Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 39
Tveir draumar.
Kæri draumráðandi!
í nótt dreymdi mig tvo svolítið furðulega drauma,
sem mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig.
Þeir eru ekki langir.
Fyrri draumurinn var á þá leið, að mér fannst ég og
f leira fólk, sem ég man ekki hv^ð var, vera i einhvers
konar leyf i og fórum við i göngu að vatni inni í skógi. í
vatninu var mikið af f roskum og langaði mig til að fá
þá upp á land, en hitt f ólkið var þvi andvigt.
Um nóttina fór ég svo ein út í skóg og ætlaði að gefa
froskunum að borða. En þá voru komnir krabbar í
vatnið i staðinn. Ég reyndi að lokka þá upp á land með
því að gefa þeim mat og tókst það.
Þá varð ég hálfsmeyk við krabbana og reyndi að
lokka þá aftur út í vatnið, en mér tókst það ekki. Eg
veitti tveimur kröbbum, sem fastir voru saman, sér-
staka athygli.
Skógurinn var svo þéttur, að ég gat með naumindum
smeygt hendinni inn á milli trjánna.
Þegar mér tókst ekki að koma kröbbunum aftur út í
vatnið, ákvað ég að reyna að komast undan þeim og
heim að húsinu, sem við bjuggum í í leyf inu. Þegar ég
kom heim, voru allir vaknaðir í húsinu og krabbarnir
komnir á eftir mér alla leið að húsinu.
Þessi draumur varð ekki lengri.
Seinni draumurinn var á þá leið, að mér fannst
mjög margt fólk vera komið saman utan við frysti-
húsið heima. Hjá frystihúsinu er stór gryf ja, þar sem
á að fara að byggja við húsið.
AAeðal fólksins var gömul kona, sem hélt á tveimur
spjöldum með ártölum á. Ég man ekki hvaða ártöl
þetta voru, en mig minnir, að það seinna hafi verið
1795.
Gamla konan ætlaði að festa þessi ártöl á bíl, sem
mér f annst að henda ætti of an í grunninn. í bílnum átti
að vera gullsteinn, eða einhver annar verðmætur
steinn og við vorum tvær stelpur, sem ætluðum að
keppast um hvor okkar yrði á undan að ná steininum.
Loks kom þarna bíil og gamla konan skellti spjöld-
unum framan á hann, en þá hrópaði allt fólkið hvað í
kapp við annað, þvi að þetta var ekki réttur bill og ein-
hver tók spjöldin af bílnum og fékk gömlu konunni
þau aftur.
Loks kom rétti bíllinn. Það var rauður Bronco með
hvítum topp. Steinninn átti að detta ofan í bílinn um
leið og honum yrði f leygt niður í grunninn. Ég og hin
stelpan stóðum tilbúnar að stökkva á brúninni.
Bíllinn var hífður upp og sveif lað yf ir grunninn. Viö
stukkum ofan í og ég varð aðeins á undan og náði
steininum. En þegar ég tók steininn upp, sá ég, að
þetta var einn stór steinn og annar lítill hjá.
Bílnum var sveiflað til og frá ofan í grunninum og
fólkið beið spennt að sjá hvort hann lenti á okkur.
Samt vorum við ekkert hræddar.
Svo fórum við að klifra upp úr grunninum og varð
hin stelpan á undan mér upp úr. Þegar hún var komin
uppá brúnina, rétti hún mér hendina til að hjálpa mér
og lét ég þá minni steininn i hendina á henni og sagði,
að hún mætti fá hann.
Þegar ég var komin upp úr gryf junni, fór ég auðvit-
að að skoða steininn. Hann var m jög óhreinn, en þegar
ég var búinn að hreinsa hann, glitraði á marga litla
bletti á honum og var hann alveg Ijómandi fallegur.
Þessi draumur varð ekki lengri.
Ég bið þig agalega vel að ráða þessa drauma fyrir
mig. Virðingarfyllst. Sigrún.
Fyrri draumurinn er fyrir góðum gjöfum, sem þú
færð, og miklum framförum, sem þú verður vitni að,
en koma þér ekki beinlínis við persónulega.
Seinni draumurinn er flóknari og vandskýrðari.
Líklega ertu hrædd um, að hann boði þér eitthva^ illt,
en svo er ekki. I hæsta lagi verður einhver misklíð
milli ykkar stelpnanna, en þó þarf það alls ekki að
vera, því að draumurinn er svo martraðarkenndur á
köflum, að óvíst er hvort nokkuð er að marka hann.
Framhjáhald í draumi.
Kæri draumaráðandi!
AAig langar til að skrifa þér fáeinar línur, því að eg
hef áhyggjur af draumi, sem mig dreymdi nýlega.
Draumurinn var svona:
AAér f annst ég og maðurinn minn vera að aka um og
með okkur var stelpa, sem ég kannast við. Ég þurfti
að f ara út úr bílnum, en þegar ég ætlaði aftur inn í bíl-
inn, fann ég hann hvergi.
Rétt i þessu hitti ég pilta, sem komu úr gagnstæðri
átt og spurði þá, hvort þeir hef ðu orðið varir við bílinn.
Þeir sögðu það vera og bað ég þá að aka mér á eftir
bílnum. Þeir urðu vel við bón minni og komum við að
sumarbústað og sá ég stelpuna þar. og æddi inn í
sumarbústaðinn og kom að manninum mínum, þar
sem hann var að greiða sér inni á snyrtingu.
Ég spurði hann, hvort hann hefði haldið framhjá
mér með stelpunni, og hann sagði það vera. Ég reidd-
ist óskaplega og hljóp út, sló stelpuna utan undir og
reitst við hana.
Þegar við hjónin héldum svo heim á leið, sagði hann
mér, að hann hefði sofið hjá henni. Þá hljóp ég út úr
bílnum og fór og sló stelpuna aftur. Svo fór ég heim og
var að sækja um skilnað, þegar ég vaknaði.
AAeð þökk fyrir birtinguna.
Rs.
Otryggð í draumi er yfirleitt fyrir því, að einhver
ræður dreymanda heilt. Þú getur þvi átt von á góðum
ráðleggingum á næstunni. Vertu samt vel á verði
gagnvart veikindum, þvi að þér hættir við lasleika
næstu mánuði.
Unnið í garði.
Kæri draumaráðningaþáttur!
Eina nóttina um daginn dreymdi mig, að ég var að
hjálpa frænku minni, sem býr í næsta kaupstað, í
garðinum hennar. Hún var með marga plastpoka f ulla
af trjáplöntum, sem við þurftum að gróðursetja. AAér
fannst gróðursetningin ganga heldur vel, en varð
samt mjög þreytt í bakinu.
Ég bið þig að ráða þetta eins f Ijótt og þú getur, því
að draumurinn var svo skýr og greinilegur, að ég man
ekki eftir öðrum eins.
AAeð þökk fyrir ráðningu.
Svala.
Þú eiqnast barn, áður en langt um líður.