Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 13
smásaga eftir Petrus van der Geeste
Sært stolt, peningagræðgi, piparmynta,
sakamálasaga og simtal — allt hefur
þetta sinu hlutverki að gegna i þessari
spennandi sakamálasögu.
virtust raunar ekki eiga saman á
nokkurn hátt. Hann hafði alltaf
haldið, að Elaine væri ánægð með
stöðu sina i lifinu, hún væri það
upptekin af samkvæmislifinu,
fyrir utan málaralistina, sem hún
stundaði i fristundum. En hann
virtist sem sagt hafa haft á röngu
að standa.
Tilhugsunin um „græna ljósið i
Greenwood” gerði hann æfan. 1
hreinskilni sagt, þá var það eigin-
lega ekki ótrúnaður konu hans,
sem honum féll illa, heldur var
hann þvi vanastur að fá þaö, sem
hann girntist, og halda þvi. Hann
þoldi ekki tilhugsunina um það,
aö eitthvað væri frá honum tekiö.
Hann skyldi sýna það, aö hann
væri maður til þess að lagfæra
þessa litlu brotalöm i einkalifi
sinu. Hann hugsaði um þetta
fram og aftur i flugvélinni á leið-
inni til Parisar.
— 0 —
Það var liðinn einn mánuður
siðan John Pears heyrði óvart hið
örlagarlka simtal. Elaine sat al-
ein heima þetta kvöld. Það var
einmitt fridagur vinnukonunnar,
og sem oftar hafði John hringt og
sag?t verða að vinna fram eftir
kvöldi og tæpast verða kominn
heim, fyrr en eftir miðnætti.
Hefði hann hringt fyrr, þá hefði
hún getað hringt til Bobs. Hann
hefði getað verið hjá henni að
minnsta kosti til kl. 11. John var
stundvfcin sjálf. Kom og fór á
minútunni. Bob hafði einmitt i
gamni kallað hann ekta „fram-
hjáhaldseiginmann”, af þvi að
þau þurftu aldrei að óttast, að
hann stæði þau að verki.
Stundaskrá Johns var föst og ó-
umbreytanleg, og ef hann neydd-
ist til að breyta út af henni, þá
hringdi hann ævinlega heim til að
segja henni það.
Það fór hrollur um hana i þunna
kjólnum, þegar regnið tók að
lemja rúðurnar og vindurinn að
gnauða á þakinu. Fáránlegt, að
þau skyldu ekki vera farin að
kynda. En það var rétt ein sér-
vizka Johns. Þau byrjuðu aldrei
að kynda, fyrr en 1. nóvember, án
nokkurs tillits til hitastigs.
Henni hafði aldrei fyrr flogið i
hug að setja það fyrir sig, þó að
þau byggju svolitið út úr. London
mundi með timanum teygja sig
alla leið til Greenwood, svo að
eignin steig jafnt og þétt i verði.
En þetta kvöld var af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum beygur i
henni.
„Af óskiljanlegum ástæðum”
var nú e.t.v. ekki rétt að segja,
þvi hún vissi vel, að þessi beygur
átti rætur sinar að rekja til ým-
issa orsaka: Það var þetta kalda
hús, regniö, stormurinn, sivax-
andi andúð hennar á John, þráin
eftir Bob — og auk þess var eitt-
hvað i undirmeðvitundinni, sem
hún lét ekki eftir sér að igrunda.
Hefði hún bara fengið skilaboð-
in frá John fyrr. Hún gat næstum
heyrt sina eigin rödd hvisla i sim-
ann: „Það er grænt ljós hinum
megin við hornið i Greenwood eft-
ir kl. sjö!” Hún gældi við orðin, og
hún fann blóðið renna örar um
æðarnar.
Bara að þau Bob hefðu getað
gifzt! ó, hvað það hefði verið un-
aðslegt! Hún hafði nú þekkt Bob I
þrjú ár, og ástarsamband þeirra
hafði hafizt fljótlega eftir fyrstu
kynnin. Hann var læknir, yngri en
hún og ókvæntur, og hún vissi, að
það var búizt við miklu af honum I
framtiðinni á sviði læknislistar-
innar. En það var þetta fjárans
fyrirtæki þeirra Johns, sem
hindraði skilnað þeirra.
Hún gat ekki látið vera að bera
þá saman, Bob og John. Reyndar
voru þeir á margan hátt likir.
