Vikan


Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 11
Leiklistarskóli og húövörtur Halló Póstur! Ég hef skrifað þér tvisvar áður, en bréfin hafa vist alltaf lent i hinni landsfrægu ruslakörfu ykkar. En ég vona, aö þú svarir mér núna. 1. Er einhver leiklistarskóli hér á landi, og þá hvar? 2. Hvernig fara saman fiskarnir (stelpa) og ljónið (strákur)? 3. Hvernig er hægt að ná af sér húðvörtum? 4. Hvað heldur þú að ég sé göm- ul, og hvað lestu úr skriftinni? Mér finnst smásögurnar i Vik- unni alveg stórfinar, og þær mættu gjarnan vera fleiri, en annars finnst mér Vikan ekki vera nógu gott blað miðað við verð. Og svo finnst mér sumt efni, sem er i Vikunni, alveg hroðalega lélegt. Jæja, þetta er nú nóg i bili, svo að ég segi bara bless, með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. IRE. 1. Ráögert hefur veriö að starf- rækja rikisleiklistarskóla i Reykjavik i vetur, og vöru inn- tökupróf þreytt s.l. vor. Ekki hef- ur verið ákveðiö ennþá, livar hann verður til húsa, en ég vil benda þcr á að tala við Svein Ein- arsson Þjóðleikhússtjóra eöa Vig- disi Finnbogadóttur leikhússtjóra í Iðnó, scm geta gefið nánastar upplýsingar. 2. Ekki nógu vel, þau eru svo geysilega ólik. 3. Með Isediki, sem fæst I apótekum, en albezt er þó að bera fiflamjólk á vörturnar. Þetta er ekki útúrsnúningur, mér er hrein- asta alvara. Ég átti nefnilega sjálfur I striði við húðvörtur cinu sinni, og mér var sagt aö bera fiflamjólk á þær á hverjum degi. Þetta var að vori til, og mér fannst ekkert gera til þó ég próf- aði þetta, þó ég væri viss um að þetta væru örgustu kerlingabæk- ur. En viti menn, eftir nokkrar vikur voru allar vörtur horfnar, og ég hefi ekki séð þær siðan. En nú eru allir fiflar orðnir að biðu- kollum, svo þú ert þvi miður of sein I ár, með þessa lækningu. 4. Þú ert trúlega 15—16 ára, skriftin er skýr, og þú ert mjög á- kveðin persóna. Liklega hefurðu einhverja hæfileika. Pósturinn þakkar þér hólið fyrir hönd Vikunnar, en þú ert geysilega gagnrýnin á sumt efni i blaðinu. Það væri mjög forvitni- legt að fá að vita, hvaða efni Vik- unnar er svona hroðalegt, láttu okkur vita það, ef þú nennir að skrifa aftur. Svar til E.E. Reyndu að skrifa poppþætti Vikunnar. Pósturinn getur ekki gefið upplýsingar um neinar músikstjörnur. Skriftin þin er skýr og vel læsileg. Hrein mey — eða ekki Kæri Póstur! 1. Hvað gamlar mega stelpur vera til þess að þeim sé óhætt að nota tappana? 2. Skiptir einhverju máli, hvort maður er hrein mey eða ekki? 3. Hversvegna viljið þið á Póst- inum ekki birta nöfn ykkar? 4. Hvað þýðir nafnið Edda? 5. Hvað kostar að vera áskrif- andi að Vikunni yfir árið? Jæja, og hvað segistu lesa úr skriftinni minni, og hvað heldur þú að ég sé gömul? 1-2. Notkun tappanna miðast ekki við nein aldurstakmörk, en ég held að þcir séu erfiðir I notkun fyrir óspjallaðar meyjar. 3. Nafn Póstsins er og verður hernaðarleyndarmál ritstjórnar, og þar við situr. Nafnleysið er nauðsynlegt, og ég held, að fæstir mundu kæra sig um að vita nokk- uð um persónuna að baki Pósts- ins. 4. Edda þýðir formóöir. 5. Kr. 5.850.00. Skriftin er áferðarfalleg, þú ert bliðlynd, en ekki sérlega stefnu- föst. Ég giska á að þú sért 14-15 ára. Próf i ættfræði Elsku Póstur! Mig langar til að bera fram nokkrar spurningar, sem ég vona, að þú getir leyst úr fyrir mie 1. Hvaða starfsmöguleikg hefur maður eftir að hafa lokið prófi i ættfræði? 2. Getur skyggni verið ættgeng? 3. Hvar getur maður náð I eintök af Bör Börsson bókunum? 4. Ef ég er fædd 21.6., get ég þá haft áhrif frá bæði krabbanum og tviburanum? 5. Hvernig fer það saman við sporðdreka? 6. En við Ijón? Og svo að lokum þetta venju- lega, hvað er ég gömul og hvað lestu úr skriftinni? Með fyrirfram þökk. Anna. 1. Ég veit ekki til þess, að hægt sé að taka próf i ættfræði, þaraf- leiöandi get ég ekki bent þér á starfsmöguleika. 2. Já, tvimælalaust. 3. Hvergi núoröið, nema á bóka- sofnum. 4. Já, þú ert á inörkum mcrkjanna og veröur fyrir áhrifum beggja. 5. Vel yfirleitt, en samt má búast við árekstrum af og til. 6. Nokkuð sæmilega, ætti að geta gengiö, en gerðu ráð fyrir sprengingum af og til. Ég gizka á, að þú sért um tvi- tugt. Skriftin er falleg og stil- hrein, kvenleg vildi ég segja, ber vott um nokkuð heilsteypta skap- gerð. * Winter Þrihjól. Velamos reiðhjól drengja og telpna. 20 með hjálparhjólum. Ódýr og góð hjól. * Örninn Spitalastig 8 — simi 14661 Canon Einkaumboö, varahlutir, ábyrgð og þjónusta. Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, simi 85277. 39. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.