Vikan


Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 34

Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 34
Hún var meö ofsalegan hita. Henni tókst samt að benda á glas. Stúlkan skildi bendinguna og hljóp eftir vatni. Hún laut yfir Rósu og togaöi stirðnaðar var- irnar sundur og hellti svo vatninu upp í munninn. Það'kældi ofurlitið munninn og kinnarnar að innan- veröu og seig niöur i kokið. En þá svelgdist henni á, svo að hún náði naumlega andanum. Vöðvarnir i koki og hálsi voru stirðir og kipruðust saman. Rósa veinaði og vatniö spýttist út úr munninum. Jennie þaut niður aftur og út úr húsinu. Rósa lá með ofsahita og dauðahræðslu. Það átti að skilja hana eftir eina til að deyja og allt, sem mig hefur langað I, deyr með mér. Og dauöi þess, sem hún þráöi var þúsund sinnum verri en hennar eigin dauði. Krampaflogin rykktu i hálsinn á henni og skóku haná alla rétt eins og þegar hundur bitur veiddan héra til bana. Það var rétt eins og hálsinn á henni, kjálkarnir og varirnar væru úr steini. En eyrun, augun og hug- urinn voru betur lifandi en nokkru sinni áður. Þegar krampaflogin rykktu I höfuðið á henni og sneru upp á það, gat hún séð þykka snjóinn úti fyrir og flyksurnar, sem komu fjúkandi inn um mjóu rifuna á glugganum. En þá kom Jennie inn og læknirinn á eftir henni. Hann var berhöfðaður og frakkalaus. Hann stóö og reyndi að ná andanum og horfði á hana á meðan. En svo kom hann til hennar, og eins og læddist á tánum. Hann leit fyrst framan i hana en snerti siöan varirnar á henni. Þessi litla snerting olli henni hræðilegum kvölum, enda þótt hún gæti litlu hljóði upp komið. — Tetanus, sagði hann og röddin var full skelfingar. Hann sneri sér og flýtti sér sföan út. Jennie stóð kyrr við dyrnar með uppglennt augu og skelfingu i svipnum. Aö neðan heyrði Rósa, aö læknirinn öskraði eitthvaö i simann. Svo kom hann inn aftur. Hann snerti hana ekki aftur og hún var honum þakklát fyrir þá nærgætni. — Ég er búinn að senda hann Fenning til Aswood eftir móteitri. Það brá fyrir einhverri von gagn um allar kvalirnar. Þá var eitthvert meðal til, sem gæti bjargað henni. Hana langaði mest til aö seilast eftir hönd hans og kyssa hana. En hún hætti við það af hræðslu við kvalirnar, sem þvi yrðu samfara. — Heyrirðu til min? Ég ætla að gefa þér morfin. Annað get ég ekki gert i bili. Jennie kom með töskuna hans. Hann tók upp meðalið og gaf henni. Rósa lá og horfði upp i .loftið, meðan hún beið eftir, að meðalið færi að verka. Það kom hægt og hægt og þvi lagði um hana alla og gerði ský fyrir augum hennar, siaðist inn i heil- ann. Hún fann til sársauka, en hann var rétt eins og langt i burtu rétt á útjöðrum meðvitundar hennar. Hún gat ekki hreyft kjálkana og varirnar voru fastar i þessu öfuga hæðnisglotti. Hún fékk enn krampa og sárs- aukinn magnaðist. En skjálft- anum linnti og verkirnir eins og liðu burt frá likama hennar. Nóttin var tekin aö nálgast þegar Fenning kom, kafrjóður og másandi. Hvorki læknirinn né -Jennie höföu yfirgefið sjúklinginn eða litið af honum. Lögreglu- maðurinn leit á Rósu og siðan fljótt undan.. Og hún vissi vel, að fegurðin hennar var orðin af- mynduð svo að hún vakti óbeit, jafnvel hjá þessum vingjarnlega manni. Læknirinn tók við með- alinu og Fenning fór. .Uti við dyrnar heyrði Rósa hann tauta við sjálfan sig: — Ó, guð minn góður, — sem gat veriö hvort- tveggja i senn blótsyrði og fyrir- bæn. Læknirinn opnaði böggulinn og tók upp lítið glas. Hann fyllti sprautu með innihaldinu. — Ég verð að kvelja þig dálitið meira. Þetta er sterkur skammtur. Þú þolir ekki meira en einn. Hún heyrði kalt loftiö streyma að sér'þegar hann tók ofan af henni teppið til að komast að sár- inu. Henni fannst nálinni stungiö mitt i sárið. XXIII. Það var eins og hundrað dagar væru liðnir, þegar Jennie fór út. Læknirinn flutti stól að rúminu. Hann snerti hönd hennar, leit fast HANDAN VIÐ 34 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.