Þeir voru báðir jafneigingjarnir,
tillitslausir og ákveðnir I aö ná
settu marki i lifinu, — og báðir
settu þeir markið hátt.
Eini möguleikinn á þvi, að þau
Bob gætu gengiö i hjónaband, var
að John dæi, og það leit ekki bein-
linis út fyrir þaö I bráð. Að visu
fékk hann öðru hverju óþægindi
fyrir hjartað, en I hvert sinn full-
vissaði læknirinn hann um það, aö
ef hann aðeins ástundaöi skyn-
samlega lifnaðarhætti, þá gæti
hann átt mörg ár ólifuð. Auðvitaö
varð hann að forðast likamleg og
andleg áföll, þau gætu reynzt lifs-
hættuleg.
Samkvæmt læknisráði hafði
John hætt að reykja fyrir þremur
mánuðum. Til þess að bæta sér
það upp át hann ógrynni af sæl-
gætismolum með piparmyntu-
fyllingu. Hann hafði alltaf stóra
öskju með þessu sælgæti á nátt-
borðinu hjá sér. Þessi askja tók
u.þ.b. 300 mola, og sá skammtur
dugði aldrei meira en eina viku.
Þegar hann fór að heiman á
morgnana, stakk hann ætið væn-
um skammti i jakkavasann.
Helgina áður hafði John verið i
viöskiptaerindum i Kaupmanna-
höfn, og Bob var þá vitanlega hjá
henni. Þau höfðu sem oftar rætt
möguleikana á þvi, að John dæi af
hjartaslagi.
— Ég held við getum varla
reiknað með þeim möguleika,
elskan, hafði Bob sagt. Að visu er
læknir i þeirri aðstöðu, að hann
getur alltaf haft svolitil áhrif, i
hvora áttina sem er.
Seinna um kvöldið kom hún inn
i svefnherbergið og sá þá Bob
standa við náttborð Johns. Hann
hafði stungið upp i sig sælgætis-
mola, en var einmitt að vefja öðr-
um inn i bréfið, sem hann af ein-
hverjum ástæðum haföi tekið ut-
an af. Henni fannst þetta hálf ein-
kennilegt, en hugsaði ekki frekar
um það, fyrr en hún sá sprautu-
hylki liggjandi á rúminu. Þá
hrópaði hún upp yfir sig:
— Bob, þú hefur þó ekki...
— Ég hef staðið hér og beðið
eftir dásamlegustu konunni i öll-
um heiminum, sagð hann og tók
hana i faðminn, og það var svo
miklu auðveldara aö gefa sig
ástriðunum á vald en að hætta
huganum inn á einhverjar óhugn-
anlegar brautir.
Hún hafði ákveðið að hugsa
ekki frekar um þetta atvik, en nú
skaut þvi allt i einu aftur upp I
huga hennar. Óveðriö hafði færzt
i aukana, og hún gekk upp á loft
til að sækja sér peysu. John hafði
fyllt vasa sinn af piparmyntumol-
um, eins og venjulega, þegar
hann fór til skrifstofunnar um
morguninn. Hún gekk að nátt-
borðinu og tók lokið af öskjunni.
Hún var tóm. Þaö lór hrollur um
hana, en hún neyddi sjálfa sig til
að ýta burt óþægilegum grun-
semdum. Hún yrði að muna að
kaupa nýja öskju handa honum á
morgun.
Gamla húsið kveinkaöi sér i
verstu stormhviðunum. Svo
heyrði hún, .að bilskúrshurðin
fauk upp og lamdist utan i vegg-
inn. Taugar hennar voru þandar
til hins ýtrasta. Hún settist við
skrifborð Johns. Klukkan á
veggnum nálgaðist niu.
Bara að hún hefði getað hringt i
Bob. Hann heföi getað hughreyst'
hana. En hann bjó hjá móður
Sinni, og þau höfðu bundið það
fastmælum, að þau töluðu aldrei
saman i sima, bæði vegna móöur
hans, og svo grunuðu þau sima-
stúlkuna um aö hlera.
Elaine tók upp sakamálasögik,
sem lá á skrifborðinu fyrir fram-
an hana. John las alla glæpa-t.^
reyfara, sem hann kom höndum
yfir, en þaö var ólikt honum að ÆÆ
skilja bók eftir á boröinu I stað^^^
39. TBL. VIKAN 13