Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 28
Sambandið milli þeirra varð æ stirðara
með hverjum deginum. Vist elskuðu þau
hvort annað — hún hélt það að minnsta
kosti —en henni fannst hún ófrjáls, bund-
in og upp á hans náð komin. Og hann naut
þess að sýna henni, að það var hann, sem
átti peningana..
Smásaga eftir öyvind Madsen
Hún sat og málaði fólkið á
Piazza Navona, af þvi að Rex
hafði haldið þvi fram, að hún yrði
að mála Via Appia Antica með
sinum rústum og kýprustrjám og
öllu heila dótinu.
Það var heitt, jafnvel af Róm
aö vera, og þau höfðu þráttað,
áður en hún fór út. En það var
ekki hitanum að kenna, að þau
fóru að þrátta. Þau höfðu lika
rifizt i London, og þar hafði alls
ekki verið heitt í veðri. Og á leið-
inni með skipinu.
I fyrstu höfðu þau aðeins jag-
azt, án þess að meina nokkuð með
þvi, og þau sættust jafnan fljótt
aftur. En nú leið stöðugt lengri
timi frá þvi þau rifust, þar til þau
sættustaftur, og þau voru farin að
rifast um allt milli himins og
jaröar. Aðallega þó um hana.
Rex héit þvi fram, að hún væri
oröin svo mikil efnishyggjukona.
Þess vegna málaði hún Rómar-
konurnar, meðan þær tylltu sér á
harða steinbekkine á Piazza
Navona, til að sinna börnum sin-
um. En henni var alveg sama.
Siðla dags drukku þau iste á
útikaffihúsi, þaðan sem útsýn var
yfir Piazza della Rotunda. Hún
var ljóshærð með blá augu og vel
vaxin, en hann var ljóshærður
meö grá augu og hærri en hún.
Alveg eins og það átti að vera.
Honum var ekkert um þaö gefið
að dáðst væri að bláum augum
hennar, og hún hafði haldið að
hann væri afbrýðisamur. Það leið
langur timi, þar til hún áttaði sig
á, að hann var það alls ekki. Hún.
haföi haldið, að þarna hefði hún
vopn i höndunum. An vopns var
hún alveg varnarlaus.
— Þú fórst ekki út á Via Appia.
— Nei.
— Eg skil ekki, hvers vegna þú
gerðir það ekki. Ég bað þig um
þaö.
— Já.
— Hvað á þetta ,,já” að þýða?
— Aö þú baðst mig.
Hún hefði getað sagt, að þaö.
hefði tekiö hana heila klukku-
stund að komast út til Via Appia
og aö hún væri alls ekkert vel
upplögð til langra ferða og að hún
væri lika orðin hundleiö á rústum
og gömlum minjum — en það
heföi ekki haft nein áhrif á hann.
Þetta kom aftur á móti illa viö
hann. Hún sá það á honum og
sagði við sjálfa sig, að þarna hefði
hún skorað eitt mark.
Þú kemst ekki langt með
þessu móti. Ég vona, að það renni
upp fyrir þér, áður en það verður
of seint. Þú nærð nakvæmlega
engu með þessu móti. — Hann
sagði þetta, án þess að lita á
hana. Það var einnig orðinn vani.
Að horfast aldrei i augu. Þau voru
tvær ungar, myndarlegar
manneskjur, sem sátu á útiveit-
ingahúsi i Róm, án þess að lita
hvor á aðra.
— Mig langar ekkert til að kom-
ast áfram! Ekki á þann hátt, sem
þú átt við. Ég vil fá að mála eins
og mér sýnist. Það kemur að þvi
að ég fer að selja myndir. Biddu
bara!
— Þá verð ég kominn á grafar-
bakkann. Daginn sem þú selur
fyrstu myndina, verð ég orðinn
hvithærður og staulast um með
ellistyrkinn i vasanum.
Hún setti bollann varlega á
undirskálina. — Skiptir það þig
miklu, hvort ég sel mynd?
— Láttu mig ekki fá hláturs-
kast. Það væri ékki nokkurt vit.
Kvöldin voru bezt. Þá gerðu
þau ekkert. Röltu aðeins um göt-
urnar, skruppu i óperuna eða
fengu sér vinglas á Beltramme i
Via delle Croco. Einstaka sinn-
um skruppu þau á Casinu Vala-
dier á Monte Pincio, og hann lét
sig engu skipta, þótt hún dansaði
við aðra karlmenn. Hún gat þó
aldrei vitað, hvernig hann
brygðist við.
Á leiðinni höfðu orðið mikil leið-
indi út af þvi að hún dansaði við
einn af stýrimönnunum. Hann
hafði farið rakleiðis út á gólfið og
sótt hana, og henni fannst hann
aldrei hafa auðmýkt hana meira.
Hún hafði farið beint upp á þilfar.
Það var haust i lofti, dimmt og
skýjað.
— Þú átt mig ekki, Rex. Ég vil
að þú gerir þér grein fyrir þvi að
þú átt mig ekki.
Hann hafði kveikt i sigarettu,
hallað sér fram á borðstokkinn og
horft út yfir hafið.
- — Ég veit ekki um neinn, sem á
meira tilkall til þin en ég. Ef það
er einhver, þá vil ég að þú segir
mér hver það er, og siðan getur
þú farið til hans og verið þar
framvegis.
— Þú ert andstyggilegur.
— Ég er ekkert að þykjast.
— Þú þarft þess heldur ekki.
— Ef það eru peningarnir, sem
þú átt við....?
28 VIKAN 39. TBL.