla tið verið dálitið upp á kvenhöndina, en það vita liklega færri, að hann er af- Christine Kaufmann hefur litið látið á sjá, þótt hún hafi lifað hátt siðustu árin, milli þess, sem hún hefur barizt fyrir því að fá telp- urnar sinar aftur til sín. skaplega hrifinn af börnum, sér- staklega sinum eigin börnum. Það vakti mikla athygli á sin- um tima, þegar Tony Curtis skildi við Janet Leigh til þess að giftast þýzku leikkonunni Christine Kaufmann. Tony og Janet höfðu löngum verið talin fyrirmyndar- hjón, jafnvel þótt miðað væri við heiminn utan Hollywood. En það fyrirmyndarhjónaband hrundi eins og spilaborg, þegar Tony hitti Christine. Hjónaband þeirra Curtis og Kaufmann stóð hins vegar ekki ýkja lengi, og árið 1968 skildu þau eftir fimm ára sambúð. Tvær dætur eignuðust þau, Alexöndru, sem nú er 10 ára, og Allegru, sem er 8 ára. Og nú, sex árum eftir skilnaðinn, eru þær enn bitbein foreldra sinna. Við skilnaðinn fékk Christine foreldraréttinn yfir telpunum, en 3 mánuði á ári skyldu þær dvelja hjá föður sinum. Tony Curtis, sem giftist reyndar aftur tiu dög- um eftir skilnaðinn, barðist þó stöðugt fyrir þvi að fá algjör yfir- ráð yfir dætrum sinum. En Christine mátti ekki heyra það nefnt. Tony var hins vegar ekki af baki dottinn'. Sumarið 1972 dvöld- ust telpurnar hjá honum i London, þar sem hann hélt heimili fyrir þær, meðan hann vann að kvikmynd þar. Þegar kvikmyndinni var lokið og sumarfri telpnanna á enda, pakk- aði hann saman og för með dæt- urnar til Kaliforniu. Og Christine beið árangurslaust heima i Þýzkalandi. Christine fékk ekki dæturnar aftur hiem. Aftur á móti fékk hún tilkynningu frá lögfræðingi Curtis þess efnis, að samkvæmt dómi hefði hún misst umráðaréttinn yf- ir þeim. Hún flaug umsvifalaust' vestur og barðist eins og ljón fyrir þvi að fá telpurnar aftur, en allt kom fyrir ekki. Vesalings Christine stóð ekki vel að vigi i þessari baráttu. Tony staðhæfði, að hún hefði enga möguleika á að ala dætur þeirra sómasamlega upp, þær væru iðu- lega aleinar eða i umsjá ein- hverra og einhverra barnfóstra, móðir þeirra lifði óreglubundnu lifi og ekki alltaf sem siðsömustu. Og Christine tapaði hverri lotunni á fætur annarri. Að lokum lýsti hún þvi yfir, að Tony skyldi hafa umráðaréttinn yfir dætrunum. Hún gerði það sannarlega ekki með glöðu geði og var ákveðin I þvi að taka upp baráttuna siðar. Christine Kaufmann getur vist ekki talizt neinn engill, þótt útlitið sé engilfagurt. Hún þykir ákaf- lega skapmikil og svo viðkvæm, að þótt hefur jaðra við móðursýki. Borgaralegt lifefni er henni litt að skapi, og um skeið hjó hún i kommúnu i Munchen. Astarævintýri honnar á undan- förnum árnm gætu fyllt margar bækur. Hún hefur verið óspör á bliðu sina. Meðal ástmanna henn- ar siðustu árin eru eftirlætis leik- stjórinn hennar, bókaútgefandi, hippi, knapi, poppsöngvari, stúdent. Það virðist auðvelt að hrifa hjarta Christine. En svo varð Christine alvarlega ástfangin. Sá lánsami heitir Achim Lenz, aðstoðarleikstjöri. Hann er nú orðinn eiginmaður Christine númer tvö. Þegar Christinekom frá hjónavigslunni, sagði hún: — Loksins er ég laus við nafnið Curtis úr vegabréfinu minu. Nú vantar ekkert nema litlu stúlkurnar minar, svo að ég sé fullkomlega hamingjusöm. Christine Kaufmann segist ætla að lifa borgaralegu lifi i framtið- inni. Það gleður ameriska lög- fræðinginn hennar, sem er reiðu- búinn til þess að gera nýja til- raun til að ná aftur dætrunum til Christine. Það er ekki enn útséð, hvernig fer. Eitt er vist, foreldr- arnir standa báðir fast á sinu. Aiexandra og Allegra eru svolitið einmana i henni Kaliforniu. Tony er vissulega góður og umhyggju- samur faðir, en þær sakna mömmu sinnar. Christine Kaufmann og Tony Curtis (á stóru myndinni) voru sögð fallegustu og hamingjusöm- ustu hjónin I Ilollywood á sinum tima. Sú dýrð stóð ekki lengi. A minni myndinni til vinstri sjáum við Christine ásamt nýja mannin- um, Achim Lenz, sem hún giftist i vor. Tony beið ekki svo lengi. Aö- eins tiu dögum eftir skilnaðinn við Christine giftist hann ljósmynda- fyrirsætunni Leslic „Penny” Allen. Sjá minni myndina til hægri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.