Vikan


Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 32
hávaða, sérstaklega á þéttbýlum svæðum og í borgum. Það mun verða stöðutákn i þjóðfélaginu að hafa herbergi eða stofur, sem eru algjörlega hljóð- einangruð, þar sem fólk getur slakað á og hvilt heyrnina. Fólk sem býr i þéttbýliskjörn- um og þarf af ýmsum ástæðum að vera mikið utanhúss, mun verða viðþolslaust af höfuðverk eftir stuttan tima vegna hávaða. Margar ráðstafanir hafa þegar verið gerðar til að verja fólk gegn hávaða, en i samanburði við var- úðarráðstafanir gegn lofts- og vatnsmengun, hefur hávaða- vandamálið verið háskalega van- rækt. Ef hávaðinn á ekki að æra okk- ur alveg,. verðum við umsvifa- laust að gera alvarlegar ráðstaf- anir. GAMALT VANDAMÁL Arið 1896 birtist grein i norska menningarritinu „Kringsjaa”, sem nefndist: „Burtu með óþarfa hávaða úr borgunum okkar”. Þarna var meðal annars að finna þessa klausu: „Allt, sem heyrir til tónlistar, er heilagt i eyrum yfirvalda, m.a. „lirukassar” og önnur „götutónlist”. Greinarhöf- undur gengur svo langt i baráttu sinni gegn hávaða, að hann vill þagga niður hrópin i götusölun- um. Hann skrifar einnig: „Augljóst er þó, að það er umferðarhávað- inn sem hrjáir okkur mest. Það gengur næst kvalalosta, að yfir- völd skuli leyfa skröltandi vöru- bilum, drekkhlöðnum af járnrör- um, að aka gegnum Karl Jóhanns götu, sem er bæði holótt og grýtt. Hávaðinn af þessum þungaflutn- ingi, getur hæglega eyðilagt sterkustu hlustir og komið dýr- lingunum til að nota gifuryrði”. Fólk varáhyggjufullti þá daga, ekki siður en nú á timum. En hefur okkur nokkuð farið fram? Þegar laufblað fellur til jarðar, mælist sá fall-,,hávaði” ekki á decibelmæli. En simtal mælist 35 decibel, einkabifreið 70, borgar- umferð mælist milli 80-100 deci- bel, ódempaður loftbor ca. 120, og þota ca. 140 decibel. HÁVAÐI GENGUR AF HEYRNINNI DAjUÐRI Langvarandi hávaði, sem mæl- ist yfir 85 dec. skaðar heyrnina. Þvi meiri sem hávaðinn er, þvi fyrr skemmist heyrnin. Slikar skemmdir er ekki hægt að bæta. 1 Boras i Sviþjóð var ákveðið að leggja bilveg gegnum þéttbýlt i- búðahverfi. Eftir þvi sem vegar- lagningunni miðaði áfram, varð að rifa fleiri og fleiri hús, sem féllu ekki inn i nýja skipulagið, meira að segja varð að brjóta og rifa svalir á neðstu hæðum sumra Ibúðablokkanna, til þess að veg- urinn kæmist fyrir. 1 dag bugðast þessi glæsilegi akvegur, með 4 akreinum, gegn- um ibúðahverfið. Glöggir og i- hugulir umferðarsérfræðingar hrósa hver öðrum fyrir vel unnið starf. Sárafáir leiða hugann að þvi, að fólkið, sem býr þarna i miðri um- ferðariðunni, er farið að tapa heyrn, að meira eða minna leyti. Og þar sem það er læknisfræði- leg staðreynd, að hávaði getur gengið af heyrninni dauðri, er kominn timi til að vélvæddu þjóð- félögin fari að ihuga rækilega þetta alvarlega vandamál. Við íslendingar eigum ekki ennþá i höggi við hávaðavanda- málið á sama hátt og mörg önnur nútimaþjóðfélög, en ef við uggum ekki að okkur og gerum ráðstaf- anir strax til að verja okkur fyrir enn meiri hávaða en Qrðinn er, getur farið jafnilla fyrir okkur og þeim. Umferðin hjá okkur hefur auk- ist gifurlega, einna mest á Stór- Reykjavikursvæðinu, þar sem fólksfjöldinn er mestur. Nú er umferðarhraðinn ákveð- inn með tilliti til umferðarörygg- isins. En mælingar hafa sýnt, að við minnkandi hraða minnkar há- vaðinn. Getur það verið, að viþ eigum von á þvi að umferðar- hraðinn verði takmarkaður i framtiðinni með tilliti til hávað- ans, sem af honum leiðir? Að á- kveðin verði hægari umferð i gegnum ibúðahverfi, þótt vegur- inn sjálfur sé óaðfinnanlegur? Nei, áreiðanlega ekki. ÞEGAR ÞJÓÐFÉLÖGIN VÉLVÆÐAST Ni> á timum hefur vélaraflið tekið við af handaflinu. En i allt of mörgum tilfellum eru notaðar lé- legar og slitnar vélar. 1 verk- smiðjum ber mikið á heyrnar- skerðingu hjá mörgum vinnuhóp- um, og trúnaðarlæknar iðnfyrir- tækja tilkynna fleiri og fleiri ó- læknandi tilfelli. 1 gamla daga var unnið á allt annan hátt. Verkin unnust miklu hægar, en aðalvandamálið var spurningin um, hvernig skyldi hraða verkunum og hvernig væri hægt að komast hjá ótimabæru likamssliti. Nú er allflest unnið með vélar- afli, og vandamálið er baráttan við kvalafullan hávaða, bæði fyrir þá, sem vinna i verksmiðjunum, og einnig fólk, sem býr i næsta nágrenni. Hinn almenni borgari hefur lit- inn atkvæðisrétt með eða gegn hávaðavöldunum, þvi ennþá eru það yfirvöldin ein, sem ráða þar um. ALLIR ÞEKKJA Ný gerð Aristo-vasareiknivéla mjög þunn, 62 x 151 x 18 mm. fer vel í vasa, er í höggheldri öskju með gagnsæju loki. /BuqiSTO GÆÐI M64 lxr, 111, +, —, X, niðurstöðu og rafhlöður 1,5 orku til 30 ar, ásamt 6—9 volt sem þarfnast fullkom- i. i af hinni kunnu nákvæmni Aristo. i A jk M. mm u Allar nánari SNNAV Ingólfsstræti 2, 32 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.