Vikan


Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 17

Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 17
AGIÐ ER GERT ÆÁMENNI Þaö uröu þáttaskil i lifi Barböru Streisand, þegar hún kynntist hárgreiöslumeistaranum Jon Peters. ar áhyggjur af þvi að stúlkan kynni aö vera betri en hún sjálf. Og þegar þjönn nokkur spurði hana striðnislega þegar hún var hætt i „Funny Girl”, hvernig henni fyndist að vera atvinnu- laus, var hún i vondu skapi marga daga á eftir. ,,Ef Barbara heyrir einhvern ó- þekktan söngvara syngja einn af söngvum hennar, verður hún al- veg óð,” sagði Marty Erlichman umboösmaður hennar. Þegar Barbara minnist starfa sinna i Hollywood segir hún: „I fyrsta skipti, sem ég fór þangað að skemmta i Cocoanut Grove, höföu allir heyrt min getiö, en ég var enn ekki orðin fræg. Stór- stjörnur og frægt fólk komu á hverju kvöldi til aö sjá mig. Þá held ég, að ég hafi raunverulega verið hamingjusöm. Það var eins og ég lumaði á einhverju. Ég vissi, að ég hafði eitthvaö fram að færa og ég átti... vonir. Það er svo leiðinlegt, aö svona timi skuli ekki geta komið aftur. Þetta voru minir beztu dagar.” Ostöðugt samband hennar við Elliott Gould var oröið að tvisýnu hjónabandi. „Það er kominn ein- hver skuggi yfir þau,” sagði vinur þeirra. „Það geislar ekki lengur af þeim eins og þau eigi allan heiminn.” Munaðurinn, sem einkenndi lif þeirra, gat þó ekki leynt þvi, hve langt var frá þvi að jafnræði væri með þeim. Eitt sinn keypti Bar- bara skrautlegan flygil i fjarveru Elliott. Þegar Elliott kom heim, þoldi hann ekki hljóðfærið, og þau rifust út af hljóðfærinu af minnsta tilefni. Vinur þeirra, sem fylgdist með þessu sagði: „Þau voru ekki aö rifast út af pianóinu. Pianóið var aöeins átylla. Rimman stóð um, hver hefði húsbóndavaldið og tæki ákvarðanirnar.” Milljón dollara bam Vorið 1966 var „Funny Girl” frumsýnd I London. Eftir frum- sýninguna sagði Elliott Barböru, að hún væri barnshafandi. Það hafði komið staðfesting á þessu frá New York. Hún var undrandi og glöð. „Ég hafði aldrei haldið, að ég gæti átt barn,” sagði hún og minntist bernskuótta sins um skammlifi. „Mér finnst ég sem ný manneskja.” Vinir þeirra vonuðu, að barnið myndi jafna erfiðleika hjóna- bandsins. En þvert á móti þá gerði það stöðu Gould enn verri. Þegar það fréttist, að Barbara hefði hætt við langa hljómleika- ferö vegna þess aö hún væri ófrisk, stóð ekki á fyrirsögnum heimspressunnar: „Milljón-doll- ara barnið hennar Barböru”. Barbara varð fokvond. „Hvers vegna þurfa allir að hugsa I pen- ingum? Mér finnst þetta eina raunverulega afrek mitt til þessa. Barnið mun veita mér staðfestu og lifinu tilgang.” Jason Emmanuel (alnafni föð- ur Barböru) fæddist 29. desember 1966. „Sonur minn,” sagðí hún eins og I leiðslu: „en stórkostleg setning, „sonur minn”. En sú fullkomnun.” Nú var loksins aö koma hreyf- ing á kvikmyndaferil Elliotts. Honum var vel tekið sem Bill 44. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.